Íhaldsgrýlan í felum bakvið blæju velferðarstjórnarinnar

Það vekur athygli mína, þegar maður flettir blöðunum að þar sem flokkarnir eru allir spurðir sömu spurninga og stillt upp, að Sjálfstæðisflokkurinn svarar ekki. Má nefna nýjasta tölublað Grapevine,  Varaformannsspurningar DV í gær, undanflæmingur frambjóðenda í ýmsum málum og nú síðast spurningum Nátturuverndarsamtaka Íslands um stefnu flokksins í umhverfismálum.  

Það virðist vera meðvituð taktík hjá Sjálfstæðisflokknum að svara engu. Af hverju ætli það sé?

Er Sjálfstæðisflokkurinn að fela sig á bakvið blæju velferðarstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sem hafa aukið framlög til velferðar- heilbrigðis- og menntamála um 138,8 milljarða á síðasta kjörtímabili?

Það er ekki mikil hægristefna, heldur velferðarstefna í anda Framsóknar og því eðlilegt að þeir vísi til þess sem Framsókn hefur náð í gegn í samstarfinu og orði stefnuskrá sína þannig að þeir stæri sig af því sem gert hefur verið í stað þess að vísa til þess sem þeir ætla að beita sér fyrir á næsta kjörtímabili. Þeir hafa þeir hægra fylgið og vilja bæta við sig stuðning þeirra kjósenda sem aðhyllast velferð og skilgreina sig á miðjunni. Frjálshyggjupésarnir eru áberandi rólegir undir þessum málflutningi, þar sem þeir vita vel að íhaldsgrýlan er þarna blundandi undir blæjunni og mun koma sínum stefnumálum í framkvæmd ef samstarfsaðilinn gáir ekki að sér.

Það hentar ekki Sjálfstæðisflokknum að rætt sé um málefni, grunngildi og stefnur, enda fælir það hugsandi miðjukjósendur frá. Getur verið að hið lækkandi fylgi þeirra undanfarið og aukið fylgi Framsóknar sé merki um að stefnuleysi þeirra sé þegar farið að hafa áhrif á þennan hóp, sem sér glitta í íhaldsgrýluna þarna undir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Gildir  það ekki sama um framsóknarflokkinn?  Hvernig ættu menn að deila þessu niður? Sem fjölda þingmanna? Fjölda ráðherra? Eða á Framsóknarflokkurinn bara þetta?

Ég hélt að menn bæru bara sameiginlega ábyrgð á því sem ríkisstjórnin stendur fyrir. 

TómasHa, 10.5.2007 kl. 15:22

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Já, Framsókn og Íhaldið bera sameiginlega ábyrgð á verkum þessarar velferðarstjórnar. Það sem ég er að benda á að kosningabarátta sjálfstæðisflokksins snýr nánast eingöngu um að mæra sig af því sameiginlegum verkum flokkana, en nánast ekkert er talað um hvert flokkurinn stefnir og hvernig. Þeim liggur svo á að tala eingöngu um sjálfa sig og eigna sér öll verk ríkisstjórnarinnar að þeir gleyma mas að þeir eru ekki einir í borgarstjórn, sbr umhverfisstefnu flokksins.

Gestur Guðjónsson, 10.5.2007 kl. 16:53

3 Smámynd: E.Ólafsson

Já held að allir geta viðurkennt að þetta sé taktík Sjálfstæðisflokksins.  En það er ekki vafi fyrir mig hver taktík Framsóknarflokksins er.  Hann hefur sagt síðan 1995 þegar hann fékk 23,4% atkvæða og fór í samstarf við Sjálfstæðisflokksins, að flokkurinn muni ekki fara í ríkistjórnarsamstarf án þess að fá meiri stuðning almennings.  Enda fer fylgi hans minnkandi með hverju ári.   Flokkurinn segir hvað eftir annað og aldrei eins mikið eins og rétt fyrir kosningar, en flokkurinn vill aldrei og ég endurtek aldrei segja hvað flokkurinn þarf mikið fylgi í tölum til þess að fara í ríkisstjórn.  Hvað er málið er þetta svona afstætt hugtak að það er ekki hægt að segja einhverja tiltekna tölu.  Þetta er bara hræðsluáróður hjá flokknum.

E.Ólafsson, 10.5.2007 kl. 19:07

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Framsóknarflokkurinn hefur mátt þola grimmari árásir en mörg dæmi eru um allt þetta kjörtímabil. Þetta hefur nú ekki truflað mína sálarró vegna kærleika til hans á neina lund. Ótrúlega oft hef ég þó hlaupið á mig við að bera blak af þessum óvini mínum. Það hefur gerst þegar ég hef orðið vitni að svo óþverralegum svívirðingum sjalfstæðismanna í garð samstarfsflokksins og ráðherra hans að mér hefur ofboðið. Þar hefur allt verið notað og fæst sæmandi, þó aðeins sé höfðað til dómgreindar.

Þetta hefur stundum verið furðuleg lífsreynsla. Fátt yrði mér kærara en það að útreið ríkisstjórnarmeirihlutans yrði vond, veit þó að aldrei verður hún jafnslæm og óskir mínar standa til. Hitt þætti mér skelfilegt ef sjálfstæðismönnum tækist að draga til sín fylgi framsóknarmanna til að geta á eftir hælst um af öllu saman. En hýenan er hópdýr og öflug samkvæmt því.

Árni Gunnarsson, 10.5.2007 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband