Múrarnir falla - mbl.is í feluleik

Það að þessi stórfrétt, að fyrirtæki sem eiginkona fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins sat í um tíma, hafi styrkt Sjálfstæðisflokkinn um 30 milljónir króna skuli ekki sett á forsíðu mbl.is, heldur sett beint niður í "innlendar" fréttalistann er afar ótraustvekjandi fyrir fréttamiðilinn og vekur með manni grunsemdir um að fréttamatið sé ekki hlutlaust.

Sömuleiðis hlýtur þessi frétt að vekja með manni spurningar um hversu hlutlaus ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi verið í sínum ákvörðunum í aðdraganda hrunsins í þessu ljósi.

Nú verður áhugavert að fylgjast með því hvaða önnur fyrirtæki hafa styrkt Sjálfstæðisflokkinn og aðra flokka, fyrst svona reikningar eru farnir að leka í fjölmiðla.

Uppfært kl 19:38: Nú hefur fréttin verið sett upp á forsíðu mbl.is - eðlilega


mbl.is 30 milljóna styrkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gestur Inga Jóna var kosin í stjórn FL Group í mars 2005, og sagði sig úr þeirri stjórn í byrjun júní 2005 með hvelli ef ég man rétt. Þar sem hún gagnrýndi stjórnunrahætti harðlega. Er þá líklegt að FL Group hafi greitt 30 milljónir í sjóði Sjálfstæðisflokksins.

Það að trúa slíku, án þess að það hafi verið staðfest, lýsir fyrst og fremst innræti.

Það er einn flokkur sem hefur fengið hvað mesta gagnrýni fyrir spillingu, varðandi fjármál og fyrirgreiðslu. Ég hef ekki tekið undir þá gagnrýni, það eru nægir sem sjá um það.

Sigurður Þorsteinsson, 7.4.2009 kl. 21:10

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Góður, Sigurður. Maður kemur ekki að tómum kofunum hjá þér.

Emil Örn Kristjánsson, 7.4.2009 kl. 23:56

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Inga Jóna hefur ekkert sagt efnislega um af hverju hún hætti í stjórn FL. Af hverju ætli það sé?

Gestur Guðjónsson, 8.4.2009 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband