Það þarf kjark til þjóðarsáttar

Stöðugleikasáttmálinn, sem átti að vera hin nýja þjóðarsátt, svipuð þeirri sem aðilar vinnumarkaðarins gerðu á sínum tíma við ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, virðist á enda runninn vegna ósamstöðu og ákvarðanatökufælni ríkisstjórnarinnar.

Við Íslendingar höfum frá þjóðarsáttinni búið við samhentar ríkisstjórnir sem hafa talað einum rómi í flestum málum. Það er forsenda stjórnmálalegs stöðugleika sem er aftur forsenda trúverðugleika, sem aftur er forsenda þess að aðilar þori að fjárfesta til framtíðar í atvinnutækjum hvers konar, sem aftur er forsenda hás atvinnustigs og verðmætasköpunnar sem er forsenda velmegunar í landinu.

Sá tími virðist því miður vera liðinn og er sorglegt að hlutunum skuli vera þannig fyrir komið að stjórnmálaflokkar eins og Framsókn og Sjálfstæðisflokkur geti ekki farið í nauðsynlegt frí frá stjórnartaumunum til hugmyndafræðilegrar endurnýjunar án þess að stjórnmálalegur glundroði skapist. Aðgerðaleysi og ákvarðanatökufælni ríkisstjórnarinnar hefur kostað þjóðarbúið miklar fjárhæðir og tíma og þá sannast hið fornkveðna, það veit enginn hvað átt hefur fyrr en misst hefur.


mbl.is Ekkert bólar á yfirlýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Núverandi ríkisstjórn tók við gjaldþrota búi. Fátt hefur komið gagnlegt úr búðum stjórnarandstöðunnar. Þú talar um samhentar ríkisstjórnir sem hafa talað einum rómi í flestum málum. Kvótakerfið, sem hafði brask í för með sér svo ekki sé minnst á bankana sem var skipt bróðurlega á milli flokksbræðra fyrrv. ríkisstjórnar. Miðað við þá erfiðu stöðu sem núverandi ríkisstjórn er í þá hefur þeim tekist þokkalega að hreinsa til eftir forvera sína.

Þráinn Jökull Elísson, 1.11.2009 kl. 05:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband