Baugur markar þáttaskil í stjórnmálasögunni

Með auglýsingu sinni í Fréttablaðinu í morgun, þar sem Jóhannes Jónsson hvetur til að kjósendur kjósi Sjálfstæðisflokkinn og striki Björn Bjarnason út og makalausri útgáfu DV um daginn, er brotið blað í íslenskri stjórnmálasögu.

Baugur vill greinilega stjórn S og D, sem ég hef kallað Slow Down stjórnina en mun héðan í frá heita Baugsstjórnin. Baugur beitir nú afli sínu með áður óþekktum hætti og stefnir nú að því leynt og ljóst að eignast það síðasta sem þeir eiga ekki á Íslandi, ríkisstjórn Íslands. Minnir þetta mann á sögur af útgerðarmönnum sem hótuðu starfsmönnum sínum til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.

Ekki nóg með að Baugur hafi aðstoðað Samfylkinguna í síðustu kosningum með afnotum af Iðuhúsinu og þrálátur orðrómur er um að Baugur hafi aðstoðað Samfylkinguna með þeim hætti að flokkurinn eigi nú skuldlaust húsnæði á Hallveigarstíg, heldur stendur Baugur nú í virkri kosningabaráttu fyrir ríkisstjórn sinni með stuðningsyfirlýsingum við báða flokka.

Það er greinilegt að lög um fjárreiður stjórnmálaflokkanna eru að snúast upp í andhverfu sína með þessum aðgerðum, auglýsingum Framtíðarlandsins, einstaklinga fyrir VG og Öryrkjabandalagsins, eins og ég skrifaði reyndar um hér og taka þarf allan málaflokkinn til gagngerrar endurskoðunar

Svona yfirlýsingar hljóta að telja í samantekt Capacent Gallup, sem verður að taka saman óbeinar auglýsingar af þessu tagi eftir kosningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Þetta kallar á endurskoðun laga um fjárreiður stjórnmálaflokkana og auk þess að skýrt verði tekið fram í samkomulagi flokka á milli að auglýsingar fyrirtækja og félagasamtaka í þágu ákveðinna stjórnmálaafla telji með í auglýsingakostnaði þeirra. Ég efast annars um að hægt verði að hanka menn á þessu að þetta skiptið nema samkomulagið hafi verið þeim mun ítarlegra.

Kv 

Guðmundur Ragnar Björnsson, 11.5.2007 kl. 12:56

2 Smámynd: Stefán Jónsson

Magnað! Ég vissi ekki betur en að Sjálfstæðisflokkurinn og Baugur ættu í styrjöld. Þeim leiðist það greinilega ekki meira en svo, Baugsmönnum, að þeir vilja hafa Sjálfstæðisflokkinn áfram við völd. Ég segi nú bara, hver þarf óvini þegar hann á svona vini?

Stefán Jónsson, 11.5.2007 kl. 16:20

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Baugsveldið er laust við DO og vill Björn Bjarnason út, sem síðasta holdgerving hans fólks. Vilja sættast við Geir Haarde og fá að maka krókinn eins og kolkrabbinn forðum.

Gestur Guðjónsson, 11.5.2007 kl. 17:22

4 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Það er semsagt spilling allsstaðar nema í framsókn

Heimir Eyvindarson, 11.5.2007 kl. 20:19

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

það eru þín orð... ;)

Gestur Guðjónsson, 11.5.2007 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband