Viðræður við ESB og stöðugleikasamningur

Staða íslensku krónunnar og íslensks efnahagslífs kalla á tafarlaus viðbrögð.  Með aðildarumsókn til ESB er mörkuð stefna í efnahags- og peningamálum sem líkleg er til til að auka hér stöðugleika. Til að tryggja þann stöðugleika í sessi er mikilvægt að í viðræðuáætlun Íslendinga og ESB sé í upphafi gert ráð fyrir stöðugleikasamningi við Seðlabanka Evrópu og aðild að ERM2, sem er skilgreint aðlögunarferli þeirra myntsvæða sem stefna að upptöku Evru.  En þannig fær íslenska krónan þann bakhjarl sem hún þarfnast meðan unnið að uppbyggingu efnahagslífsins og skilyrðum að aðild að Myntsamstarfinu er fullnægt og hægt að taka hér upp Evru.

- FYRIR OKKUR ÖLL


mbl.is Fullnægir einu af sjö skilyrðum Maastricht
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörleifur Guttormsson

Sæll Gestur.

Ósköp er að sjá menn á besta aldri á hnjánum gagnvart ESB eftir kollsiglingu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks á þjóðarskútunni og aðstoð Samfylkingar allt frá aldamótum.

Hvernig dettur þér í hug að vilja tefla sjálfræði Íslendinga og náttúruauðlindum lands og sjávar í tvísýnu út af stundarþrengingum í efnahagslífinu?

Þeir sem kynna sér ástandið sem nú ríkir í efnahags- og atvinnumálum margra ESB-ríkja ættu að sjá að þar er ekki að finna leiðina til bjargræðis.

Bendi þér annars á heimasíðu mína www.eldhorn.is/hjörleifur þar sem er nýleg umfjöllun um ESB-málefni svo og heimskreppur fyrr og nú.

Hjörleifur Guttormsson, 18.4.2009 kl. 09:57

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sæll Hjörleifur.

Við eigum ekki að tefla sjálfræði íslendinga og náttúruauðlindum lands og sjávar í tvísýnu, hvernig sem árar í efnahagslífinu.

ESB mun ekki og getur ekki bjargað öllu alltaf allstaðar, eins og trúboðendur ESB í Samfylkingunni hafa haldið fram, en aðild myndi að mörgu leiti stuðla að betri ramma um efnahagslífið, sérstaklega hvað varðar myntina.

Hins vegar eru fordæmi fyrir öllum þeim skilyrðum sem Framsóknarmenn settu í Evrópuályktun sína.

Náist þau, er sjálfræði Íslendinga og náttúruauðlindir tryggð og þá get ég mælt með inngöngu, sé sú samningsniðurstaða meitluð í aðildarsamning, sem ekki breytist, þótt stofnsáttmáli sambandsins breytist.

Annars ekki.

Gestur Guðjónsson, 18.4.2009 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband