Hvar er besta líknardeildin fyrir ríkissjóð?

Ef þessir samningar verða samþykktir og skuldbinding ríkissjóðs verður með þessum hætti er ljóst að þegar tap Seðlabankans og minnkaðar skattekjur bætast við, verður ríkissjóður greiðsluþrota innan skamms að maður tali nú ekki um ef neyðarlögin verða dæmd ómerk.

Stór erlend lán standa á gjalddaga 2011 og 2012 og í mörgum öðrum lánasamningum eru fyrirvarar um uppsögn, standi ýmis þau opinberu fyrirtæki ákveðið illa.

Þess vegna verðum við að spyrja okkur nýrrar spurningar.

Hvar er best fyrir okkur að vera þegar ríkissjóður verður greiðsluþrota?

  • Einangruð eftir uppsögn á AGS og í framhaldinu höfnun ESB á aðildarumsókn okkar?
  • Í samstarfi við eina eða fáar þjóðir eftir lánalínusamning við t.d. Norðmenn
  • Í samstarfi við AGS utan ESB?
  • Í samstarfi við AGS innan ESB?

Fram að samþykkt Icesave höfum við mikið fleiri valkosti, en eftir blasir þessi ömurlegi raunveruleiki við mér og út frá honum tel ég að umræðan eigi að vinna. Ekki einhverri draumsýn.

Við þurfum að fara að velja okkur líknardeild.


mbl.is 253 milljarða skuldbinding
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ísklafinn var bara punkturinn yfir iið.

Sigurður Þórðarson, 20.10.2009 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband