Gleðitíðindi

Það að fá erlenda aðila að bankarekstri hér á landi eru ein þau mestu gleðitíðindi sem borist hafa um langa hríð af íslenskum efnahagsmálum.

Það má alltaf ræða um hversu stóran hlut ríkið hefði átt að eiga í bankanum, amk til að byrja með, hvort ríkið hefði ekki átt að eiga nægjanlegan hlut til að standa gegn "óæskilegum" breytingum að samþykktum.

En svo er spurningin hvort stjórnvöld hafi nokkura þá getu, innsýn og þor til að vera að standa í slíku.

Eins og staðan er nú, er ríkið bara með upplýsingafulltrúa fyrir sig í stjórninni, svipuð staða og hún var í þegar bankahrunið átti sér stað. Allt frumkvæði og aðgerðir í því kom frá Seðlabankanum. Hvort þær hafi verið til góðs eða ills, á tíminn eftir að leiða í ljós.


mbl.is Segir yfirtökuna betri kost
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband