Að þekkja starfslýsingu sína

Forseti lýðveldisins Íslands starfar samkvæmt starfslýsingu, sem ekki er löng. Mérsýnist hún vera í um 30 liðum.

Hún er annars vegar í Stjórnarskrá Íslands og hins vegar í lögum um Stjórnarráð Íslands.

Forsetinn hefur svarið eiðstaf að öðrum hluta þessarar starfslýsingar, Stjórnarskrárinnar.

Í henni stendur skýrum stöfum í 9. grein að laun forseta megi ekki lækka.

Samt leggur forsetinn það til að laun hans verði lækkuð.

Er eitthvað fleira í starfslýsingu forsetans sem hann er óklár á?

Ef honum finnst hún eitthvað óljós ber honum skylda til að láta leiðrétta það.


mbl.is Engin niðurstaða hjá Kjararáði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Gestur það er nóg að berja á ríkistjórninni látum forseta vera hann óskar eftir að launin lækki þá á bara að gera það stjórnarskráin hefur ekki verið til trafala hingað til þegar mikið liggur við hefur mér sýnst

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 26.11.2008 kl. 13:09

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Mér finnst þetta bara svo ótrúlegt að ég gat ekki orða bundist

Gestur Guðjónsson, 26.11.2008 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband