Ónýttir möguleikar hjá AGS

Þegar ráðherrar, ráðgjafar þeirra og köngulærnar í spunadeildunum Samfylkingar og VG hræða okkur með þeim vaxtakostnaði og vaxtabyrði vegna þeirra lána sem okkur Íslendingum stendur til boða, sem afsökun fyrir skattahækkunum, opinbera þau um leið þröngsýni sína og þekkingarskort á viðfangsefnunum.

Við þurfum nefnilega ekki að bera allan þennan vaxtakostnað.

- Ef menn ynnu vinnuna sína með opnum hug.

AGS kynnti nefnilega í mars til leiks nýja kosti í lánveitingum sem ríkisstjórnin hefur ekki nýtt sér, lánalínur.

Lánalínur sem í orðfæri okkar almennings heitir yfirdráttarheimild og ríkisstjórnin á undir eins að nýta sér, breyta efnahagsáætluninni í samræmi og vinna málið þaðan. Þannig spörum við milljarða í vaxtakostnað og verkefnið verður allt mun viðráðanlegra.

En ráðherrarnir eru of uppteknir í krampakenndu dauðastríði þessarar ríkisstjórnar. Í því stríði hafa forystumenn hennar sett hausinn undir sig og hlaupa áfram, án þess að horfa til hægri né vinstri.

Engar nýjar lausnir eru velkomnar, hvorki norskar né alþjóðlegar, allt skal keyrt í gegn með hamagangi og látum af fullkominni þröngsýni, því í þeirra huga virðast allar breytingar á þeirri stefnu sem sett hefur verið, vera niðurlæging.

Það er ekkert annað en birtingarmynd algers skorts á sjálfstrausti.


mbl.is Engin viðskipti á millibankamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þegar endalaust er klifað á 100 milljarða vaxtabyrði á ári (ein Kárahnúkavirkjun ca.) þá fylgir aldrei sögunni af hverju þessir gríðarlegu vextir eru. Þaðer eðlilegt, því að þessi lán eru ekki tekin enn og ekki fyrir hendi. Þetta er því einskonar bölsýnisvæntingarvísitala, sem á sér enga stoð í raunveruleikanum.  Ég er alltaf jafn hissa á fjölmiðlamönnum að spyrja aldrei út í stærðir og tölur, sem hafðar eru í flimtingum.  Þetta er allt dregið upp úr einhverju hypothesískum hatti.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.10.2009 kl. 01:38

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Tvennt kemur upp í hugann.

Að ekki sé sama hvaðan gott kemur  eða hitt

Að öllum útgönguleiðum Íslendinga sé lokað til þess að reka þá inn í Evrópukrónna. 

 Gestur, ef til vill er ég ánægðari með  framtak ykkar framsóknarmanna en þú sjálfur, he he.

Sigurður Þórðarson, 13.10.2009 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband