Fræðið mig ófróðan

Hafa þessar þjóðir neitunarvald í framkvæmdastjórn IMF?


mbl.is Styðja illa Íslendinga hjá IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástandið er afleiðing prinsessusvefns

Ég starfa hjá fyrirtæki sem getur valdið mengun og skapað almannahættu ef illa fer.

Okkur er gert að gera viðbragðsáætlanir sem grípa á til þegar slík atvik verða, greina hætturnar í sífellu og fara í úrbótaverkefni til að minnka líkurnar á því að þau óhöpp og slys sem geta orðið í rekstrinum verða og eins að gera ráðstafanir til að minnka umfang þeirra, eigi þau sér stað og skýrar aðgerðaráætlanir um viðbrögð við óhöppum, hvaða nafni sem þau nefnast.

Á fínu máli heitir þetta áhættustjórnun, og er eðlilegur og sjálfsagður hluti slíkrar starfsemi.

En hví í veröldinni er maður að upplifa það að Seðlabankinn, sem á lögum samkvæmt að tryggja fjármálastöðugleika og Fjármálaeftirlitið sem á að fylgjast með fjármálafyrirtækjum og því að þau hafi virka áhættustýringu, virðast hafa algerlega sofið á þessum verði.

Fjármálaeftirlitið hefur fylgst með styrk fyrirtækjanna gagnvart langtímaskuldbindingum, en ekki skammtímaskuldbindingum. Það er stórskrítið og þarf að fara yfir í framhaldinu.

Hvers vegna í ósköpunum þarf að ráða inn sérstaka efnahagsráðgjafa til að vinna neyðaráætlanir þegar ljóst er að í óefni stefnir?

Það er eins og að fara að ráða slökkviliðsstjóra og slökkvilið þegar kviknað er í.

Það ætti  að vera jafn sjálfsagt að gera áætlun um björgun hvers banka og fjármálastofnunnar vegna tiltekinna áfalla eins og það er fyrir mig að gera áætlun um slökkvistarf eða hreinsun í hverri olíubirgðastöð.

Fyrst áhættustjórnun ríkisins er ekki betri en þetta, er í rauninni ekki skrítið að illa hafi farið og það óðagot og þau mistök sem við höfum upplifað og munum borga fyrir um ókomin ár hafi átt sér stað.

Menn hafa einfaldlega sofið prinsessusvefni, þrátt fyrir að baunir áfalla séu undir allri dýnunni. Kannski er það vegna þess að yfirprinsessurnar eru ekki raunverulegar prinsessur, sem hafa farið í rétta prinsessuskóla.


mbl.is Fjölmenni í Iðnó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta rétt forgangsröðun?

Er rétt að setja þessar aðgerðir í forgang, að taka við þeim sem missa atvinnuna?

Væri ekki réttara að setja atvinnulífið í forgang, svo sem fæstir missi vinnuna?

Þeir sem hafa vinnu geta frekar staðið við sínar skuldbindingar og geta lagt sitt að mörkum til þjóðarframleiðslunnar.

Að því loknu og auðvitað samtímis, á að taka vel á móti þeim sem detta út af atvinnumarkaðinum og fara í aðgerðir til að koma þeim inn á hann aftur og aðgerðir til að tryggja efnahag heimilanna eins og verið er að leggja til hérna.

En maður heyrir því miður lítið sem ekki neitt af aðgerðum til að bæta greiðslugetu fyrirtækjanna, sem fara í þrot ef það batnar ekki.

Það er röng forgangsröðun.


mbl.is Fjölskyldur landsins settar í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúverðugleiki er gull

Það er meira hvað okkur Íslendingum ætlar að ganga illa að halda þannig á málum að eitthvað örlítið traust og trúverðugleiki geti byggst upp á okkur. Traust og trúverðugleiki er allt eins og málum er háttað núna.

Seðlabankinn hlýtur að hafa leitað til Pólverjanna sem eru vinir í raun og hafa nærst á íslenskri síld til fjölda ára og það á og verður forsætisráðherra að vita.

Að segjast ekkert vita er líklegast það versta sem hægt er að segja í stöðunni. Það opinberar samskiptaleysið og vantraustið sem ríkir í æðstu stjórn ríksins.

Auðvitað á forsætisráðherra að segjast vita að Seðlabankinn leiti hófanna um öll lönd og ef þessar fréttir séu réttar, væri þetta fagnaðarefni.

Stýrivaxtahækkunin er annað dæmi. Við tilkynningu stýrivaxtahækkunina gefur Seðlabankastjóri í skyn að hækkunin sé honum á móti skapi. Hverns konar vitleysingsgangur er þetta?

Hann skrifaði sjálfur undir beiðnina til IMF. Vissi hann ekki hvað í henni stóð?

Ef hann var ósammála því sem í henni stóð, af hverju skrifaði hann þá undir hana?

VIÐ VERÐUM AÐ GANGA Í TAKT. ÖLL...

Ríkisstjórn, Seðlabanki, Alþingi

Þeir sem ekki geta það eiga annaðhvort að hafa sig hæga eða víkja.

Þá getur atvinnulífið og almenningur fylgt með.


mbl.is Kannast ekki við pólskt lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýr skilaboð - takk

Það sem er að eyðileggja íslenskt efnahagslíf og samfélag þessa dagana er óvissa.

Óvissan er kjörlendi Gróusagna sem gegnsýrir nú samfélagið og brýtur það niður innanfrá. Engin uppbygging eða ákvarðanir til framtíðar eru teknar meðan óvissan er alger. Það eina sem menn gera er að pakka í vörn og passa sitt. Það kostar efnahagslífið mikið, framleiðsla minnkar og atvinna um leið.

Þeir sem boðið hafa sig fram til að leiða þessa þjóð þurfa nú að gera það.

Aðalatriðið í því er að segja okkur að það sé til plan, hvaða hluti sé verið að horfa til að gera og meginlínurnar í aðferðafræðinni séu, eins og kostur er.

Planið er jú til, en við megum ekki sjá það. Það er slæmt, en verður samt að vera þannig, en það er alveg ljóst að leiðtogar þjóðarinnar geta alveg komið fram strax og sagt:

  1. Við ætlum að koma krónunni í gang. Það mun taka einhvern tíma og þess vegna erum við að taka öll þessi lán og þess vegna eru stýrivextirnir eins og þeir eru. Líklegast mun gengið þróast með þessum og þessum hætti en það mun svo jafna sig með tíð og tíma.
  2. Við ætlum að koma atvinnulífinu í gang. Það ætlum við að gera með ákveðnum aðgerðum. Það þarf ekki að segja nákvæmlega hverjum, en markmið þeirrar bjargar verður að vera skýr. Það verður að tryggja greiðslugetu atvinnurekenda.
  3. Við ætlum að fara í aðgerðir í húsnæðismálum, til að tryggja að fólk standi ekki á götunni. Hvort það verður gert með skuldbreytingum eða öðrum hætti á eftir að koma í ljós.
  4. Við ætlum að koma þeim til hjálpar sem misst hafa atvinnuna. Það verður ekki bara með útvegun starfa, heldur einnig endurmenntun og annar stuðningur osfrv osfrv
  5. Við ætlum að finna lausn á gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar til frambúðar. Það mun gerast með þessum og þessum hætti.
  6. Við ætlum að koma allri rannsókn á þessu í tiltekið ferli. Það ferli verður að vera traust og gagnsætt.
  7. Við þurfum að standa saman.

Til að þjóðin geti staðið saman, þarf hún að hafa eitthvað að standa saman um. Það hefur hún ekki í dag.

Það sem við upplifum í dag frá stjórnvöldum eru einhverjar skyndimyndir smáhlutar af mynd sem almenningur og fyrirtækin í landinu geta ekki sett í samhengi, þar sem leiðsögnina vantar. Á meðan geysa galdrabrennur og samfélagið er á barmi almenns siðrofs, hvatt áfram af sumum stjórnmálamönnum.

Sú leiðsögn verður að koma og það strax. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa brugðist algerlega á þeim vettvangi, eins vel og þeir stóðu sig í upphafi kreppunnar.


mbl.is Ræða alvarlega efnahagsstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krókur á móti bragði breta

Ef bretar ætla að beita okkur fjárkúgunum, er ekkert annað að gera en að koma með krók á móti því óþverrabragði.

Fyrst þarf að vísitölutryggja laun og setja vísitölutryggingu á alla innistæðureikninga núverandi banka.

Því næst að samþykkja allar þær kröfur sem gerðar eru til tryggingasjóð innistæðueigenda með vísan í jafnræðisreglu EES-samningsins og leysa með því deiluna við breta. IMF lánið gengur í gegn og önnur lán fylgja í kjölfarið. Allt í erlendri mynt.

Kröfurnar í sjóðinn hljóta að miða við þann dag sem bankarnir fóru í þrot og á gengi þess dags, en íslenski innistæðutryggingasjóðurinn er gerður upp í íslenskum krónum.

Því næst förum við að ráðum dóttur minnar, sem fagnaði því að við ættum vélina þegar hún heyrði fyrst af peningavandræðum í fréttum.

"hvaða vél?"

"Jú, peningavélina"

Við prentum einfaldlega íslenskar krónur, leggjum þær inn í tryggingasjóðinn og gerum upp við innistæðueigendur þrotabúabankanna og tökum á okkur nokkura mánaða óðaverðbólgutímabil.

Með vísitölutryggð laun og sátt um stöðugar verðhækkanir ættu hjól atvinnulífsins að geta snúist áfram. Kaupmáttur helst nokkurn vegin og við greiðum okkar kröfur upp í topp.

Allir kátir?!?!?

...nema kannski kúgararnir sem sitja uppi með verðlitlar krónur.

-----------

uppfærsla

Að öllu gamni slepptu á ekki að gefa þeim tommu eftir, en ef við yrðum dæmd til að greiða þetta sem engar líkur eru á, væri hægt að fara í einhverjar svona æfingar..


mbl.is Við hættum frekar við lánið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárklippurnar á loft !!!

Var um borð í Ægi og Tý í gær og fyrradag.

Þar horfði ég með aðdáun og stolti á víraklippurnar sem beitt var gegn bretum í þeim þorskastríðum sem unnist hafa hingað til.

Þær eru klárar til brúks.

Í þessu þorskastríði er ekkert annað að gera en að hanna nýjar klippur:

Fjármálaklippur.

Þegar fjárkúgun breta verður gerð opinber, eigum við að mótmæla framferði þeirra út um allar trissur og tranta og spyrja þjóðir og fyrirtæki heims einnar spurningar:

Þorið þið að eiga viðskipti við sjóræningja?

Eða ítarlegri útgáfu af sömu spurningu:

Þorið þið að eiga viðskipti og eiga fjármuni í ríki sem hikar ekki við að misbeita hryðjuverkalögum ef það hentar þeim og þora ekki að fara til dómstóla með kröfur sínar, heldur beita sjóræningjaaðferðum til að reyna að ná fram sínum vilja?

bretar eru ein helsta viðskiptamiðstöð heimsins og ef þjóðir heims klippa á þau tengsl sem þeir geta og flytja þau annað vegna hræðslu við yfirvöld í bretlandi erum við komin með fjárklippur sem geta haft svipuð áhrif og víraklippurnar góðu í varðskipunum.


mbl.is IMF-beiðni frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir kostir í stöðunni

Ef við ætlum að hafa fljótandi gengi sem er forsenda frjáls flæðis fjármagns og þar með þátttöku okkar í eðlilegum alþjóðaviðskiptum, verða stýrivextir að vera jákvæðir. Í verðbólgutíð verða þeir því að vera háir, það háir að ekkert fyrirtæki getur lifað þá af að óbreyttu. Þess vegna verður að fara í mótvægisaðgerðir vegna þessara vaxta, og ekki síst að koma einhverju fjármagni í umferð innanlands, svo fyrirtæki geti starfað áfram. Helst sér maður fyrir sér lækkun á sköttum fyrirtækja og rýmkun heimilda til að færa tap á milli ára, svo og bjargráðalánveitingar til fyrirtækja sem byggðust á almennum skilyrðum t.d. ákveðin upphæð á hvert stöðugildi, sem væru t.d. með veðum í atvinnuleysistryggingasjóði. Verðbólgan mun fara hratt niður, enda engin eftirspurn til að kynda hana, þannig að brátt fengjum við að sjá myndarlega lækkun stýrivaxta.

Ef við endum í áframhaldandi gjaldeyrisskömmtun og verðum áfram undir járnhæl herrans í Svörtuloftum, er ekki lengur um að ræða frjálst flæði fjármagns og því er engin forsenda fyrir háum stýrivöxtum. En um leið yrði frjálst flæði atvinnuafls úr landi og stöðugt flæði fyrirtækja í gjaldþrot, því kjör þeirra á erlendri grund færu fjandans til.


mbl.is Stýrivextir áfram 18%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjörningaveður geysar án veðurspár

Ég upplifi að landið sé stjórnlaust.

Það er enginn sem segir við okkur almúgann hvað sé að gerast og hvað standi til.

Á meðan magnast óttinn, reiðin finnur sér engan farveg og brýst út hér og þar, gagnrýni á einstaka gjörninga, hversu vitlausir, ólöglegir og siðlausir sem þeir virðast vera yfirskyggja það sem ætti að vera að ræða:

Hvernig komum við landinu í gang á ný?

Við búum í réttarríki og verðum að treysta því að þeir hlutir sem taka alla umræðuna í dag fari í réttan farveg, hlutir séu rannsakaðir og menn dregnir til ábyrgðar. Það er einfaldlega ekki verkefni dagsins að eyða púðri í það.

Það verður að koma fram fyrir almenning og segja hvað verið sé að gera amk eitthvað af eftirfarandi á næstu vikum:

  • Koma gjaldeyrisviðskiptum í gang. Það mun taka tiltekinn tíma og til þess að það geti gerst þarf að gera tiltekna hluti. Ef ekki takist að koma krónunni á flot, að gerður verði samningur við ECB um tímabundinn fastgengissamning, ef það gengi ekki verði fastgengi og gjaldeyrishöft um tiltekinn tíma, líklegast 2-3 ár.
  • Tryggja að gjaldeyrir hafi fleiri en eina leið til og frá landinu. Í því sambandi væri freistandi að horfa til þess að Sparisjóðabankinn yrði keyptur af norrænu systurfyrirtæki sínu. Þannig væru margar flugur slegnar í einu höggi.
  • Samtímis að koma peningaflæði innanlands í lag, fyrirtæki landsins verða að fá aðgengi að fjármagni til að geta starfað eins eðlilega og kostur er. Það fækkar afturköllun verkefna, fækkar fyrirtækjum sem fara á hausinn sem allt hefur í för með sér fækkun þeirra sem missa vinnuna. Á það hefur skort.
  • Setja öllum sveitarfélögum, ráðuneytum og stofnunum ríkisins fyrir að fara yfir sinn rekstur og meta hvaða áhrif hrunið hefur á þau og hvaða aðgerðir þarf að fara í til að bregðast við því, með það að leiðarljósi að grunnþjónusta haldist óskert um leið og allra sé gætt.
  • Forgangsraða opinberum verkefnum með það fyrir augu að draga sem mest úr uppsögnum og koma sem mest í veg fyrir atvinnuleysi.
  • Lækka skatta á fyrirtæki til að laða fjárfesta til athafna, innlenda sem erlenda.

Vonandi eru þessi atriði og þau sem ég gleymi hluti af IMF áætluninni, sem kynnt verður á föstudaginn ,en það er alveg hægt að segja okkur að það verið sé að hugsa í þessar áttir, þótt ekki sé farið í tiltekin atriði og útfærslur.

Um leið verður að fullvissa alla um að rannsókn muni fara fram og helst verður að setja strax fram feril sem sú rannsókn eða þær rannsóknir munu fylgja. Þá fær fólk strax meiri trú á grunnskipulag samfélagsins.

Að því loknu verður að fara yfir hvernig við tryggjum hagsmuni þjóðarinnar til frambúðar. Umsókn um aðild að ESB er einboðin að mínu mati, þegar björgunaraðgerðum líkur og þjóðarskútan er komin af stað á ný. Við verðum að vita hvað er í þeim pakka.

Á meðan engin leiðsögn eða leiðarvísir er gefinn, grúir óvissan yfir, sem nærir ótta, vanlíðan og reiði sem orsakar það gjörningaveður sem geysar núna og gerir það að verkum að allir halda að sér höndum og atvinnulífið og samfélagið allt fer í stórastopp og hætta á almennu siðrofi eykst. Það sé ég sem raunverulega mikla ógn við okkar samfélag.

Hinir svokölluðu leiðtogar þjóðarinnar verða að leiða þjóð sína og bægja óveðursskýjunum frá, í það minnsta að koma með veðurspá um að veðrinu muni slota.

Það þýðir ekki að hlaupa í felur. Veðrið batnar ekkert við það.


mbl.is Ekki hægt að taka aðra ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

It's the muppit show

Ég er algerlega kjaftstopp.

Eins og fréttirnar hrannast upp og eru reyndar dregnar undireins til baka í hinum og þesum "óháðu" fjölmiðlunum, held að það sé rétt að bíða með að skrifa um svona mál þangað til að komin sé niðurstaða rannsóknar á málunum.

Ekki bara þetta heldur einnig hvernig þessar skuldaniðurfellingin gat átt sér stað og hvernig stendur á því að heimilað hafi verið að færa ábyrgðir á lánum frá einstaklingum yfir á einkahlutafélög með takmarkaða ábyrgð.

og svona heldur þetta áfram og áfram

Held að það sé réttast að horfa bara á gamla prúðuleikara á meðan

Það verður í það minnsta nóg að gera fyrir lögfræðinga framtíðarinnar.


mbl.is Skoða meintar milljarðafærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband