Hvað getur réttlætt aðgerðir Ísraelsmanna?

Sú sorg og þær hörmungar sem Palestínumenn hafa þurft að þola síðan við Íslendingar, ásamt meirihluta ríkja Sameinuðu þjóðanna, samþykktum stofnun Ísraelsríkis eru óendanlegar.

Ekki var staðið við þá samþykkt og stofnuð tvö ríki og enn er því ekki lokið, heldur fá Ísraelsmenn með aðstoð Bandaríkjamanna að murka lífið úr heilli þjóð, þannig á endanum verður kannski engin þjóð til að stofna Palestínuríki.

Ætla menn bara að segja sorrý og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist eftir þessi morð?

Þó ekki eigi að bæta eitt böl með því að benda á annað verra, eru þjáningar írösku þjóðarinnar hjóm eitt á móts við langvarandi þjáningar Palestínumanna. Samt var farið í aðgerðir gegn íröskum valdhöfum, sem við Íslendingar studdum, þótt á röngum forsendum hefði verið.

Það urðu margir reiðir Framsókn að standa að stuðningnum við innrásina í Írak, innanflokks sem utan.

Ekki var staðið að þeirri ákvörðun með þeim hætti sem eðlilegt hefði verið og vonandi munu stjórnmálin læra af því. Framsókn hefur viðurkennt það og hefur lært af þeirri reynslu. Reyndar sýnist manni vinnubrögð núverandi ríkisstjórnar við samningagerð um stærstu efnahagshagsmuni þjóðarinnar frá lýðveldisstofnun vera með jafnvel enn verri hætti í því tilfelli, svo það er greinilegt að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki ósáttur við svona vinnubrögð og gengisfall Borgarnesræða Ingibjargar Sólrúnar er fordæmalaus í þessu ljósi.

En ákvörðunin um stuðning við innrásina í Írak var byggð á ákveðnum forsendum. Forsendum sem ekki stóðust og ekki var staðið við.

Stuðningurinn fólst í því að forsætisráðherra og utanríkisráðherra studdu svokallaða Azoreyjayfirlýsingu: http://www.whitehouse.gov/news/releases/2003/03/20030316-3.html

Azoreyjayfirlýsingin snérist um margt annað en bara nauðsyn þess að steypa níðingnum Saddam Hussein af stóli.

  • Hún innihélt yfirlýsingu um að Saddam Hussein byggi yfir gereyðingarvopnum.
  • Hún innihélt yfirlýsingu um að Saddam Hussein byggi yfir efnavopnum
  • Hún innihélt yfirlýsingu um stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu.

Sú fullyrðing að Saddam Hussein byggi yfir gereyðingarvopnum og efnavopnum reyndist helber lygi í Bandaríkjamönnum. Lygi sem aldrei má gleymast þegar upplýsingar frá leyniþjónustu Bandaríkjanna eru metnar.

Ég gagnrýndi Halldór Ásgrímsson harkalega þegar hann kynnti okkur frambjóðendum í Reykjavík þessa ákvörðun, vildi að slík ákvörðun væri tekin á grundvelli Sameinuðu þjóðanna. Eftir að hann hafði farið yfir málið með okkur og sagt okkur hvað hékk fleira á spýtunni á grundvelli Azoreyjayfirlýsingarinnar, ákvað ég að sýna ákvörðunni skilning og verja hana. Út frá þeim forsendum sem lágu fyrir og í trausti þess að þetta tæki fljótt af var það rétt ákvörðun hjá mér á þeim tíma.

Frakkar og Rússar höfðu slíka hagsmuni að vernda í Írak, Frakkar í formi olíusölusamninga og Rússar í formi tækni- og vinnslusamninga að það var mat þeirra sem stóðu að þessar þjóðir myndu alltaf beita eða misbeita neitunarvaldi sínu gegn innrás í Írak. Viðbrögð þjóða heims við fjármálakreppunni núna ættu að sýna mönnum og sanna hvernig stórþjóðir vinna. Þær beita sér hiklaust til að ná fram sínum hagsmunum. Er enginn bróðir í þeim leik.

Lygin um að Saddam Hussein byggi yfir gereyðingarvopnum gerði það að verkum að það var erfitt að réttlæta það að aðhafast ekkert, þótt það afsaki ekki að aðrir níðingar séu ekki stoppaðir.

Eins og ætti að gera við Ísraelsmenn núna.

og enn er ekki búið að stofna Palestínuríki...


mbl.is Ísraelsher ofmat ógnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband