Icesave hefur hækkað um 10 milljarða í dag

Krónan hefur fallið í dag samkvæmt gengi Seðlabankans, gagnvart pundi um 2% og evru um 1%.

Það sýnir hvað markaðarnir hafa litla trú á Icesave samningnum.

Þessi sveifla ein og sér kostar Íslendinga um 10 milljarða.

Ég skulda sem sagt rúmum 30.000 meira í dag en í gær.

Börnin mín líka.


mbl.is Semja verði að nýju um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hlustið hér....

Mokið ykkar flór



 ...ekki ráðast á fólkið sem "mokar flórinn"?

...og spyr hvort ekki eigi að mótmæla á öðrum stað?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.6.2009 kl. 17:55

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð ábending, Gestur!

Sigmundur Davíð stóð sig afar vel í Kastljósinu.

Það gerði almenningur líka með því að mæta til mótmæla á Austurvelli í dag, fjölmargir, þrátt fyrir skamman fyrirvara. Og mótmælin halda svo sannarlega áfram.

Jón Valur Jensson, 8.6.2009 kl. 21:20

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gestur, ef krónan styrkist um sama skapi, má þá reikna með greininni "Icesave hefur lækkað um 10 milljarða í dag"?

Ja ef Sigmundur Davíð stóð sig vel í Kastljósinu í kvöld...., ....hvernig skyldi þá afspyrnu slök frammistaða vera? 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.6.2009 kl. 00:32

4 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Þið framsóknarmenn eruð orðnir ótrúlega öfgakenndir. Ef Icesafe skuldin hefur hækkað í íslenskum krónum þá hafa eignir LÍ í útlöndum hækkað líka. Þið eruð líðskrumarar af verstu sort.  Ég skil ekki Sigmund D. Það er eins og hann hafi einn vit á fjármálum.

Bjarni Kristjánsson, 9.6.2009 kl. 00:40

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Fyrirsögnin hefði kannski átta að vera: "Eignarsöfn IceSave hækkuðu væntanlega um 10 til 12 milljaraða í dag"

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.6.2009 kl. 02:09

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Bjarni og Magnús: Eignasöfnin duga samkvæmt fjármálaráðherra ekki fyrir skuldunum og því hækkar mismunurinn og það er það sem við þurfum að greiða.

Axel. Það er einmitt það sem Jóhanna sagði, en raunin er akkurat öfug. Gengið er bara að fara niður í kjallara vegna þessara auknu ábyrgða. Eins gott að við erum með jarðfræðing í fjármálaráðuneytinu sem getur grafið þarna niðri

Gestur Guðjónsson, 9.6.2009 kl. 13:27

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

4. júní 2009

Erlend staða þjóðarbúsins

1. ársfjórðungur 2009

Hrein staða við útlönd var neikvæð um 4.580 ma.kr. í lok fyrsta ársfjórðungs og réttist af um rúma 131 ma.kr. frá síðasta fjórðungi. Erlendar eignir námu 8.479 ma.kr. í lok ársfjórðungsins en skuldir 13.059 ma.kr. Vert er að geta þess að inni í tölum um erlendar skuldir eru ennþá eignir og skuldir viðskiptabankanna þriggja sem nú eru í greiðslustöðvun. Fjármögnun vanskila hefur líka haft áhrif til hækkunar á skammtímaskuldum.

Næsta birting: 27. ágúst
Smellið til að sjá stærri mynd
Töflur
Lýsigögn
Tímaraðir

Baldur Fjölnisson, 9.6.2009 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband