Helguvík skal það vera

Í ágætu viðtali í Markaðnum í dag, þar sem Geir H Haarde fór yfir stöðu efnahagsmála frá sínum sjónarhóli og lýsti sofandahætti ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, tók forsætisráðherra af öll tvímæli um forgangsröðun ríkisstjórnarinnar í iðnaðaruppbyggingu.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar mun beita sér fyrir því að bjarga Reykjanesbæ frá þroti.

  • Á kostnað Húsvíkinga.

Reykjanesbær er skuldugasta sveitarfélag landsins, ef langtímaleigusamningar og aðrar skuldbindingar eru reiknaðar á eðlilegan hátt.

Sjálfstæðismenn hafa stundað fimleikaæfingar með fasteignir sveitarfélagsins, þar sem þær eru seldar, metnar upp og endurleigðar eru rassvasakapítalismi af verstu sort og er Sjálfstæðismönnum nú loksins ljóst að feluleikurinn getur ekki haldið áfram án hjálpar.

Það er vonandi að Reykjanesbær nái að vaxa og dafna og styrkja rekstrargrundvöll sinn, minna væri það nú eftir fleirmilljarða ríkisaðstoð, en það er á engan hátt verjandi að það sé gert á kostnað landshluta þar sem fólksfækkun hefur verið viðvarandi, en fólksfjölgun hefur jú verið á Suðurnesjum undanfarin ár og atvinnustig þokkalegt

Ætli Reykjanesbær hefði fengið sömu meðhöndlun ef Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki í meirihluta þar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband