Lífeyrissjóðirnir til bjargar eða bölvunar?

Ríkisstjórnin hefur ekki kynnt neinar tillögur sem hjálpa fyrirtækjum landsins, heldur hefur hún gefist upp gagnvart því verkefni og er bara í aðgerðum gagnvart þeim einstaklingum sem missa vinnuna og komast í greiðsluþrot.

Einu útspil hennar gagnvart atvinnulífinu eru gjaldeyrisreglur sem banna erlenda fjárfestingu.

Í þessu algera tómarúmi þar sem fyrirtæki ber stjórnlaust fram af hengiflugi gjaldþrota, eru fréttir um stofnun sameiginlegs fjárfestingasjóðs lífeyrissjóðanna jákvæðar.

...eða hvað?

Lífeyrissjóðirnir eru nú í raun einu fjárfestarnir á markaði, í einokunarstöðu í allri fjárfestingu og með fyrirtækin á hnjánum eru lífeyrissjóðirnir með stofnun þessa sameiginlega sjóðs að tryggja að það verði ekki samkeppni milli fjárfesta. Það þýðir bara eitt fyrir þá samningsstöðu sem fyrirtækin og núverandi eigendur þeirra eru í. Þau hafa ekkert val og þessi sjóður fær fyrirtæki landsins á algerri brunaútsölu.

Allt í skjóli gjaldeyrishafta ríkisstjórnarinnar.

Ef maður væri viss um að lífeyrissjóðunum væri stjórnað á gagnsæjan og lýðræðislegan hátt, með virkri aðkomu sjóðsfélaga, væri maður kannski ekki svo uggandi.

En ég er uggandi.


mbl.is Vilja endurreisa fyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

"í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins"

Æ, það setur óneitanlega að manni ugg. Við höfum nú undanfarið verið að fá frekar ófagrar lýsingar á gambli stórhluthafa í stórfyrirtækjum sem einhverra hluta vegna sátu líka í stjórnum lífeyrissjóðanna. Þeir lífeyrissjóðir riðu víst ekki feitum hesti frá fjárfestingum í fyrirtækjum tengdum stjórnarmönnunum.

Það væri smá möguleiki að það myndaðist traust á þessar aðgerðir, ef fulltrúum atvinnurekenda væri ekki hleypt að borðinu.

Ekki það að allir atvinnurekendur séu glæpamenn, heldur bara upp á trúverðugleikann gagnvart óttasleginni þjóð.

Kannski þeir byrji á Árvakri í samstarfi við þá sem þar eru nefndir til sögunnar.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 2.12.2008 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband