Slow Down stjórnin handsöluð? - Er Egill hræddur við Jón?

Mælingin staðfestir stöðu flokkana eins og hún var þegar hún var tekin og í ágætu samræmi við Capacent Gallup mælingarnar, en þær voru að sýna svipaða niðurstöðu á þeim tíma, en nú virðist fólk vera að ákveða sig og þá breytist fylgið.

kl 23:38 Var beðinn um að bæta inn útskýringum á þessari fullyrðingu sýni það hér. Sýni niðurstöðu mv mælingardagana.

Skoðanakannanir undanfarið

Í kappræðum kvöldsins kom Egill Helgason upp um skoðun sýnar á stjórnmálamönnunum. Hann leyfði Jóni Sigurðssyni, formanni Framsóknar aldrei að svara án þess að hann gjammaði fram í, ekki einu sinni. Allir hinir fengu að svara spurningum hans án þess að hann gjammaði inn í, Ómar gat ekki hamið sig, en hin fengu að svara óáreitt.

Einn á einn hlutinn var flottur. Allir stjórnmálamenn fengu að sýna sitt rétta andlit, fengu erfiðar spurningar. Guðjón Arnar var spurður um hvort hann hafi svindlað á kvótakerfinu. Hann mundi ekki til þess...

Álitsgjafahlutinn á ekki að eiga sér stað. Áhorfendur eiga að fá að mynda sér eigin skoðun án svona áhrifa...

En fréttir kvöldsins voru þær að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum, með því að segja að hún muni sætta sig við annað ráðherraembætti en forsætisráðherra í ríkisstjórn, en sem formaður næst stærsta flokksins er hún að segjast vilja í sæng með íhaldinu, en spá um hana og fyrstu verk hennar eru útlistuð hér.


mbl.is Ríkisstjórnin fallin samkvæmt nýrri skoðanakönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Það þarf nú engan álitsgjafa til að segja manni að Jón Sigurðsson hefur álíka mikla útgeislun og ......, jæja ég sleppi því að segja það. Hann hefur allavega notalega fjarveru

Heimir Eyvindarson, 10.5.2007 kl. 00:09

2 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

heheh. Þetta er ein sniðugasta færsla sem ég lesið lengi.

Eggert Hjelm Herbertsson, 10.5.2007 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband