Torlæsi Seðlabanka og fréttamanna á tillögur Framsóknar

Það er með ólíkindum hvernig fjallað er um þær einu tillögur sem fram hafa komið til að koma heimilum landsins til aðstoðar, hinar 18 tillögur Framsóknar.

Samfylkingin telur nóg að gert, vill hneppa sem stærstan hluta almennings í skuldafangelsi greiðsluaðlögunar, sem letur fólk fremur en hvetur til að leggja hart að sér við að koma undir sig fótunum og VG komu ekki með neitt í efnahagsmálum á sínum landsfundi.

Sú tillaga sem mesta umfjöllun hefur hlotið, að fella niður 20% íbúðaskulda heimilanna, og jafnsetja þau þar með stöðunni fyrir hrun, var sett fram með einni aukasetningu sem enginn virðist vilja lesa. Tillögur Framsóknar voru nefnilega settar fram með mögulegu hámarki.

Í því sambandi væri í mínum huga eðlilegt að miða við hóflegt húsnæði, sem skv skilgreiningu Íbúðalánasjóðs er um 24 milljónir, sem þýddi 4,8 milljóna hámarksniðurfellingu, 2,4 milljónir á einstakling.

Þess í stað velta fjölmiðlar og nú Seðlabankinn sér eingöngu upp úr þeim hópi sem einmitt fengi ekki fulla niðurfellingu, sökum upphæðar lánanna.

Þetta er ómerkilegur málflutningur og villandi og ekki Seðlabankanum sæmandi.


mbl.is Ójöfn dreifing skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Alltaf nýjar útfærslur á þessu hjá ykkur. En spurning hvað heldur þú að greiðslubirgði lækki mikið við lækkun höfustóls um 2,4 til 4 milljónir. Er ekki talað um að greiðslubirgði af hverri milljón í verðtryggðum lánum sé um 7 þúsund á mánuði. Þannig að þetta væri lækkun á greiðslubirgði upp á 14 til 24 þúsund. Heldur þú að það bjargi mörgum?

 Og af hverju á einstaklingur sem á "hóflegt" húsnæði að fá helmingi minni lækkun.?

Og það væri gaman að vita hversu miklu færri yrðu í verulegum mínus eftir þessa 20% lækkun höfuðstóls. Ekki víst að þeim hafi fækka svo mjög.

Væri ekki betra að stjórnvöld einbeittu sé að því að hjálpa þeim verststöddu þanni þeir kæmustu út úr þessu. Flatir skatta, flöt niðurfelling og þessháttar hefur alltaf komið illa út fyrir þá sem lægst standa.

Bendi á áhugaverða Þólinds  Kjartanssonar um þetta mál síðna fyrr í mánuðnum.

Hún byrjar svona:

Ég velti fyrir mér hvaða viðtökur sú hugmynd gæti fengið að lofa því að allir Íslendingar fái senda milljón krónur í beinhörðum peningum ef tiltekinn flokkur kæmist til valda? Vissulega yrðu fáir til að slá hendinni á móti slíku, en sem betur fer er líklegt að flestir átti sig á að slíkar töfralausnir eru skammgóður vermir.

Og hér má sjá restina

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.3.2009 kl. 12:33

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Vildi svo sannarlega að þetta hefði verið hugmynd sem gengi upp í raunveruleikanum. Af hverju endurskoða ekki Framsóknarmenn þessa tillögu og leggja fram slípaðri útgáfu ?

Finnur Bárðarson, 30.3.2009 kl. 13:08

3 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Það er marg búið að sýna fram á að þessi tillaga gengur vel upp. Ég vildi óska að Sjálfstæðismenn hefði komið þessari tillögu á fram færi og að ríkisstjórn Geirs H. Haarde hefði framkvæmt hana. En sú ríkisstjórn hafnaði henni og má hallmæla henni fyrir það.

Seðlabankinn komst að þeirri niðurstöðu að það væri óhagkvæmt að fella niður skuldir. Ég veit ekki í hvaða heimi Seðlabankinn lifir en það er þá einhver skrýtinn heimur þar sem að skuldaniðurfelling getur verið á einhvern skrýtinn hátt hagkvæm. 

Fyrir okkur blasir við gríðarlegt vandamál sem að getur hæglega sökkt heimilunum í landinu og ef ekki mjög mörgum fyrirtækjum líka. Kostnaðurinn við það er örugglega meiri heldur en þessir 900 milljarðar sem að stærstu klámkóngarnir hafa verið að tala um. Það að lýsa yfir óhagkvæmni og eins og Jóhanan orðaði það eignartilfærslu eru bara að lýsa því yfir að þeir hafa ekki þekkingu á vandamálinu. Seðlabankinn sjálfur benti á hvað vandamálið væri stórt, þegar hann gaf út skýrslu um að því sem næst 15 þúsund heimili væru í raun gjaldþrota. 

Grunnurinn að tillögunni byggir á því að þegar að nýju bankarnir voru stofnaðir þá var búið til svigrúm fyrir skuldaniðurfellinguna, vegna þess að nýju bankarnir fengu lánin á 50% afslætti. Við sem að styðjum þessa tillögu viljum nýta þetta svigrúm til þess að fleyta sem flestum heimilum í landinu gegnum kreppuna. Hvað íbúðarlánasjóð varðar þá yrði ríkið einfaldlega að endurfjármagna sjóðinn um 20%. Það kostar mikla peninga en er samt brot í hafið miðað við það ef að 15 þúsund fjölskyldur verða gerðar gjaldþrota.

Jóhann Pétur Pétursson, 30.3.2009 kl. 13:28

4 Smámynd: Offari

Ég tel að þessar tilögur framsóknarflokksins vera nauðsynlegar. Ég hefði viljað ganga lengra gagnvart heimilum (30-40%) og færa fyritækin í skilanefndir. En sú leið er hinsvegar erfiðari og flóknari en flatur 20% niðurskurður.

Hlutirnir þurfa ekkert að vera flóknir til þess að ganga upp. Oft reynast einfaldar lausnir einfaldlega bestu lausnirnar. Það er hægt að finna þessari tilögu margt til foráttu þar sem þeir sem skulda meira fái meiri afslátt. En staðreyndin er hinsvegar sú að þeir sem skulda meira eri í verri málum en þeir sem skulda lítið.

Ég hef hinsvegar heldur ekkert á mót flatri 4 miljón króna aðferðini því þá verð ég líklega rúmlega skuldlaus. En ég tel að 20% leiðin komi fleirum til bjargar.

Offari, 31.3.2009 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband