Er íhaldið óvant málefnaumræðu?

Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarnar kosningabaráttur keyrt grimmt á ímynd, en ekki komið fram með beinar tillögur, en hafa verið ófeimnir við að gagnrýna tillögur annarra.

Nú er íhaldið upp við vegg og þurfa að koma með beinar tillögur. Það virðast það ekki kunna, samanber tillöguna um einhliða upptöku Evru. Það er nú það minnsta að kanna í það minnsta örlítið raunsæi í þeim tillögum sem settar eru fram. Eitt til tvö símtöl hefðu dugað.

En nei. Þeir fá á sig háðuglega gagnrýni og viðbrögðin.

Auðvitað fer Björn Bjarnason og Sjálfstæðisflokkurinn í fýlu. Hvað annað?


mbl.is ESB blandar sér í kosningabaráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er Bjarni Benediktsson ekki óskabarn okkar sem viljum tala um Sjálfstæðisflokkinn sem sára og skelfilega minningu?

Þessi maður er eini maðurinn sem ég treysti fullkomlega til að tortíma Flokknum sem valkosti í stjórnsýslu Íslands. Og ég gleðst yfir byrjuninni.

Árni Gunnarsson, 21.4.2009 kl. 19:11

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Er eitthvað að því að kanna þá möguleika að  Íslendingar fái að taka upp evru samhliða því að ganga í ESB.Mér finnst ástæðulaust að fordæma allar slíkar hugmyndir.Ef farið verður í aðildarviðræður hljóta slíkar hugmyndir að vera efstar á blaði.Kosningabarátta Framsóknarflokksins er á villigötum.

Sigurgeir Jónsson, 22.4.2009 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband