Er Samfylkingin að liðast í sundur?

Það er eins og kosningabandalagið Samfylkingin hafi þegar liðast í sundur og fréttir af því að verið sé að yfirfara stjórnarsáttmálann gæti verið vísbending um að Ingibjörg Sólrún hafi viðurkennt það og ætli að endurnýja ríkisstjórnarsamstarfið á nýjum grunni, þá hugsanlega með einhvern hluta þingmanna kosningabandalagsins á bak við sig, enda leifir það vel af meirihlutanum að hún hefur efni á því.

Talsverður hluti þingmanna þess hefur á síðustu vikum hagað sér eins og þeir séu í stjórnarandstöðu og talað af algerri óábyrgð í hreinu vinsældakapphlaupi.

Alþýðubandalagshlutinn, með Össur Skarphéðinsson í forystu og Björgvin G Sigurðsson, valdamesta Alþýðubandalagsmann frá tímum Hannibals Valdimarssonar, sér við hlið, tekur undir með VG og fer í stjórnarandstöðu trekk í trekk. Nú síðast í þessu máli um loftrýmiseftirlit Breta.

Alþýðuflokkshluti Samfylkingarinnar og einhver hluti Kvennalistans gætu verið að koma út úr skápnum sem hreinir hægri kratar og vilja áframhaldandi stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Krötum hafa alltaf fundist ráðherrastólarnir þægilegir og þykir gott að sitja við kjötkatlana og ausa úr þeim til vina og vandamanna. Árásir Lúðvíks Bergvinssonar og ASÍ á Björgvin eru eitt dæmið um stríðið sem geisar þarna á milli.

Áhugaverðast verður að sjá hvernig Jóhanna Sigurðardóttir og Þjóðvaki muni taka þessu. Jóhanna sér fram á að fjöldi manns missi vinnuna og þurfi að taka á sig rýrð kjör og mun reiði fólks óneitanlega bitna einnig á henni, sem ráðherra félags- og tryggingamála. Það er örugglega freistandi fyrir hana að fara í stjórnarandstöðu á þessum tímum, til að byggja enn undir vinsældir sínar, hafandi komið miklu af sínum málum í framkvæmd, sem nú liggur fyrir að draga þurfi úr, vegna efnahagsástandsins, en á móti kemur að Ingibjörg Sólrún verður að hafa stuðning hennar til að halda meirihluta á þingi.

En eins og ríkisstjórnin er ekki að stjórna núna held ég að affarasælast væri að forsetinn myndi utanþingsstjórn sem starfaði fram að kosningum, sem haldnar yrðu um leið og verstu hríðinni slotar.


mbl.is Kyssir ekki á vönd kvalaranna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Það hefur ekki gerst síðan á viðreisnarárunum að Kratar hafa haldið trúnað í ríkistjórn þeir hafa komið að frá 1970 alltaf verið með hluta flokksins í stjórnarandstöðu og þetta er leikur sem hefur ekki gefist vel hjá þeim og flesta stjórnir sprungið af þeim sökum og þessi fer sömu leið verið viss. Ef stjórn ættlar að ná árangri þarf hún að vinna að heilindum öll. 

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 13.11.2008 kl. 14:14

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Jóhanna þarf að koma út úr skápnum, og svara hvort við eigum að liggja á hnjánum fyrir framan ESB.Össur, þótt hann sé félagi í Breska verkamannaflokknum, sá eini í Samfylkingunni sem hefur fordæmt af enhverjum krafti framferði Breta og ESB ríkjanna.Enda er hann farinn að kalla sig olíumálaráðherra.En trú hans á Ísland virðist vera fölskvalaus.Þannig að það er rétt hjá þér Gestur að samstaðan í Samfylkingunni er ekki eins mikil og áður og virðist kominn upp ágreiningur um ESB. En á sama tíma og sumt Samfylkingarfólk virðist vera að átta sig þá vilja sumir framsóknarmenn jafnvel æða beint af augum inn í ESB.Það verða ekki mörg atkvæðin sem það fólk fær í næstu kosningum, þegar mesta ESB æðið rennur af þjóðinni.  

Sigurgeir Jónsson, 13.11.2008 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband