Aðalritari Vinstri Grænna opnar hug sinn

Það er áhugavert að sjá hvað fangar athygli vinkonu minnar Sóleyjar Tómasdóttur, ritara VG, þegar hún ákveður að fjalla eilítið um Framsókn á bloggi sínu.

Hún er ekkert upptekin af málefnaáherslum flokksins, tillögum hans til lausna á þeim vanda sem steðja að þjóðinni eða þá glæsilegu frambjóðendur sem prýða lista flokksins.

Nei.

Hún fjallar um hin ýmsu kosningamerki sem flokkurinn hefur notað í gegnum tíðina og hneykslast á því að við skulum voga okkur að vera með mismunandi útlit á kynningarefni flokksins milli kosninga.

Með þessu opinberar hún tvennt.

Áhuginn er á útliti, ekki innihaldi. Eins er hún andstæðingur framþróunar og nýsköpunar.

Sóley gleymir að merki Framsóknar hefur ekkert breyst um langa hríð, en það er kannski fram á of mikið farið að hún haldi því til haga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Gústafsson

Ég var að lesa það sem hún skrifaði og fæ ekki betur séð en þetta séu skemmtilegar pælingar. Merkin ykkar eru vel hönnuð og margvísleg og þið skiptið reglulega. Það leiðir náttúrulega hugann að því að hvort ,,þið" leggið meiri áherslu á slíkt en innihald bæklinganna sem þau prýða.

Ekkert að því að pæla í þessu.

Gústaf Gústafsson, 1.4.2009 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband