Hvað breyttist, Ólafur F Magnússon?

Hinn 31. mars í fyrra hélt Ólafur F Magnússon, þá borgarstjóri, því fram að Framsókn drægi taum verktaka og bæri sök á því hvernig fyrir miðborginni væri komið.

Í framhaldinu tók Óskar Bergsson borgarfulltrúi málið upp í borgarstjórn og lýsti Ólafur F Magnússon því yfir aðspurður að hann ætti ekki við Óskar Bergsson í því sambandi. Í framhaldinu hittust Guðni Ágústsson, þá formaður Framsóknar, Óskar og Ólafur og eftir þann fund mærðu þeir allir drengskap og gæði hvers annars.

Eftir sátum við hinir 11.998 Framsóknarmennirnir undir ásökunum Ólafs F.

Í bréfi sem ég skrifaði honum fór ég fram á að hann svaraði mér hvort hann ætti við mig.

Ekkert svar hefur borist frá Ólafi F.

Nú ber svo við að þessi sami Ólafur F Magnússon, er kominn í krossferð gegn þeim sama Óskari Bergssyni, sem hann mærði svo mjög fyrir tæpu ári síðan, vegna mála sem voru til afgreiðslu löngu fyrir þann tíma.

Hvað hefur breyst Ólafur F, eða var ekkert að marka orð þín í apríl í fyrra?

Ef ekki, hvaða orð er þá að marka hjá þér?

Til að ég geti áttað mig betur, endilega gefðu mér merki, þegar taka á mark á þér.


mbl.is Krefur Óskar um svör varðandi Höfðatorg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

er ekki bara í góðu lagi að Ólafur djöflist aðeins - nú ef kemur í ljós að eðlileg vinnubrögð hafi verið stunduð þá er það bar gott mál - við viljum jú fá spillinguna í burt sé hún til staðar ekki satt

Jón Snæbjörnsson, 5.3.2009 kl. 15:37

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

En heldur þú Jón, að fjölmiðlar veiti þeim svörum sömu athygli og ávirðingum Ólafs?

Ég er hræddur um ekki og til þess er leikurinn gerður hjá Ólafi F, sem er svo langt niðri í sínu pólitíska starfi að lyktina leggur langa leið.

Gestur Guðjónsson, 5.3.2009 kl. 15:43

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

úúúff ja Gestur - verður kallinn ekki að fá að rótast - auðvitað eru svona hlutir hundleiðinlegir, held að ef ÓF leggur af stað í einhvern þá er hann eins og óhreinindi sem eru föst í tönnunum þe erfitt að losna við

Jón Snæbjörnsson, 5.3.2009 kl. 16:14

4 identicon

Vilja ekki allir að allt verði upp á borðum, eða er það misskilingur hjá mér að Framsókn séu í þeim hópi?

Valsól (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 16:54

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Fínt að hafa allt uppi á borðum, en þá er líka eðlilegt að það gildi um alla.

Gestur Guðjónsson, 5.3.2009 kl. 16:55

6 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Skrýtið að Vilhjálmur leyfi Ólafi F. að komast upp með  svona skrýtna hegðun í ræðustól. Það er allt í lagi að vera umburðarlyndur og þola alls konar fólk en þetta er því miður gengið langt út fyrir öll mörk hjá Ólafi F.  Hann skynjar það ekki sjálfur en því miður virðist Vilhjálmur fyrrum borgarstjóri ekki heldur skynja hvert hlutverk þess er sem stýrir fundum til að taka á vanda eins og þessum. Eða kannski passar það Sjálfstæðismönnum ágætlega að Ólafur F. í þessum gír núna?

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 5.3.2009 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband