Engin ákvörðum er sú versta

Stöðugleiki er líklegast það verðmætasta sem rikisstjórnin getur gefið þjóð sinni.

Stöðugleiki þýðir að hægt er að taka ákvarðanir og ákvarðanir þýða framþróun, fjárfestingu, jákvæðni traust og neyslu. Allt grundvallaratriði og forsendur fyrir farsælli enduruppbyggingu samfélagsins.

Skattabreytingar til málamynda, til eins árs, þýðir að það verður enginn stöðugleiki. fólk veit ekki hvað býður þess, hvorki fyrirtæki né einstaklingar.

Þess vegna er það versta niðurstaðan að taka engar ákvarðanir, sem bráðabirgðaákvarðanir eru.

Þó þær hugmyndir sem lekið hafa út, líklegast vegna andstöðu einhverra stjórnarþingmanna, séu margar hverjar arfavitlausar, þá eru þær skárri en yfirlýstar bráðabirgðaákvarðanir.

Þær eru staðfesting á stjórnmálalegum óstöðugleika og það er það versta sem hver ríkisstjórn getur gefið þjóð sinni.


mbl.is Áfram rætt um skattamálin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

Klanið burt.

Íslendingar, í dag föstudag 13.11.2009, kl 12:00 tökum við mótmælastöðu fyrir utan Félagsmálaráðuneytið Tryggvagötu, Hafnarhúsinu. Mætum öll. 

Klanið burt

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 13.11.2009 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband