Kattarþvottur Samfylkingarinnar á erfiðum tímum

Í pistli á heimasíðu Samfylkingarinnar gerir Skúli Helgason, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar ámátlega tilraun til að þvo Samfylkingunnar af þeim afdrifaríku mistökum sem óskýrar yfirlýsingar stjórnmálamanna og embættismanna um fyrirætlanir íslenskra stjórnvalda um að standa við skyldur sínar gagnvart breskum innistæðueigendum og breska ríkisins.

Þessar óskýru yfirlýsingar notaði darling fjármálaráðherra og gordon brown í nauðvörn til að reyna að bjarga eigin skinni í aumingjaskap sínum.

Skúli skrifar:

"Þá er ljóst að yfirlýsingar Davíðs Oddssonar Seðlabankastjóra í Kastljósþætti á þriðjudagskvöld virkuðu sem olía á eldinn en þar gaf hann til kynna að erlendir lánadrottnar Landsbanka og Kaupþings myndu tapa lunganum af sínum kröfum.  Sjaldan hafa orð valdið jafnmiklum skaða í íslensku samfélagi en hann hleypur á þúsundum milljarða króna"

Reynir hann að koma allri sök á Davíð Oddsson, seðlabankastjóra.

Þarna er Samfylkingunni rétt lýst. Fer með sannleikann eins og henni sýnist og hleypur frá allri ábyrgð eftir því sem vinsældirnar liggja.

Skúli virðist alveg gleyma að halda því til haga að Össur Skarphéðinsson, starfandi leiðtogi Samfylkingarinnar og ráðherra í ríkisstjórn Íslands, reið á vaðið með yfirlýsingum í þessa veru, þegar hann segir að slá eigi varnarhring um Ísland og íslenska sparifjáreigendur.

"Þetta er það sem við verjum"

Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður og þar með starfandi formaður Samfylkingarinnar lýsir því svo yfir í dag að hann vilji reka seðlabankastjóra, en samt er því ekki fylgt eftir.

Ef taka á mark á stjórnmálaleiðtoga sem er í ríkisstjórn, þýðir ekki að gagga úti í horni, orðum verða að fylgja aðgerðir. Það er aftur á móti ekki gert.

Annað er lýðskrum af verstu sort, eins og þessi grein Skúla Helgasonar framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar er.


mbl.is Brown sendi Geir Haarde bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Einkavæðing bankanna voru ekki mistök, þótt auðvitað hafi verið gerð mistök.

Hins vegar eru viðbrögð þessarar ríkisstjórnar og Seðlabankans sem verða til þess að bankarnir fara á hausinn.

Gestur Guðjónsson, 10.10.2008 kl. 21:38

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sammála þér Gestur.

Kattarþvottur er rétta orðið, held að nær hefið verið fyrir Samfylkingamenn að setja það sem forsendu fyrir ríkisstjórnarsamstarfi upphaflega að Davíð Oddson gengi úr Sjálfstæðisflokknum.

Hamagangurinn og lætin gegn einum manni eru flokknum til skaða.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.10.2008 kl. 00:10

3 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Ómerkileg grein hjá Skúla.

Eyþór Laxdal Arnalds, 11.10.2008 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband