Hvað breyttist, Ólafur F Magnússon?

Hinn 31. mars í fyrra hélt Ólafur F Magnússon, þá borgarstjóri, því fram að Framsókn drægi taum verktaka og bæri sök á því hvernig fyrir miðborginni væri komið.

Í framhaldinu tók Óskar Bergsson borgarfulltrúi málið upp í borgarstjórn og lýsti Ólafur F Magnússon því yfir aðspurður að hann ætti ekki við Óskar Bergsson í því sambandi. Í framhaldinu hittust Guðni Ágústsson, þá formaður Framsóknar, Óskar og Ólafur og eftir þann fund mærðu þeir allir drengskap og gæði hvers annars.

Eftir sátum við hinir 11.998 Framsóknarmennirnir undir ásökunum Ólafs F.

Í bréfi sem ég skrifaði honum fór ég fram á að hann svaraði mér hvort hann ætti við mig.

Ekkert svar hefur borist frá Ólafi F.

Nú ber svo við að þessi sami Ólafur F Magnússon, er kominn í krossferð gegn þeim sama Óskari Bergssyni, sem hann mærði svo mjög fyrir tæpu ári síðan, vegna mála sem voru til afgreiðslu löngu fyrir þann tíma.

Hvað hefur breyst Ólafur F, eða var ekkert að marka orð þín í apríl í fyrra?

Ef ekki, hvaða orð er þá að marka hjá þér?

Til að ég geti áttað mig betur, endilega gefðu mér merki, þegar taka á mark á þér.


mbl.is Krefur Óskar um svör varðandi Höfðatorg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppgjöf ríkisstjórnar

Núverandi ríkisstjórn virðist hafa gefist upp á viðfangsefni sínu eins og sú síðasta.

Listi þeirra mála sem hún hefur sent frá sér ber vitni um það. Þar er einungis að finna mál sem snúa að þeim sem gefist hafa upp, ráða ekki við greiðslur og eru komnir í þrot.

Miðað við málalistann hafa Vinstri Grænir og Samfylkingin engin áform um að létta undir með fólki, þannig að það þurfi síður að komast í þá aðstöðu að þurfa á greiðsluaðlögun að halda eða lendi í gjaldþroti, engar tillögur um að koma fjármálalífinu í sem eðlilegast horf og að koma atvinnulífinu til hjálpar.

Út á það gengu tillögur Framsóknar meðal annars, auk aðstoðar við þá sem lent hafa illa í því.

Þetta vita stjórnarflokkarnir, hafa slæma samvisku yfir því og bregðast því ókvæða við því að vera minntir á það.


mbl.is „Þetta var góður fundur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur Össur Össur

Þú ert í minnihlutastjórn.

Ef þú kemur ekki fram með mál sem eru í lagi, komast þau ekki í gegnum þingið.

Framsókn hefur lagt fram tillögur í efnahagsmálum í mörgum liðum. Einn þeirra hefur verið gagnrýndur, þ.e. 20% niðurfelling skulda. Sú gagnrýni er á misskilningi byggð, amk hvað heimilin varðar. Annað ekki.

Ríkisstjórnin hefur ekki komið fram með neinar tillögur. Á meðan blæðir heimilunum og atvinnulífinu út.

16.000 atvinnulausir og fjölgar á meðan minnihlutastjórnin, sem hefur takmarkaðan tíma, er að dunda sér við mál sem alveg mega bíða.


mbl.is Sigmundi Davíð boðin sáttahönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlustaðu Jóhanna, hlustaðu - og lestu

Jóhanna Sigurðardóttir staðfestir enn og aftur að hún hefur ekki sett sig inn í tillögur Framsóknar.

Fór í gegnum 20% niðurskurðinn í dag og geri það aftur hér.

20niðurfærslan

 

A: Fyrir hrunið voru íbúðalán landsmanna nokkuð jafnt skipt milli bankanna og Íbúðalánasjóðs, 1.300 milljarðar alls.

B: Við aðskilnað milli gömlu og nýja bankanna var íbúðalánasafn þeirra fært inn í nýju bankanna og það metið á 50% og fengu þeir skuldabréf upp á ca 325 milljarða fyrir. Hitt var afskrifað.

C: Tillaga Framsóknar gengur út á að færa þessi íbúðalán inn í Íbúðalánasjóð, sem hefur þá greitt 975 milljarða yrir 1.300 milljarða lánasafnið.

D: Með því að afskrifa 20% af því safni, á Íbúðalánasjóður enn lausa 65 milljarða til að taka á sig hugsanlega aukin útlánatöp, sem eru jú talsvert minni en ef ekki yrði farið í niðurfærslu. Annað gengur beint til húsnæðiseigenda.

E: Með því að niðurfæra húsnæðislán um 20%, að ákveðnu hámarki fyrir hvern auðvitað, léttist greiðslubyrði íbúðaeigenda sem eykur líkurnar á því að hægt sé að standa í skilum. Fleiri aðgerðir eru einnig í tillögum Framsóknar gagnvart þeim sem ekki ráða við lánin þótt niðurskrifuð væru, þar sem ákveðið hlutfall launa fari í greiðslu á lánum, en það sem upp á vantaði, bættist aftan við lánið.

Þessar tillögur eru skýrar og ganga vel upp.

20% niðurfærsla gagnvart fyrirtækjum og atvinnulífi eru svo sjálfstæðar tillögur sem ég fer betur yfir seinna, en á meðan bíð ég í ofvæni eftir tillögum annarra flokka.


mbl.is Hvar á að taka þessa peninga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn beðið eftir efnahagstillögum S og VG

Þótt ríkisstjórnarflokkarnir hafi sagst ætla að koma með efnahagstillögur strax, hefur ekkert komið.

Það eina sem þeir geta tjáð sig um efnahagsmál, er að gagnrýna tillögur Framsóknar, sérstaklega 20% niðurfærslu íbúðalána, sem gengur vel upp, eins og ég rakti hér.

Sérstaklega er athyglisvert að fylgjast með Gylfa Magnússyni gagnrýna leið, sem hann sagði reyndar sjálfur að gengi vel upp, seinast í janúar. Þá var reyndar talað um allt að 40% niðurfærslu, en ekki 20%.


mbl.is Vill rjúfa þing 12. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurfærsluleiðin gengur vel upp

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki komið fram með neinar tillögur til að koma heimilum landsins til hjálpar, þrátt fyrir fagurgala þegar minnihlutastjórnin var mynduð.

Það hefur Framsókn nú gert og viðbrögð ríkisstjórnarflokkanna láta ekki á sér standa. Forsvarsmenn þeirra gagnrýna þá eins og á kappræðufundi væru, en sjá ekki neina ástæðu til að koma með tillögur sem ná þá betur markmiðunum.

Forsætis- og fjármálaráðherra tala um að 20% niðurfærsluleiðin sé óraunhæf og kosti skattborgarana stórfé. Það er ekki rétt og ætla ég að reyna að útskýra það hér.

20niðurfærslan

A: Fyrir hrunið voru íbúðalán landsmanna nokkuð jafnt skipt milli bankanna og Íbúðalánasjóðs, 1.300 milljarðar alls.

B: Við aðskilnað milli gömlu og nýja bankanna var íbúðalánasafn þeirra fært inn í nýju bankanna og það metið á 50% og fengu þeir skuldabréf upp á ca 325 milljarða fyrir. Hitt var afskrifað.

C: Tillaga Framsóknar gengur út á að færa þessi íbúðalán inn í Íbúðalánasjóð, sem hefur þá greitt 975 milljarða yrir 1.300 milljarða lánasafnið.

D: Með því að afskrifa 20% af því safni, á Íbúðalánasjóður enn lausa 65 milljarða til að taka á sig hugsanlega aukin útlánatöp, sem eru jú talsvert minni en ef ekki yrði farið í niðurfærslu. Annað gengur beint til húsnæðiseigenda.

E: Með því að niðurfæra húsnæðislán um 20%, að ákveðnu hámarki fyrir hvern auðvitað, léttist greiðslubyrði íbúðaeigenda sem eykur líkurnar á því að hægt sé að standa í skilum. Fleiri aðgerðir eru einnig í tillögum Framsóknar gagnvart þeim sem ekki ráða við lánin þótt niðurskrifuð væru, þar sem ákveðið hlutfall launa fari í greiðslu á lánum, en það sem upp á vantaði, bættist aftan við lánið.

Þessar tillögur eru skýrar og ganga vel upp.

20% niðurfærsla gagnvart fyrirtækjum og atvinnulífi eru svo sjálfstæðar tillögur sem ég fer betur yfir seinna, en á meðan bíð ég í ofvæni eftir tillögum annarra flokka.


Fjármálaráðherra hlustar ekki og dæmir svo

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson taldi rétt að kynna efnahagstillögur Framsóknarflokksins fyrst fyrir forystumönnum ríkisstjórnarinnar, áður en þær voru kynntar opinberlega. Það hefur greinilega ekkert haft upp á sig, því Steingrímur J Sigfússon hefur ekkert hlustað á röksemdir hans. Við yfirfærslu íbúðalánanna til nýju bankanna voru þau lánasöfn metin á 50% af nafnvirði.

Við yfirfærslu íbúðalánanna frá bönkunum til Íbúðalánasjóðs, myndi hluti af þeirri niðurfærslu ganga beint til lántakenda, almennings í landinu, hinn hlutinn, 30% færi í að mæta niðurfærslu á þeim lánum sem Íbúðalánasjóður hefur sjálfur veitt. Það sem umfram er, myndi svo falla á ríkissjóð.

Ekki 1.200 milljarðar, sem væri heildarniðurfærslan, sem eigendur lánasafnanna hafa þegar afskrifað og líta ekki lengur á sem verðmæti, heldur mun lægri upphæð, af stærðargráðunni 200-300 milljarðar.

Það er ekki traustvekjandi ef fjármálaráðherra þjóðarinnar misskilur hlutina svona hrapalega, hlustar ekki og dæmir svo.

Ef Steingrímur J Sigfússon telur þessar tillögur svona arfaslæmar, væri rétt að hann kæmi fram með einhverjar betri.


mbl.is 20% niðurfærsla 1.200 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álitamál Birgis

Helsta álitamál Birgis Ármannssonar hlýtur að vera hvort til greina komi að skipa einhvern embættismann sem ekki er Sjálfstæðismaður í 3. lið.

Stjórnarskráin hlýtur að taka á því hvort það sé heimilt og þeir dómarar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur skipað í Hæstarétt hljóta allrar náðarsamlegast að geta veitt sitt hlutlausa álit á því hvort það sé heimilt.


mbl.is Þarf að skoða málið betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband