Hvað ætli sé að gerast?

Þetta verður einn sá áhugaverðasti blaðamannafundur sem maður hefur fylgst með lengi.

Ég er nokkuð sannfærður um að við erum að tala um að IMF sé að koma inn með Noreg sem meginlánveitanda. Hugsanlega einhverjar fleiri þjóðir með minna.

Á þann hátt tryggja Norðmenn eins og hægt er að við sækjum ekki um ESB aðild á undan þeim og ef við sæktum um á undan þeim, værum við í betri samningsstöðu gagnvart ESB og fengjum því betri samning.

Slæmur samningur okkar við ESB myndi stórskaða samningsstöðu þeirra ef við sæktum um á undan, á sama hátt og það myndi skaða samningsstöðu okkar að Norðmenn færu inn á undan okkur með slakan samning.

En hvor þjóðin sem yrði á undan, eru það gagnkvæmir hagsmunir þjóðanna að gengið yrði til samninganna í sem mestum styrk

Þess vegna eru þetta gagnkvæmir hagsmunir þessara þjóða að koma efnahagslífinu á Íslandi í gang á ný.


mbl.is Þingflokkar á fundum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband