Ástandið er afleiðing prinsessusvefns

Ég starfa hjá fyrirtæki sem getur valdið mengun og skapað almannahættu ef illa fer.

Okkur er gert að gera viðbragðsáætlanir sem grípa á til þegar slík atvik verða, greina hætturnar í sífellu og fara í úrbótaverkefni til að minnka líkurnar á því að þau óhöpp og slys sem geta orðið í rekstrinum verða og eins að gera ráðstafanir til að minnka umfang þeirra, eigi þau sér stað og skýrar aðgerðaráætlanir um viðbrögð við óhöppum, hvaða nafni sem þau nefnast.

Á fínu máli heitir þetta áhættustjórnun, og er eðlilegur og sjálfsagður hluti slíkrar starfsemi.

En hví í veröldinni er maður að upplifa það að Seðlabankinn, sem á lögum samkvæmt að tryggja fjármálastöðugleika og Fjármálaeftirlitið sem á að fylgjast með fjármálafyrirtækjum og því að þau hafi virka áhættustýringu, virðast hafa algerlega sofið á þessum verði.

Fjármálaeftirlitið hefur fylgst með styrk fyrirtækjanna gagnvart langtímaskuldbindingum, en ekki skammtímaskuldbindingum. Það er stórskrítið og þarf að fara yfir í framhaldinu.

Hvers vegna í ósköpunum þarf að ráða inn sérstaka efnahagsráðgjafa til að vinna neyðaráætlanir þegar ljóst er að í óefni stefnir?

Það er eins og að fara að ráða slökkviliðsstjóra og slökkvilið þegar kviknað er í.

Það ætti  að vera jafn sjálfsagt að gera áætlun um björgun hvers banka og fjármálastofnunnar vegna tiltekinna áfalla eins og það er fyrir mig að gera áætlun um slökkvistarf eða hreinsun í hverri olíubirgðastöð.

Fyrst áhættustjórnun ríkisins er ekki betri en þetta, er í rauninni ekki skrítið að illa hafi farið og það óðagot og þau mistök sem við höfum upplifað og munum borga fyrir um ókomin ár hafi átt sér stað.

Menn hafa einfaldlega sofið prinsessusvefni, þrátt fyrir að baunir áfalla séu undir allri dýnunni. Kannski er það vegna þess að yfirprinsessurnar eru ekki raunverulegar prinsessur, sem hafa farið í rétta prinsessuskóla.


mbl.is Fjölmenni í Iðnó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Egilsson

Sæll félagi.

Mér er minnisstætt viðtal við ráðherra síðstu ríkisstjórnar og nú í andstöðuí útvarpinu núna um daginn sem lýsti sig algjörleglega saklausan af núverandi ástandi. M.ö.o. allar orsakir núverandi ástands eru 18 mánaða eða yngri!

Eftir á að hyggja er margt sem gera hefði mátti. En af því þú dregur upp þessa líkingu við áhættustjórnun, hvor öll tilvik séu fyrirséð, jafnvel varðandi olíuslys. Ég geri ráð fyrir að margir möguleikar hafi verið skoðaðir og vona það. Hins vegar er mér það til efs um að hægt sé að sjá alveg allt fyrir. Hvar mörkin eru, er hins vegar hvar mörkin eru, hversu mikið eigi að leggja í fyrirbyggjandi aðgerðir og hvað þær megia kosta, er alltaf spurning.

Jónas Egilsson, 8.11.2008 kl. 18:13

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sæll Jónas

Fyrri ríkisstjórn og þeir flokkar sem tóku þátt í því samstarfi bera vissulega ábyrgð á því kerfi sem byggt var upp í tíð hennar. Það kerfi var vissulega ekki fullkomið og það ber að viðurkenna ærlega, enda eru engin mannanna verk fullkomin og nú er verkefni framtíðarinnar að bæta úr því sem úrskeiðis fór núna. Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur hins vegar ekki komið fram með neinar tillögur að breytingum.

Þar með er núverandi ríkisstjórn jafn"sek" hinni fyrri um kerfisvillur í fjármálakerfinu.

Hins vegar ber fyrri ríkisstjórn ekki ábyrgð á þeim viðbrögðum eða réttara sagt viðbragðaleysi við þeim viðvörunarljósum sem komu upp eftir að hún tók við.

Í viðbrögðum við óhöppum gerir maður viðbragðsáætlanir til að taka á óhöppum sem maður getur séð fyrir, en maður gerir einnig almenna áætlun sem gripið er til þegar eitthvað afbrigðilegt kemur fyrir sem maður sá ekki fyrir. Sú áætlun gengur út á að skilgreina hlutverk, ákvarðanatökuferla, valdmörk og almenna lýsingu á þeim viðbragðsbúnaði sem til staðar er, sem viðbragðsaðilar nota svo til að smíða aðgerðaráætlun fyrir viðkomandi tilfelli. Ef til væri áætlun fyrir öll tilvik og ekkert kæmi á óvart, væri búið að eyða of miklu í undirbúninginn, það er hárrétt hjá þér.

Aðgerðaráætlunin sem sett var saman í tengslum við tæmingu á olíu úr Wilson Muuga var einmitt byggð á slíkri áætlun og tókst mjög vel, þó ég segi sjálfur frá.

Gestur Guðjónsson, 8.11.2008 kl. 20:04

3 Smámynd: Jónas Egilsson

Sæll aftur

Það sem ég átti við var að ég held að þessi viðburðir hafi jafnvel verið meiri að umfangi en hægt að var ímynda sér, jafnvel meiri og víðtækari en nokkur viðbragðsáætlun gat gert ráð fyrir. Og eru ekki öll kurl komin til grafar enn.

En það er alveg fullkomlega rétt hjá þér, viðbrögðin hafa verið lítil og komið seint. Þessar tafir eru að verða aðalvandamál þjóðarinnar. Ef við t.d. lítum til verðandi forseta í Bandaríkjunum til smásamanburðar, þá var sl. föstudag, aðeins þremur dögum eftir hann var kjörinn, farið að krefja hann um yfirlýsingar um það hvernig hann ætli að bregðast við ástandinu þar! Hér bíður almenningur enn! Satt best að segja er forysta stjórnarinnar í málinu farin að tapa verulegu trausti meðal almennings í landinu.

Það er alveg rétt, að aðdragandinn er e.t.v. lengri en margir vilja viðurkenna og ennfremur að (or-)sakir sé að finna víða (-r) í þjóðfélaginu. En, eins og þú segir, bera þeir sem stjórnina fara ábyrgð á viðbrögðunum.

Es. Með komu þína að Wilson Muuga vissi ég ekki, en aðgerðir við að koma skipinu af strandstað og aðrar aðgerðir á staðnum tókust vel, að frátöldu slysinu með danska sjóliðan.

Jónas Egilsson, 8.11.2008 kl. 21:31

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sammála þér að það hefði aldrei verið hægt að smíða nákvæma viðbragðsáætlun fyrir allt það sem gerst hefur, en viðbragðsáætlanir verða að vera með "out of bounds" scenario, sem er það sem virðist hafa vantað hér.

Gestur Guðjónsson, 8.11.2008 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband