Minnihlutastjórn í undirbúningi

Áttaði mig ekki á því fyrr en núna, en Samfylkingin og Vinstri græn hafa minnihluta greiddra atkvæða á bakvið sig, eða 49,7% og eru því minnihlutastjórn, þótt þau hefðu meirihluta þingmanna á bakvið sig, 34, til að byrja með í það minnsta.

SOB hefði nákvæmlega helming greiddra atkvæða en samt bara 33 þingmenn.

Bónusstjórnin (D og S) hefði 51,6% greiddra atkvæða á bakvið sig og 36 þingmenn.

VDO hefði 50,8% og 34 þingmenn

Þannig er nú þetta...


mbl.is Hlé á viðræðum í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Ert ekki aðeins að ruglast!

Þótt þetta sé veik stjórn - þá held ég hún hafi meirihluta á bak við sig 51,45% ef marka má eftirfarandi töflu á kosning.is :

FlokkurAtkvæðiHlutfallÞingmenn
BFramsóknarflokkur

27699

14,80%

9

DSjálfstæðisflokkur

44369

23,70%

16

FFrjálslyndi flokkurinn

4148

2,22%

0

OBorgarahreyfingin

 13519

 7,22%

4

PLýðræðishreyfingin

1107

0,59%

0

SSamfylkingin

55758

29,79%

20

VVinstrihreyfingin - grænt framboð

40580

21,68%

14

Hallur Magnússon, 2.5.2009 kl. 00:02

2 Smámynd: Jón Daníelsson

Geri ráð fyrir að þú hafir reiknað hér auð og ógild atkvæði með, Gestur, og þannig fengið þessar tölur. Í rauninni gætum svo líka tekið með í reikninginn alla þá sem sátu heima. Þá fyrst yrði nú snúið að mynda "meirihlutastjórn"

Jón Daníelsson, 2.5.2009 kl. 00:26

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Einmitt Jón. Það voru margir, sérstaklega fyrrum kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem skiluðu auðu. Í því felast skýr skilaboð að auðir og ógildir séu 3,5% greiddra atkvæða.

Gestur Guðjónsson, 2.5.2009 kl. 00:30

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

George Bush var líka forseti með minnihluta atkvæði. Sjáið bara hvernig það gekk. Ekki gott fyrir lýðræðið!

Guðmundur St Ragnarsson, 2.5.2009 kl. 00:54

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fólk vinnur sig út úr sorginni eftir ýmsum leiðum Gestur.

Þín er ekki verri en hver önnur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.5.2009 kl. 02:16

6 identicon

Gestur, hvað fékstu í reikningi?

Valsól (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 08:19

7 Smámynd: Oddur Helgi Halldórsson

Ertu hagfræðingur Gestur?
Aðferðir þínar eru þær sömu. Þú velur þér útkomu og reiknar svo þangað til hún er orðin rétt!!

Oddur Helgi Halldórsson, 2.5.2009 kl. 09:52

8 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Jenný, það er engin sorg hjá mér, ég er kátur.

Valsól, hef alltaf verið mjög góður í reikningi.

Oddur, ég er verkfræðingur

Gestur Guðjónsson, 2.5.2009 kl. 10:10

9 Smámynd: Agnar Bragi

Ef atkvæði Frjálslyndra og Lýðræðishreyfingar eru talin með auk auðra/ógildra seðla, þá er ríkisstjórnin með MINNIHLUTA atkvæða eða einungis 49,7% ....en 54% þingmanna.

Þarna er ekki reiknað með fólki sem sat heima heldur einungis þeim sem mættu á kjörstað og tjáðu vilja sinn í kosningunum.

Svo má einnig benda á að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur græða vel á kosningakerfinu og eru með mun færri atkvæði á bak við hvern þingmann heldur en Framsókn... þannig er það nú bara og engar skrýtnar reiknikúnstir þarf til... bara grunnskólastærðfræðina kæru kratar :)

Agnar Bragi, 2.5.2009 kl. 10:47

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ef af þessari vinstristjórn verður og SF sem er í dag einsmálsflokkur selur það mál fyrir ráðherrastólna er fullvíst að fylgið við Sjálfstæðisflokkinn getur ekkert annað en farið beint upp á við.

Óðinn Þórisson, 2.5.2009 kl. 11:43

11 Smámynd: Jón Þorbjörn Hilmarsson

Alveg yndislega íslensk umræða

Maðurinn sagði: „minnihluta greiddra atkvæða“

Lykilorðið var greitt atkvæði, og niðurstaðan í upphafi rétt. „Autt“ atkvæði er greitt atkvæði eða hvað? Lesa fyrst, skilja svo og ráðast ekki á athugasemdina fyrr

En það plagar mig ekki að vinstri stjórn sé með svokallaðan „minnihluta“, þetta er lögleg niðurstaða og ekkert við því að segja eða gera. Auð og dauð atkvæði er einfaldlega ekki hægt að túlka, en.... Mér finnst pælingin samt áhugaverð og ekki síður fyrir þá sem skiluðu auðu. Áhrifin eru komin fram og eru umtalsverð.

Leitt að Gestur skuli ekki fá að hafa „sína“ skoðun, en samkvæmt þessu er það trúlega ólögleglegt ef marka má ummælin hér að ofan. Sorglegt og segir meira um mælandann.

Jón Hilmarsson

Jón Þorbjörn Hilmarsson, 2.5.2009 kl. 12:20

12 Smámynd: Heimir Tómasson

Einstaklingskosningar ..... fyrr gerist ekkert af viti þarna.

Heimir Tómasson, 3.5.2009 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband