Óþægilegum mótrökum um fiskveiðistefnu ESB sleppt

Peter Örebech, þjóðréttarfræðingur, sem keyptur er til landsins af Heimssýn, til að tala á fundi, virðist samkvæmt fréttinni alveg hafa skautað framhjá þeim dæmum sem eru mun sambærilegri íslenskum aðstæðum.

Það eru fordæmi Kanaríeyja og Azoreyja, þar sem lögsagan og fiskistofnarnir eru ekki sameiginlegir með öðrum þjóðum.

Því er þessi málflutningur afar villandi.


mbl.is ESB myndi stjórna hafsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Harðarson

olli rehn stækkunarstjóri esb - sem talar örugglega ekki af neinu mútufé heimssýnar - sagði nýlega í moggaviðtali að umræddar undanþágur kæmu ekki til greina í tilviki íslands - og það hefur reyndar verið vitað lengi. pétur eyrbekkingur rakti aftur á móti möltudæmið mjög vel og þar er alveg ljóst að yfirráðin yfir miðunum eru í brussel og ráðherraráðið getur hvenær sem tekið miðin þar til sameiginlegra nota allra esb - búa...

Bjarni Harðarson, 11.1.2009 kl. 20:47

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Kanaríeyjar og Azoreyjar hafa þessa stöðu vegna þess að efnahagsstig þar er miklum mun lakara en víðast hvar annars staðar innan Evrópusambandsins. Það myndi seint eiga við um Ísland eðli málsins samkvæmt.

Hjörtur J. Guðmundsson, 11.1.2009 kl. 20:59

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Gestur, nú ættuð þið ESB aðildarsinnar að kaupa einhvern mútuþægan útlending til að fegra fiskveiðistefnu ESB til að jafna metin.

Sigurður Þórðarson, 11.1.2009 kl. 21:20

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Ísland getur ekki fallið undir "útnára-undanþáguna" sem er í 349. grein Rómarsáttmálans. Bæði Azoreyjar og Kanaríeyjar eru meðal þeirra staða sem þar eru taldir upp.

Haraldur Hansson, 11.1.2009 kl. 21:25

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

ESB hefur engu að síður eyjarnar í hendi sér og getur breytt þessu þegar þeim sýnist á þess að eyjabúar verði spurðir.

Víðir Benediktsson, 11.1.2009 kl. 21:27

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hjörtur, finnst þér efnahagsstig Íslands vera svo glæsilegt. Þessi þjóðréttarfræðingur hefur sem sagt skautað fram hjá þessu og ekki viljað tjá sig um þau.

Sigurður. Ég vil komast að því hvað sé satt hjá báðum aðilum. Það gerum við með einum hætti. Með því að ganga til aðildarviðræðna.

Haraldur. Hefur þú kíkt á landakort? En að útúrsnúningum slepptum, þá er Ísland samt sannarlega útnári, en hvort ESB samþykki það komumst við bara að í aðildarviðræðum

Gestur Guðjónsson, 11.1.2009 kl. 21:48

7 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Víðir, það er ekki rétt ef slíkt ákvæði er sett inn í aðildarsamning.

Bjarni: Olli Rehn vill auðvitað ekki spila af sér öllum trompum strax. Þetta þarf einfaldlega að koma í ljós í aðildarviðræðum. Ef þetta er ekki tilfellið er málið fullkannað og þjóðin getur tekið afstöðu til þess á réttum forsendum. Það að vera á móti aðildarviðræðum er í raun andstaða við að ákvörðun um stöðu Íslands á alþjóðavettvangi eigi að taka á upplýstum grunni. Ef viðurkennt yrði í aðildarsamningi að Íslendingar hefðu full yfirráð á grundvelli stöðugra hlutfalla er ekki hægt að breyta því, þótt reglur um stöðug hlutföll innan ESB breyttust að öðru leiti. Það er því afar mikilvægt skilyrði fyrir aðild að fullyfirráð verði tryggð í aðildarsamningnum sjálfum.

Gestur Guðjónsson, 11.1.2009 kl. 21:57

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Fiskveiðar við Kanaríeyjar og Asoreyjar eru það litlar að þær skipta ESB engu máli.Ef þessi ESB umræða á að halda áfram af einhverju viti þá þurfa allir stjórnmálaflokkar að koma sér niður fastan punkt um það sem ekki verður látið af hendi og ef fyrir liggur að ESB geti ekki samþykkt það þá er óhætt að henda ESB út af borðinu.

Sigurgeir Jónsson, 11.1.2009 kl. 21:59

9 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sigurgeir. Nákvæmlega. Og að því verður ekki komist nema að fara í aðildarviðræður.

Gestur Guðjónsson, 11.1.2009 kl. 22:03

10 Smámynd: Haraldur Hansson

Gestur: Ég setti saman þessa færslu um sömu frétt. Neðst í henni birti ég fyrri hluta 349. greinar svo þú getur bara lesið sjálfur. (Seinni hlutinn eru formreglur, sem yfirleitt eru fremst í greinum, ásamt viðbótum sem ekki hafa tekið gildi.)

Haraldur Hansson, 11.1.2009 kl. 22:05

11 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ef við ákveðum að ganga ekki í sambandið þurfum við ekkert að velta þessum flækjum fyrir okkur. Enda ekkert að sækja þangað sem við getum ekki gert án þeirra svo þessi umræða er óþarfi.

Víðir Benediktsson, 11.1.2009 kl. 22:55

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er náttúrulega ekki rétt hjá Hirti að Azores og fleiri svæði hafi sérstaka stöðu eingöngu vegna efnahagsstigs.

Það eru fleiri þættir sem spila inní svo sem: "economic dependence on a few products"

 Eg gæti alveg eins sagt að ísland væri akkurat sambærilegt vegna þessarar setningar.

Annars þarf enga undanþágu.  Bara Grýla sem notuð er og eg held helst að Davíð Oddsson hafi búið til þessa Grýlu - eða allavega komið henni uppá þann stall sem hún hefur í huga sumra íslendinga.

Það þarf enga helv. undanþágu frá sjávarútvegsstefnu esb. Punktur og basta.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.1.2009 kl. 22:58

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og Hjörtur, fyrst þú ert þarna: Hvernig er sagan af því þegar esb skipaði svíum að veiða þorsk í Eystrasaltinu ?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.1.2009 kl. 23:05

14 Smámynd: Muddur

Hvað í ósköpunum halda ESB sinnar að Evrópusambandið vilji með okkur? ESB er ekki góðgerðarstofnun sem sækist í að vera vinur okkar og jafningi. ESB er ekkert nema sykurhúðaður draumur hitlers, um sameinaða Evrópu að rætast. Sovétríki Evrópu, þar sem allir gangast undir sömu stjórnarskrá, lög, framkvæmdavald og dómstóla. Hvert og eitt aðildarríki hefur sífellt minni völd yfir eigin málefnum með hverri reglugerðinni og tilskipuninni sem sett er af sífellt kræfari og valdagráðugri stjórnmálamönnum í Brussel. ESB er ekki jafnréttisgrundvöllur heldur leikvöllur stóru og fjölmennu þjóðanna (aðallega Þýskalands og Frakklands) þar sem þau ráða mestu og geta því haft mest áhrif á það hvaða reglur eru settar eða breytt. Einhver smáríki útí ballarhafi eins og Ísland fá engu ráðið (við fengjum ca. 4 fulltrúa af um 800 á Evrópuþinginu (miðað við höfðatölu, Malta er með 4 eða 5 fulltrúa og þeir eru um 400.000. Semsagt ef við færum í sambandið, gegn einhverjum hálfloforðum um friðhelgi fiskimiðanna okkar, fengjum við engu um það ráðið ÞEGAR (ekki ef) að því kemur að hagur meirihlutans er látinn ráða og fiskveiðistjórnin algerlega tekin af Íslandi.

Ég er algerlega á þeirri skoðun að ESB er einungis að sækjast eftir fiskinum okkar og svo auðvitað hreinu orkunni, því það myndi koma sér vel fyrir Þýskaland og Frakkland að losna við eitthvað af mengandi iðnaði af fína landinu sínu og setja það hingað. Með inngöngu í ESB erum við að setja öll völd til Brussel, og þá meina ég öll. Þar með talið stjórn efnahags-, umhverfis-, iðnaðar-, sjávarútvegs-, dóms-, menntamála-, samgöngu- og landbúnaðarmála. Semsagt við munum tapa öllu því sem Jón Sigurðsson og allar okkar helstu hetjur börðust fyrir. Á að fórna því öllu, bara vegna þess að okkur gengur ekki alltof vel í dag?

Auðvitað þarf breytingar. Það þarf að stokka upp á Alþingi og í ríkisstjórn. Það þarf að taka til í Seðlabankanum og öllum helstu eftirlitsstofnunum á sviði efnahagsmála. Vissulega þarf að skoða af alvöru nýjan kost í stað krónunnar. En af hverju á bara að skoða Evruna og ESB? Af hverju ekki að skoða AF ALVÖRU aðra kosti, því það er alveg á hreinu að ef við setjum einhvern kraft í að t.d. tala við Norðmenn eða Bandaríkin, nú eða jafnvel Sviss, þá gætum við hugsanlega komist að einhverri sómasamlegri niðurstöðu. Staðreyndin er bara sú að þetta hefur ekkert verið skoðað, ekki nema bara einhver smá athugun sem framsóknarmenn fóru í um daginn. Við skulum skoða alla aðra kosti áður en við hendum burt sjálfstæðinu sem við fengum loks fyrir 65 árum eftir árhundruða kúgun og ofríki annarra þjóða.

Muddur, 11.1.2009 kl. 23:35

15 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ef við ætlum að fá sömu undanþágur og Azore Eyjar og Kanarí þá þurfum við að skilgreina okkur sem nýlenda evrópuríkis, utan Evrópu. erum við utan evrópu og erum við nýlenda evrópuríkis?

Fannar frá Rifi, 12.1.2009 kl. 00:44

16 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Azoreyjar eru í Evrópu, vestasti hluti Evrópu og ekki meiri nýlenda en Vestmannaeyjar. Ætli samgöngur þangað séu ekki bara betri en til Eyja?

Gestur Guðjónsson, 12.1.2009 kl. 00:45

17 Smámynd: Haraldur Hansson

Gestur, athugaðu að eitt af þeim atriðum sem setur Azoreyjar, Madeira og Kanaríeyjar í "útnára" flokkinn er fjarlægðin frá "móðurlandinu". Madeira er í 860 km fjarlægt frá Lissabon, fjarlægð hinna er enn meiri. Hér eru menn að gæla við að gera jarðgöng til Eyja.

Annar er þessi þráður bara orðinn nokkuð skemmtilegur.

Haraldur Hansson, 12.1.2009 kl. 01:06

18 Smámynd: Víðir Benediktsson

Jón Frímann, hvar í veröldinni lærðirðu þetta orð "rökvilla"? Færðu aldrei á tilfinninguna að þú sért að ofnota það? Ef þú ert svo sannfærður um að hamingjan sé fólgin í ESB, því í ósköpunum flytur þú ekki þangað? Ef ég væri jafn sannfærður og þú væri ég löngu farinn.

Víðir Benediktsson, 12.1.2009 kl. 01:17

19 Smámynd: Muddur

Hvernig er það rökvilla að segja að tveir hlutir séu eins eða mjög líkir? Ég segi hvergi í mínum pistli að Evrópusambandið sé það sama Hitler og ESB sinnar séu því nasistar eða þvíumlíkt. Það sem ég er að benda á með þessarri samlíkingu er að þessi draumur Brusselmanna um "ein reich" Evrópu, þar sem allar þjóðir eru ofurseldar undir sama vald og eru undir einum fána er nákvæmlega sami draumur og Hitler hafði að leiðarljósi. Samlíkingin nær einungis til þessa atriðis, en ekki til geðveikislegra hugsjóna nasismans eða gyðingahaturs.

Og þegar talað er um að við séum með svo mikla sérstöðu hér og því munum við örugglega halda okkar stöðu innan ESB og vera sterk er bara draumsýn. Því það er staðreynd að ef ráðamenn innan ESB vilja breyta einhverjum reglum þá gera þeir það með nokkrum pennastrikum. Maður sér nú bara hvernig farið var með stjórnarskrá ESB hér um árið, en stjórnarskrár einstakra ríkja kváðu á um að nýja stjórnarskrá þyrfti að bera undir þjóðaratkvæði. Það var gert og Frakkar (ein meginstoð ESB!) og Hollendingar felldu hana. Í krafti ESB lýðræðisins ákváðu ráðamenn að setja stjórnarskrána aftur fram nokkru síðar með örlitlum breytingum og breyta nafninu í "Lissabon-sáttmálann" í stað "stjórnarskrár" til þess að komast framhjá þjóðaratkvæðagreiðslum. Reyndar strandaði Lissabon sáttmálinn á Írum, vegna þess að Brusselmenn náðu ekki með klækjum sínum að komast framhjá þjóðaratkvæðagreiðslu þar, og var sáttmálinn felldur. Ekki dóu Brusselmenn ráðalausir því nú eiga Írar að kjósa aftur, og aftur og aftur eða þar til þeir sjá að sér og kjósa rétt. Jafnvel var talað um að breyta reglum þannig að ekki þurfi öll ríki að samþykkja sáttmálann til að hann taki gildi.

Þetta dæmi er lýðræði og heiðarleiki Brusselmanna í hnotskurn. Ekki reyna að halda því fram að þeir geti ekki farið framhjá einhverjum fyrirheitum um aðskilda fiskistofna og orkuauðlindir ef þeim sýnist. Þeir gera það sem þeim sýnist og við getum ekkert sagt. Enda munum við ekki geta bakkað útúr ESB frekar en önnur ríki sem þar eru inni.

Muddur, 12.1.2009 kl. 01:49

20 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Ég veit nú ekki mikið um fiska ...  en ferðast þeir ekki um sjóinn? og þar með út fyrir okkar landhelgi þar sem þeir eru samnýttir af öðrum þjóðum?

Annars er ekkert að því og sannarlega engin rökvilla að líkja Hitler's Third Reich við ESB,  munurinn er einfaldlega sá að Hitler vildi gera það með valdi en peyjarnir í ESB vilja gera það með pólitík.  Hvernig sem þú horfir á það þá snýst þetta um það sama,  að koma Evrópa undir sama hattinn og það í sjálfu sér er ekkert nýtt á nálinni og má þar nefna Ottoman heimsveldið sem náði hluta af evrópu á sitt vald, Rómverska heimsveldið sem gerði slíkt hið sama, og Hið Heilaga Rómverska Heimsveldi (Holy Roman Empire), ekki gleyma gömlu Frökkunum sem stækkuðu ágætlega við sig á sínum tíma og einhver fleiri. 

Margir hafa viljað sameina Evrópu, og fáum hefur tekist það.

Hvað ESB aðild varðar þá höfum við ekkert að gera við hana,  Ástandið er slæmt en við höfum séð það svartara, eða réttarasagt þá hafa margir af þeim eldri séð það svartara ..  flest ungmenni hafa hinsvegar ekki séð það svartara og finnst heimurinn vera að enda því það fær ekki ódýr neyslulán einsog þau gerðu hér áður fyrr.

Jóhannes H. Laxdal, 12.1.2009 kl. 03:16

21 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ég hef marg oft sýnt fram á að þetta snýst ekki um undanþágur heldur að eigin forsendur og grunnreglur ESB eru okkar beittustu vopn.

Fari ESB strangt eftir þeim yrði að hafa séstaka stjórn á íslandsmiðum eins og Miðjarðarhafsráð fer með stjórn fiskveiða á Miðjarðar hafi.

Sjá blogg hér:

Eigin reglur og rök ESB eru okkar beittustu vopn

Helgi Jóhann Hauksson, 12.1.2009 kl. 10:45

22 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Eyjur og lendur í eigu og undir yfirráðum ESB-landa sem ekki eru felld undir sameiginlegu fiskveiðistefnuna er langur listi. Forsenda fiskveiðistefnunnar er að: „sameiginlegur vandi krefst sameignlegra lausna“ og var þá vísað til þess að fiskistofnar virtu ekki landamæri og lögsögumörk og margar þjóðir veiddu allar úr sömu stofnum á Norðursjó og í kringum Bretland.

„Sérstakar aðstæður krefjast sérstakra lausna“ sögðu menn um innhafði Miðjarðarhafið og sett þar upp allt annað kerfi með svæðisstjórn þ.e. Miðjarðarhafsráð.

- Og vísa þar einnig til „nálægðarreglunnar“ um að sérhvern vanda ber „að leysa sem næst vettvangi“.

Sé farið eftir reglum ESB ætti því að hafa svæðisstjórn hér þar sem hér „er ekki sameiginlegur vandi“ heldur „sérstakur vandi“ sem snertir ekki hin ESB-ríkin, og eftir „nálægðarreglunni“ ber að leysa hann sem næst vettvangi það er hér. - Sjá

Eigin reglur og rök ESB eru okkar beittustu vopn

Helgi Jóhann Hauksson, 12.1.2009 kl. 10:55

23 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Nú erum við Íslendingar búnir að eyða mörgum árum og mikilli orku í að ræða það hvernig samning við munum hugsanlega fá hjá ESB. Þar sýnist sitt hverjum.

Aðeins ein leið er til að komast að því. Það er að sækja um og sjá hvernig samning við náum.

Ef við gerum það ekki þá getum við haldið því áfram um ókomin ár að spá og spekúlera, hver með sínu nefi hvernig slíkur samningur gæti orðið.

Við eigum einfaldlega að sækja um og taka þráðinn aftur upp í þessari umræðu þegar við vitum hvernig samningurinn er. Þá yrði vit í þessa umræðu og við getum metið samninginn kosti hans og galla.

Það yrði án efa alvöru umræða og ég spái því að sú umræða muni að miklu leiti fara fram á netinu og niðurstaðan muni ráðast af því hvað "netheimum" muni finnast um þann samning.

Þessar getspár hér að ofan eru samt skemmtilegar en þær skila okkur engu. Sammála?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.1.2009 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband