Sögufalsanir fyrrverandi framkvæmdastjórnarmanns Samfylkingarinnar

Í Bylgjufréttum í hádeginu, sem lesa má á visir.is ber Heimir Már Pétursson, fréttamaður og fyrrverandi framkvæmdastjórnarmaður og varaformannsframbjóðandi Samfylkingarinnar saman drög að samkomulagi sem lá fyrir í ríkisstjórnartíð Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.

Rétt er að samkomulagið virðist vera skárra en það plagg sem hann lýsti í fréttunum.

En framkvæmdastjórnarmaðurinn fyrrverandi kynnir síðustu ríkisstjórn til leiks sem ríkisstjórn Geirs H Haarde.

Ekki orð um að Samfylkingin hafi einnig verið aðili að þeirri stjórn.

Það er sami leikur og Árni Páll Árnason er að reyna, þegar hann talar um ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins.

Svona sögufalsanir kallar maður flótta undan ábyrgð.

ps. ég kallaði Heimir Má fyrrverandi framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar, en hið rétta er að hann var í framkvæmdastjórn. Hef ég leiðrétt færsluna eftir ábendingu Heimis og biðst afsökunar á ónákævmninni.


mbl.is Gengið frá samkomulaginu í gærkvöldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Auk þess má nefna framgöngu Sjálfstæðismanna og framsóknar nú þar sem mikið er vísað í Jóhönnu og hún uppnefnd í viðtölum sem Heilög Jóhanna í stað þess að tala um ríkisstjórn sem heild. Þá má nefna að Alþingismenn framsóknar fara frjálslega með og kalla stjórnaliða m.a. "Landráðamenn" og fleira skemmtilegt þannig að Framsókn ætti kannski bara að skoða hvaða falsanir þau eru m.a. að  koma inn í þingræður.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.6.2009 kl. 13:28

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gestur það er þessi flokkseppasýn sem skaðar málefnalega umræðu. Þetta þjakar allt of marga fjölmiðlamenn. Í ljósi þess að það var frekar vilji Samfylkingarinnar að ná samningum við ESB ríkin, en Sjálfstæðisflokksins er þetta frekar hjákátlegt.  Afstaða Magnúsar Helga er fyrirséð, mér myndi bregða mikið ef hann tæki einhvern tíma niður Samfylkingargleraugun sín. Sefur sennilega með þau líka. Auðvitað reynir svona gagnrýnislaus afstaða afskaplega lítið á heilabúið, ef nokkuð.

Gestur ef þér blöskrar svona sýn, legg ég til að þú farir yfir bloggin þín frá áramótum og merkir þau út þar sem þú sem framsóknarmaður telur að flokkurinn þinn beri ábyrgð á einhverju sem miður fer annars vegar og hins vegar merkja þau blogg þar sem þú kennir einhverjum öðrum flokkum um eitthvað sem miður fer.

Í ljósi þessa skaltu dæma Heimi og hans þröngu sýn.

Sigurður Þorsteinsson, 6.6.2009 kl. 14:04

3 Smámynd: Hallur Magnússon

það er undarlega mikið af lykilmönnum Samfylkingarinnar tengdir visir.is.

Til að mynda fyrrum formaður ungra jafnaðarmanna - sem skýrir væntanlega hluta Samfylkingarhalla í fréttaflutningi td. um borgarmál

Hallur Magnússon, 6.6.2009 kl. 15:00

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sigurður: Framsókn var ekki í stjórn þegar viðvörunarmerki fyrir bankahrunið byrjuðu að blikka og heldur ekki núna. Það er engin þröng floksseppasýn að tala út frá þeirri staðreynd.

Framsókn var á vakt þegar bankarnir voru seldir og fjármálaumhverfi ESB var innleitt og hefði örugglega margt betur mátt fara þar, en hrunið gerðist á vakt Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks og þetta samkomulag á vakt Samfylkingar og VG

Gestur Guðjónsson, 6.6.2009 kl. 17:20

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

ps Með þínu kommenti ertu einnig að taka undir að Heimir Már horfi heiminn þessum augum. Ég er í Framsókn og gegni trúnaðarstörfum þar og fer ekki dult með það og menn geta lesið mín skrif þeim þeim augum, en það gerir Heimir Már ekki.

Gestur Guðjónsson, 6.6.2009 kl. 17:21

6 Smámynd: Auðun Gíslason

En Valgerður Sverrisdóttir var viðskiptaráðherra, þegar Icesafe ævintýrið hófst, ekki satt!  Sem lausn á lausafjárstöðu bankans.  Hefði það kannski átt að hringja einhverjum bjöllum hjá viðskiptaráðherra og Seðlabanka.  En kannski var slökkt á öllum ljósum, þá sem endranær þegar auðmennirnir voru annars vegar!

Auðun Gíslason, 6.6.2009 kl. 23:16

7 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Stefán: er Halldór formaður Framsóknar í dag?

nei

Gestur Guðjónsson, 7.6.2009 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband