Er íhaldið óvant málefnaumræðu?

Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarnar kosningabaráttur keyrt grimmt á ímynd, en ekki komið fram með beinar tillögur, en hafa verið ófeimnir við að gagnrýna tillögur annarra.

Nú er íhaldið upp við vegg og þurfa að koma með beinar tillögur. Það virðast það ekki kunna, samanber tillöguna um einhliða upptöku Evru. Það er nú það minnsta að kanna í það minnsta örlítið raunsæi í þeim tillögum sem settar eru fram. Eitt til tvö símtöl hefðu dugað.

En nei. Þeir fá á sig háðuglega gagnrýni og viðbrögðin.

Auðvitað fer Björn Bjarnason og Sjálfstæðisflokkurinn í fýlu. Hvað annað?


mbl.is ESB blandar sér í kosningabaráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

200 milljarðar til sparifjáreigenda en ekkert til húsnæðiseigenda?

Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks veitti 200 milljörðum til að minnka tjón fjármagnseigenda í peningamarkaðssjóðum, þar af 11 til að reyna að bjarga pólitískri framtíð Illuga Gunnarssonar í sjóði 9, auk geysistórra fjárhæða til að tryggja innistæður í bönkum.

Þá var þeim hjálpað mest sem mest áttu.

Nú gagnrýnir Jóhanna Sigurðardóttir og Samfylkingin öll 20% tillögur Framsóknarmanna á þeim forsendum að hugsanlega verði einhverjum hjálpað sem ekki þurfi nauðsynlega á því að halda.

Hvað gerði Jóhanna sjálf?

Hún styrkti fjármagnseigendur, stóra sem smáa!!!

Framsóknarmenn vilja að þær afskriftir sem lánardrottnar bankanna veita nýju bönkunum verði veitt áfram til fjölskyldna í landinu, um 260 milljarða króna, samkvæmt eftirfarandi yfirliti um 20% leiðina, sem betur er útskýrt hér.

20niðurfærslan

EKKI KRÓNA á að renna úr ríkissjóði

Jafnvel þótt að til þess kæmi að ríkissjóður þyrfti að leggja til þetta fé, yrði að horfa á það í réttu samhengi. Það eignahrun sem yrði ef húsnæðismarkaðurinn hryndi er miklu miklu meira en sem þessu nemur, en einungis þarf 6% lækkun húsnæðisverðs til að brenna meiri verðmætum en sem þessu nemur mv Fasteignamat.

Tillögurnar hafa það í för með sér að bankarnir geta ekki tekið þessar afskriftir og skráð sem eigið fé, líkt og VBS gerði við fyrirgreiðslu Steingríms J Sigfússonar fjármálaráðherra, heldur þarf ríkið að leggja bönkunum til raunverulegt fjármagn, sem þeir geta svo lánað út og komið hjólum atvinnulífsins í gang.

Ef eigið féð yrði búið til úr þessum afskriftum, hefðu bankarnir ekkert laust fé að lána atvinnulífinu og allt yrði jafnbotnfrosið og áður.

Það þarf því hvort eð er að leggja bönkunum til lausafé, óháð því hvort afskriftirnar verða settar inn sem eigið fé eður ei.

Þannig að 20% leiðin er fær, hún er sanngjörn og hún er eina leiðin sem fram hefur komið til að koma efnahagslífinu aftur í gang og stöðva það hrun sem framundan er ef ekkert verður að gert.


mbl.is Ræddu um að sprengja stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræsni VG

"Fyrir síðustu kosningar var þannig ausið úr ríkissjóði loforðum og skuldbindingum, jafnvel til margra ára fram í tímann. Ég hygg að vikan fyrir 12. maí síðastliðinn eigi eftir að reynast sú dýrasta á öllu liðnu kjörtímabili þegar allt verður talið. Þingflokkur Vinstri grænna hefur einmitt óskað eftir því að allt þar verði talið. Við höfum óskað eftir skýrslu um kosningavíxlana og ég vænti þess að þegar hún hefur litið dagsins ljós þá verði hún tekin hér til umræðu."

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Alþingi 11. október 2007.


mbl.is Breytingar á búvörusamningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur J stöðvar græna stóriðju á Íslandi

Orð og gjörðir Vinstri grænna fara ekki saman.

Við setningu raforkulaga bjuggu Framsóknarráðherrarnir Valgerður Sverrisdóttir og Guðni Ágústsson svo um hnútana að garðyrkjubændum yrði bætt sú raforkuverðshækkun sem af lögunum hlaust.

Þá leiðréttingu afnám Sjálfstæðismaðurinn Einar K Guðfinnsson einhliða í sinni valdatíð.

Nú hafði Steingrímur J Sigfússon, sem er bæði fjármálaráðherra og landbúnaðarráðherra, gott tækifæri til að afturkalla þann ósómagjörning íhaldsins.

Það gerði hann ekki og nú hefur ríkið meiri tekur af hverri kílóvattsstund til garðyrkjubænda en íslenskra heimila, annarra stórnotenda og stóriðju.

Steingrímur J er með þessari aðgerð að kippa fótunum undan rekstrargrundvelli ylræktar í landinu.

Held að vinstri grænum væri rétt að hætta að tala um eflingu garðyrkju í sínum málflutningi meðan þeir ástunda svona skemmdarverk á íslensku atvinnulífi.


mbl.is Garðyrkjubændur skrifuðu ekki undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðræður við ESB og stöðugleikasamningur

Staða íslensku krónunnar og íslensks efnahagslífs kalla á tafarlaus viðbrögð.  Með aðildarumsókn til ESB er mörkuð stefna í efnahags- og peningamálum sem líkleg er til til að auka hér stöðugleika. Til að tryggja þann stöðugleika í sessi er mikilvægt að í viðræðuáætlun Íslendinga og ESB sé í upphafi gert ráð fyrir stöðugleikasamningi við Seðlabanka Evrópu og aðild að ERM2, sem er skilgreint aðlögunarferli þeirra myntsvæða sem stefna að upptöku Evru.  En þannig fær íslenska krónan þann bakhjarl sem hún þarfnast meðan unnið að uppbyggingu efnahagslífsins og skilyrðum að aðild að Myntsamstarfinu er fullnægt og hægt að taka hér upp Evru.

- FYRIR OKKUR ÖLL


mbl.is Fullnægir einu af sjö skilyrðum Maastricht
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óheilindi íhaldsins og Kristjáns Möller

Það er óvenjulegt að fylgjast með óheilindum Sjálfstæðisflokksins varðandi störf Alþingis.

Það hefur glögglega opinberast að Sjálfstæðismenn líta niður á Alþingi og telja að völdin eigi að vera hjá ráðherrum, helst þeirra sjálfra.

Á sama hátt var ömurlegt að heyra Kristján L Möller ljúga því blákalt að ekkert hafi verið búið að gera varðandi Norðfjarðargöng áður en hann kom í ráðuneytið. Hið rétta er að jarðfræðivinna, hagkvæmniútreikningar og frumhönnun var lokið og langt komin þegar hann settist í stólinn.

Menn verða að segja satt og koma hreint fram.


mbl.is Ofbeldi og skemmdarverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB umsóknarstjórn í kortunum

Ef eitthvað er að marka Samfylkinguna og VG er rétt að benda kjósendum á að eina leiðin til að tryggja að sótt verði um aðild að  ESB svo fólk geti fengið spilin á borðið og tekið málefnalega afstöðu um framtíðarstöðu Íslands í Evrópu í þjóðaratkvæði er að tryggja Framsókn og Samfylkingunni meirihluta á þingi.

Til þess þarf Framsókn að bæta við sig 4 þingmönnum frá síðustu skoðanakönnun - fyrir okkur öll.


mbl.is Hafa ekki leyst ágreining um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íhaldið...

...er á móti öllum þeim breytingumsem kynnu að valda því að tök flokksins og áhrifamanna þeirra á íslensku samfélagi minnkuðu.

Skiptir engu þótt mikill meirihluti íslensku þjóðarinnar sé fylgjandi breytingum á stjórnarskránni.

Sama hvort mælt er beint eða gegnum fylgistölur þeirra framboða sem vilja breyta stjórnarskránni.

VG og Samfylkingin standa illa í lappirnar í þessu máli, þannig að þessir flokkar svíkja loforð um stjórnlagaþing, sem var eitt skilyrða Framsóknar fyrir að verja minnihlutastjórnina falli, ásamt sviknu loforði um aðgerðir til að koma efnahagslífinu í gang og slá skjaldborg um heimilin.

Framsókn stóð aftur á móti við sitt loforð og hafði frumkvæði að því að koma íhaldinu frá völdum. Ekki hafði Samfylkingin dug í sér til þess. Stólarnir hafa líklegast verið of þægilegir til að hægt væri að taka slíka sénsa.


mbl.is Stjórnarskráin ekki á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG ræðst gegn sjálfstæði sveitarfélaga

Vilji sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps er skýr. Hann er sá sami og vilji annarra sveitarfélaga sem koma að Holta- og Hvammsvirkjunum í Þjórsá.

Sveitarstjórnin vill atvinnuuppbyggingu og taka með því þátt í endurreisn íslensks efnahagslífs.

Ef Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra, ræðst í krafti valds síns gegn uppbyggingu í landinu með þeim hætti að neita að skrifa undir aðalskipulag sveitarfélagsins er hún um leið að nema úr gildi skipulag annarra sveitarfélaga sem hafa Holta og Hvammsvirkjanir á sínu aðalskipulagi. Ríkið hlýtur þar með að vera skaðabótaskylt ef hún ræðst með þeim hætti gegn hagsmunum sveitarfélaganna, sem samkvæmt lögum sem Alþingi hefur sett hafa klárlega skipulagsvaldið innan sinna marka.

Þannig er framkvæmdavaldið enn og aftur að ganga á hlut löggjafarvaldsins. Því verður að breyta.

Eygló Harðardóttir hefur staðið mynduglega vörð um hagsmuni þjóðarinnar og íbúa kjördæmis síns í þessu máli og ber heiður og þökk fyrir.


mbl.is Kolbrún á fund vegna skipulags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem gerðist um páskana...

...var aðgerð annars arms Sjálfstæðisflokksins til að koma í veg fyrir að Guðlaugur Þór Þórðarson yrði formaður Sjálfstæðisflokksins eftir 2 ár.

Það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn horfir fram á lélegustu niðurstöðu í Alþingiskosningum frá stofnun flokksins og sérstaklega stefnir í háðuglega útreið í Kraganum. Það væri að óbreyttu þungbær niðurstaða fyrir Bjarna Benediktsson, nýkjörinn formann flokksins og ólíklegt að honum hefði verið lengi sætt í embætti, sérstaklega ef Guðlaugi Þór gengi sæmilega í sínu kjördæmi.

Þess vegna er þessu máli skúbbað núna, til að gera út af við formannsdrauma Guðlaugs, sem er eina formannsefni þess arms, eftir að Kristján Þór tapaði naumlega fyrir Bjarna um daginn. Skaðinn fyrir Sjálfstæðisflokkurinn er hvort eð er ekki svo mikill. Flokkurinn er ekki á leiðinni í ríkisstjórn, fylgið komið ofan í innstakjarnafylgi, þannig að það mun ekki minnka mjög mikið við þessa aðgerð og staða Bjarna því völduð um hríð.

Þann tíma þarf hann svo til að bæta stöðu flokksins, því með því að byrja nógu neðarlega, mælist risið jú því hærra.

Þessi bloggfærsla Björns Bjarna og það viðhorf sem hún lýsir staðfestir þetta enn frekar.


mbl.is Heiður Sjálfstæðisflokksins ekki metinn til fjár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband