Góðir menn ráðnir ólöglega?

Vandræðagangurinn við að skipta um yfirstjórn Seðlabankans virðist ætla að vera yfirgengilegur.

Í ferlinu hefur Samfylkingin og Vinstri græn komið upp um sig sem valdhrokaflokka, sem ráðast á allt og alla með svívirðingum og látum, sé ekki farið í einu og öllu að þeirra vilja, þrátt fyrir þá staðreynd að þeir séu í minnihlutastjórn. Ég held að þeim hefði verið nær að benda sjaldnar á stjórnarhefðir á Norðurlöndunum á undanförnum árum en taka þess í stað betur eftir því hvernig minnihlutastjórnir starfa þar og fara jafnvel eitthvað að fordæmi þeirra.

Það er greinilegt að þegar Framsókn gerir stjórnarsáttmála við Samfylkinguna að loknum kosningum, þarf sá sáttmáli að verulegu leiti að snúast um vinnubrögð og drengskap, auk stefnumálanna.

Fyrst ríkisstjórnin hafði útlending í huga sem seðlabankastjóra, sem mér finnst afar jákvætt, hefði hún samt átt að ganga þannig frá málum að það væri hafið yfir allan vafa að það væri löglegt.

Íslenskir embættismenn eiga samkvæmt stjórnarskrá að vera íslenskir ríkisborgarar, en í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er meginreglan að þeir þurfa að vera íslenskir ríkisborgarar og það á einnig við um seðlabankastjóra.

Manni fer að bjóða í grun að það eina sem þessi ríkisstjórn muni koma í verk sé að skipta um Seðlabankastjóra.

Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við efnahagstillögum Framsóknar eru að minnsta kosti á þá lund að hugurinn virðist ekki vera á þeim slóðum.


mbl.is Nýr seðlabankastjóri settur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verða tillögur Framsóknar eina framlag íslenskra stjórnmála til IMF?

Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram tillögur til að bregðast við fjárhagsvanda heimila og fyrirtækja.

Mér sýnast það vera einu tillögurnar sem sendinefnd IMF hefur um að ræða, til að bæta það plan sem þegar liggur fyrir og virðist ekkert vera að ganga.

Þrátt fyrir að hafa verið í ríkisstjórn í 100 daga eftir bankahrunið, með aðgengi að öllum sérfræðingum stjórnarráðsins og heimildir til að ráða sér sérfræðinga, kom Sjálfstæðisflokkurinn ekki fram með neinar tillögur sem gengu upp. Í það minnsta komust þær ekki til framkvæmda. Það var ekki fyrr en flokkurinn hafði hrakist úr ríkisstjórn sökum aðgerðarleysis að hann fer að vinna að efnahagstillögum.

Hinir stjórnmálaflokkarnir virðast ekkert hafa fram að færa.

Ekkert.

Við myndun minnihlutastjórnarinnar kom berlega í ljós að VG og Samfylkingin voru algerlega ráðþrota í efnahagsmálum. Bara sett fram göfug markmið, sem allir geta verið sammála um, en engar leiðir.

Þeir sem gagnrýna tillögur Framsóknar ættu að hafa þetta í huga og ber í rauninni skylda til að koma þá fram með betri tillögur til að ná þeim markmiðum sem þeim er ætlað að ná og allir eru sammála um, að bæta hag heimilanna og koma atvinnulífinu til hjálpar.

Þetta sýnir enn og aftur að ef við eigum að búa við styrka efnahagsstjórn, verður Framsókn að koma að málum.


mbl.is Tækninefnd IMF komin til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru eðlileg vinnubrögð á Alþingi óeðlileg?

Þessi læti í Vinstri Grænum og Samfylkingunni í kringum þá stöðu sem kom upp þegar meirihluti viðskiptanefndar vildi bíða með að afgreiða Seðlabankafrumvarpið út úr nefnd þar til frekari gögn hafa borist er birtingarmynd þess óeðlilega ástands sem ríkt hefur á Alþingi undanfarin ár.

Ástands sem þessir flokkar virðast einnig vera blindir á, þótt þeir hafi haft uppi mikil mótmæli og læti, meðan þeir voru ekki í ríkisstjórn.

Flokkarnir virðast nefnilega telja að ríkisstjórnin eigi áfram að ráða öllu, nú þegar þeir eru komnir í stólana. Þeir fóru algerlega á límingunum og frestuðu fundum Alþingis, sem gagnvart erlendum aðilum er talið eitt skýrasta merki um að land sé stjórnlaust.

Í raun hefur Íslandi verið stjórnað undanfarin ár af minnihlutastjórn ríkisstjórnar, sem hefur komið fram eins og einn þingflokkur, sem varinn er falli af þingflokki óbreyttra þingmanna þeirra flokka sem eiga fulltrúa í þeirri ríkisstjórn. Meðlimir í þingflokki ríkisstjórnarinnar sýna hver öðrum mikinn trúnað, meiri trúnað heldur en þeir sýna þingflokki óbreyttra þingmanna.

Mál eru keyrð áfram og ef þau eru hjartans mál ríkisstjórnarinnar, eru þau keyrð áfram með ofbeldi og fullkominni vanvirðingu við löggjafann.

Þegar minnihlutastjórnin er svo orðin formlega að minnihlutastjórn og ekki hægt að keyra mál áfram af vanvirðingu við löggjafann, verður allt vitlaust og allt fer af límingunum!

Loksins þegar Alþingi fer að vinna með eðlilegum hætti er talað um það sem óeðlilegt.

Valdhrokinn og skilningsleysið virðist algert, þrátt fyrir öllu þau orð sem fallið hafa úr munni þessara sömu einstaklinga sem nú gegna hlutverki ráðherra. 

Þessu þarf að breyta og það Framsókn vera ein um að skilja.


mbl.is Fá ráðrúm til að kynna sér skýrsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð sér sínum augum silfrið

Það er með ólíkindum að fylgjast með þeirri tækni sem Davíð Oddsson býr yfir til að snúa viðtölum og umræðum á þann hátt að það henti honum og hans sýn á hlutina taki yfirhöndina, eins og hann gerði í Kastljósviðtali kvöldsins.

Frá hans bæjardyrum séð, virðast allir í kringum hann vera fífl og fyrir færði hann sín rök.

En Davíð á eftir að svara því hví í veröldinni hann vék ekki fyrst honum var sýnt það vantraust að ekki var tekið mark á þeim varnaðarorðum sem hann segist hafa verið með.

En auðvitað á Davíð að fara úr Seðlabankanum til að skapa frið um starfsemi bankans, óháð því hvort það sé verðskuldað eða óverðskuldað að hann fari. Það er eins í þessu máli eins og í stjórnmálunum. Lífið er ekki endilega sanngjarnt...

En reyndar finnst mér skrítið að ríkisstjórnin skuli ekki víkja Davíð fyrir vanrækslu, því mér vitanlega hefur Seðlabankinn ekki gefið ríkisstjórninni skýrslu um hví verðbólgumarkmiðin hafi ekki náðst, né komið fram með tillögur til breytinga þannig að þau megi nást, samkvæmt gildandi peningamálastefnu:

"Stefnt er að því að verðbólgan verði að jafnaði sem næst verðbólgumarkmiðinu. Víki hún meira en 1½ prósentu í hvora átt ber Seðlabankanum að gera ríkisstjórninni opinberlega grein fyrir ástæðum þess og leiðum til úrbóta"


mbl.is Fjármagnsflutningar Kaupþings höfðu mikil áhrif á Bretana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandasöm forgangsröðun

Það er rétt og göfugt markmið að ætla sér að reyna að fækka banaslysum í umferðinni og með til þess að gera litlum tilkostnaði mætti ná miklum árangri, ef skipulega er haldið á málum. En ef útrýma á banaslysum algerlega, er ég sannfærður um að þeim fjármunum sem þyrfti að nota í að bjarga síðustu mannslífunum í umferðarslysum væri betur varið í að bjarga mannslífum annarsstaðar í samfélaginu.

Sérstaklega þegar jafn hátt hlutfall banaslysa er vegna dópkeyrslu, áfengiskeyrslu og ofsaaksturs.


mbl.is Banaslysum í umferðinni verði útrýmt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppbyggingu á Suðurnesin

Hvort það verði gert með því að byggja álver eða aðra atvinnustarfsemi, þarf að treysta stoðir atvinnulífsins á Suðurnesjum. Þar á að leita allra leiða og útiloka ekki neitt sem til framfara getur horft.

Það á líka við um aðra landshluta.

Þess vegna er slæmt að heyra þá Þórðargleði sem skín í gegnum málflutning ráðherra VG varðandi álversuppbygginguna í Helguvík.

En mest þörf er á að almenn starfsskilyrði fyrirtækjanna í landinu séu tryggð, þannig að þau störf sem þegar er búið að skapa, glatist ekki í fjöldagjaldþrotum.

Það er ekki gert með því að rífast um persónukjör eða ámóta. Það er gert með því að taka raunhæfar ákvarðanir um uppbyggingu efnahagslífsins og fjármálakerfisins.

Hitt getur beðið betri tíma.


mbl.is Álver í Helguvík í óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skaði fyrir Reykjavíkurborg

Svandís Svavarsdóttir er öflugur og raunsær stjórnmálamaður, sem hefur staðið sig með mikill prýði í borgarmálunum og væri virkilega eftirsjá af henni úr þeim.

Hvort þetta er fyrsta skrefið í því að hún taki við eða steypi Steingrími J af stóli skal ósagt látið.


mbl.is Svandís stefnir á 1. sætið í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðskrum stjórnarflokkanna eða valdagræðgi

Búið er að gefa út að kosningar til Alþingis verða 25. apríl. Eftir 52 daga, þann 10 apríl, 15 dögum fyrir kjördag kl 12 lýkur framboðsfresti.

Allir flokkar eru komnir á fullt með að velja á sína lista, þegar eru margar kjördæmaeiningar flokkanna búnar að ákveða aðferðir við val á lista, margir frambjóðendur hafa einnig tilkynnt sín framboð og eru farnir að gera hosur sínar grænar fyrir þeim sem ákveða hvar á lista þeir munu skipast.

Miðað við þær forsendur sem fyrir liggja.

Ef farið verður í að breyta kosningalögum núna, verður ekki hægt að afgreiða þær breytingar fyrr en eftir eðlilega þinglega meðferð, sem tekur í það minnsta viku eða tíu daga.

Þá þurfa allar kjördæmaeiningar flokkanna að taka sínar ákvarðanir upp miðað við breyttar forsendur, sem tekur í það minnsta hálfan mánuð og taka ákvarðanir um hvaða einstaklingar eigi að vera í framboði og þá hvernig. Þá er langt liðið á mars.

Hver heilvita maður getur skilið að á þeim tíma verður ekki hægt að heyja neina kosningabaráttu, þannig að greinilegt er að stjórnarflokkarnir eru að búa til ástæðu til að seinka kosningum og sitja lengur við völd, sem er ekkert annað en valdagræðgi.

Sömuleiðis er furðuleg forsjárhyggja hjá stjórnarflokkunum að ætla að breyta þessum reglum, þegar búið er að ákveða að halda stjórnlagaþing, sem mun einmitt fjalla um akkurat þetta mál ásamt svo mörgum öðrum.

Nei stjórnarflokkarnir eru bara að slá ryki í augum kjósenda með lýðskrumi


mbl.is Von á frumvarpi um kosningalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barbabrella Ögmundar

Það eru skrítnar fréttir að allt í einu sé hægt að lækka útgjöld ríkisins til lyfjamála um einn milljarð króna.

Þegar þetta er skoðað betur, verður að segjast að þetta er meira og minna barbabrella. Ögmundur ætlar einfaldlega að lækka heildsöluverð á lyfjum. Er búið að semja um það? Getur ríkið ákveðið það einhliða?

Svo er ekkert talað um hvaða hópar eiga borga meira fyrir lyfin, en hálfan milljarð á að heimta aukalega af einhverjum hópum.

Svo er VG þegar byrjað að búa til fátæktargildrur, með misskildum aðgerðum, þegar einstaklingum á fullum atvinnuleysisbótum greiði sama gjald og elli- og örorkulífeyrisþegar. Þetta ákvæði er ekki tímabundið og minnkar hvatann til fyrir fólk að fá sér vinnu, þar sem það sem aukalega verður eftir í buddunni við að fá sér vinnu minnkar, þegar svona ákvæði eru inni. Það að miða bara við þá sem eru á fullum atvinnuleysisbótum, letur fólk einnig til að vera í hálfu starfi.

Svo opinberast barbabrellan enn og grunnhyggning, þegar viðurkennt er að á þessu stigi sé ekki hægt að áætla kostnað vegna þessarar aðgerðar þar sem ekkert er vitað um atvinnuleysi í lok ársins.

Þannig að það er barasta ekki tekið neitt með.

Erðanú.


mbl.is Lyfjaútgjöld lækka um milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel skal vanda það sem lengi skal standa

Seðlabanki Íslands er líklegasta mikilvægasti hluti íslensks fjármálakerfis.

Þess vegna er eðlilegt og nauðsynlegt að vel sé vandað til þeirrar lagasetningar sem starfsemin grundvallast á.

Það að krefjast þess að Seðlabankastjóri hafi í það minnsta þá þekkingu á efnahags- og peningamálum sem meistarapróf í hagfræði krefst er eðlilegt í mínum huga, en ef einhver hefur náð tilsvarandi þekkingu með annarri námsleið getur það ekki verið markmið í sjálfu sér að takmarka mannvalið við þá sem farið hafa nákvæmlega þá námsleið sem lýkur með orðinu meistaragráða í hagfræði.

Þess vegna hlýtur að verða að segja "meistaragráðu í hagfræði eða jafngilda menntun"


mbl.is Venjan að hafa einn eða fleiri aðstoðarbankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband