Hlutina í réttri röð

Það virðist vera að gerast að formaður Samfylkingarinnar sé að átta sig á því að hún situr í ríkisstjórn, en sé ekki í stjórnarandstöðu, eins og maður hefur því miður upplifað undanfarið, í örvæntingarfullri tilraun Samfylkingarinnar til að hlaupast undan ábyrgð.

Hún er á réttum stað að ræða um breytingar á stjórnarsáttmála. Í ræðustól Alþingis. Fyrr en búið er að breyta honum eiga ráðherrar ekki að tala með öðrum hætti, meðan þeir eru að tala sem ráðherrar.

Það er að gera hlutina í réttri röð

Varðandi gengi krónunnar, er vonandi að ríkisstjórnin leiti hófanna við Evrópubankann um að ná samkomulagi um tímabundið fastgengi, eins og við lögðum til þessari grein, sem birtist í Fréttablaðinu.

---

Til að því sé til haga haldið og í ljósi þeirrar umræðu sem er í gangi í samfélaginu núna, hef ég djúpa sannfæringu fyrir því að Geir H Haarde hafi tekið sínar ákvarðanir af fullum heilindum og trúnaði við   hagsmuni íslensku þjóðarinnar, þótt hann hafi brugðist í aðdraganda hrunsins, eins og svo margir. Þar geta Framsóknarmenn ekki skotið sér undan, en heldur ekki Samfylkingin, því hennar gagnrýni á viðskiptaráðherra í síðustu ríkisstjórn var helst í þá átt að sjálfstæði eftirlitsstofnanna væri ekki nægt. Björgvin virðist hins vegar hafa gleymt því öllu þegar hann settist í stól hennar, t.d. með því að hlutast til um málefni FME gagnvart bretum og taka þátt í fundum með þeim.


mbl.is Vill endurskoða ESB og Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Góð grein hjá þér, Gestur. Ég tek undir það að ég held að Geir og félagar séu að vinna af heilindum núna, þó svo stjórnin eigi ekki mitt atkvæði, enda er ég framsóknarmaður.

Þú færð líka prik fyrir að standa upp sem flokksbróðir og segja að við eigum eitthvað í ábyrgðinni. Ég held að þó svo við getum bent á að skriðan niður er aðallega í tíð núverandi stjórnar, sem svaf lengstum á verðinum, þá náum við aldrei til fólksins í landinu með stærilæti.

Hvernig getur framsókn á ný slegið í takt við fólkið í landinu? Hún á allt of lítinn hljómgrunn í dag, og það er vegna þess að við bjóðum ekki nýja og heilsteypta stefnu, matreidda þannig að fólk hlusti og skilji. Fólk horfir á fyrri ríkisstjórn sem ríkti í 12 ár og þyrstir ekkert sérstaklega eftir henni aftur.

Einar Sigurbergur Arason, 31.10.2008 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband