Ábyrg stjórn borgarinnar
1.11.2008 | 15:27
Nú stendur borgin og önnur sveitarfélög landsins frammi fyrir gerbreyttu rekstrarumhverfi.
Snarminnkaðar útsvarstekjur, minnkuð lóðasala og skil á lóðum setja stór strik í allar fjárhagsáætlanir um leið og fyrirsjáanlegt er að þörf fyrir velferð snareykst.
Það er því afar gott skref sem Óskar Bergsson og Hanna Birna stigu með sínum borgarstjórnarflokkum þegar þau buðu minnihlutaflokkunum í þá vegferð að fara í gegnum öll svið borgarinnar, veltu við öllum steinum, þannig að hægt sé að bregðast við þessu með stofnun aðgerðarhóps um fjármál borgarinnar.
Varnarlínan er dregin við að ekki eigi að segja upp starfsfólki, ekki eigi að draga úr grunnþjónustu og ekki eigi að hækka gjöld á grunnþjónustu.
Sú vinna er á lokametrunum og verður kynnt innan skamms.
Til hliðar við þá vinnu eru svo stofnframkvæmdir sem munu byggja á aðgengi að lánsfé.
Með því að leggja áherslu á mannaflsfrekar framkvæmdir er borgin því að forgangsraða hárrétt og er að koma fram af ábyrgð í breyttu samfélagi.
Ég er stoltur af því að taka þátt í þessari vinnu og leggja mitt af mörkum til hennar. Mér er til efs að annað meirihlutamynstur í borginni hefði þolað að fara í svona vinnu.
Reykjavík íhugar framkvæmdir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þið eigið þakklæti skilið fyrir það að ætla að stunda framkvæmdir sýnir það að einhverjir hafa lesið sér til um lausnir á kreppunni 29
Jón Aðalsteinn Jónsson, 1.11.2008 kl. 18:12
Ég vildi að ríkisstjórnin hugsaði eins og tefði ekki fyrir mikilvægum framkvæmdum eins og Vaðlaheiðargöngum og Bakka álveri !
Skákfélagið Goðinn, 1.11.2008 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.