Valgerður sýnir frumkvæði og djörfung
20.4.2007 | 22:41
Borgin leitar lausna
20.4.2007 | 16:27
Í grænum skrefum Reykjavíkurborgar er leiðum til breytinga á þessari þróun lýst. Lykillinn að minnkuðu útstreymi frá samgöngum eru bættar almenningssamgöngur og virkjun líkamsorku til samgangna, með því að hvetja til hjólreiða og notkunar tveggja jafnfljótra. Þannig er lagt til að þjónusta Strætó sé bætt og gera á tilraun með að gefa frítt í strætó. Ef sú tilraun gefur árangur í minnkuðu umferðarálagi er hægt að réttlæta þau útgjöld sem skapaði þá grundvöll fyrir frekari skrefum í þá átt.
Bæta á göngustígakerfið og verðlauna þá bíleigendur sem eiga vistvænustu bílana með fríum bílastæðum auk þess að stórátak verður gert í gróðursetningu trjáa.
Vandinn í þessari umræðu í heild sinni er náttúrulega sá að Íslendingar hafa fyrir löngu náð svo góðum árangri í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa að frekari skref eru okkur mun erfiðari en nágrannaþjóðanna sem eiga langt í land miðað við okkur.
![]() |
Útstreymi gróðurhúsalofttegunda hefur aukist um 30% í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Oft má satt kyrrt liggja
20.4.2007 | 07:55
![]() |
Íkveikja ekki útilokuð í rannsókninni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Undirboð á launamarkaði?
19.4.2007 | 22:46
Ég hef verið að spá í því undanfarið þegar umræðan um að útlendingar séu að lækka laun á vinnumarkaði, um hvað sé í raun og veru verið að tala og hver sé hin raunverulega rót þess. Ég veit nefnilega ekki betur en að þessir starfsmenn séu að fá laun samkvæmt taxta, sem samið hefur verið um í samningum aðila vinnumarkaðarins. Nú er ég ekki að tala um starfsemi starfsmannaleiga, sem reyndar er búið að setja mun þrengri ramma.
Getur ekki verið að ástæðan fyrir því að þetta er vandamál sé sú að verkalýðsfélögin hafi litið á launaskriðið sem náttúrulögmál, og ekki einbeitt sér nægjanlega að því að hækka taxtana í samningum til samræmis við rauntaxta? Þess vegna séu taxtarnir í samningunum orðnir úreltir og þegar fólk er ráðið inn erlendis frá, á taxtakjörum, svo mikið ódýrara atvinnurekendum og því ógnun við þau kjör sem launafólk hefur haft undanfarin ár. Er því ekki um að ræða að í stað þess að tala um undirboð, sé verið að tala um ekki yfirboð?
Er ráðlegt að beina olíuskipum á íshafsvæði?
19.4.2007 | 10:12
Þessi frétt um að hundrað bátar selveiðimanna séu fastir í ísnum, fær mann til að minnast þess að fyrir stuttu barst ís inn á Dýrafjörð, þar sem hugmyndir eru að byggja olíuhreinsunarstöð.
Það er mikil pressa á skipum og hreinsistöðvum að ekkert stoppi, hver klukkustund er kostnaðarsöm og því hætt við að skip freistist til að fara í ísvatn, sem hugsanlega getur farið illa. Það var við slíkar aðstæður sem ExxonValdez fór upp á sker. Þótt frumorsök þess slyss hafi verið drukkinn skipstjóri, er ljóst að ef af þessu verður, verður að taka upp leiðsögn um svæðið, svipað og er gert í Noregi.
![]() |
Hundrað bátar selveiðimanna fastir í ísnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Breyting á ráðuneytum - skýrar tillögur
18.4.2007 | 22:53
Á síðasta flokksþingi Framóknar var kynnt vinna starfshóps sem vann að tillögum um breytingum á Stjórnarráði Íslands, þ.e. ráðuneytunum.
Hópurinn skilaði niðurstöðu í formi frumvarps til laga, sem hægt væri að taka til efnislegrar meðferðar strax á næsta þingi.
Meginatriði tillagna nefndarinnar eru eftirfarandi:
- Áréttað er að ríkisstjórn skiptir sjálf með sér verkum en ekki löggjafinn.
- Grunneiningar Stjórnarráðsins verði um 60 skrifstofur.
- Mál, sem eðli máls samkvæmt heyra saman, falla undir sömu skrifstofu.
- Unnt verður að breyta samsetningu, fjölda og heitum ráðuneyta.
- Samsetning, fjöldi og heiti ráðuneyta eru ekki bundin í lögum.
- Illsamrýmanleg mál eiga ekki að heyra undir sama ráðherra.
- Forsætisráðherra fer að jafnaði ekki með önnur málefni en æðstu yfirstjórn.
- Áréttuð er heimild til þess að skipa ráðherra án ráðuneytis.
- Bætt er við heimild til þess að skipa aðstoðarutanríkisráðherra.
- Ráðherrar sitja ekki á þingi á meðan þeir gegna ráðherraembætti.
- Ekki er dregið úr sérþekkingu embættismannakerfisins og stöðugleika.
- Pólitísk forysta í Stjórnarráðinu gagnvart embættismannakerfi er stórefld.
Í tillögunum er sem sagt tekið á fjölda mála sem hefur staðið stjórnsýslunni fyrir þrifum. Allir flokkar hafa stundað pólitískar ráðningar inn í embættismannakerfið, vegna þess að einn aðstoðarmaður ráðherra er ekki nóg. Betra er að hlutirnir heiti sínu rétta nafni og heimilað verði að ráða fleiri pólitíska aðstoðarmenn tímabundið, en þeim sé ekki troðið inn í embættismannahópinn, sem fær þar með meiri frið til að vinna sína vinnu. Um þetta hefur verið rætt og ritað lengi, sem og það að ráðherrar séu ekki þingmenn samtímis og heimilt verði að ráða ráðherra án ráðuneytis, til að sinna sérstökum verkefnum, t.d. ef gengið yrði til samninga við Evrópusambandið gæti sá sem leiddi þá vinnu verið slíkur ráðherra.
Meginbreytingin í nálgun Framsóknar að stjórnarráðinu er að grundvalla stjórnarráðið ekki á ráðuneytum, heldur skrifstofum, sem svo eru sett saman í ráðuneyti. Skrifstofurnar séu einingar sem gangi starfsmannalega upp, þannig að yfirmaður skrifstofu hafi hæfilega marga undirmenn. Samsetning skrifstofa í ráðuneyti væri hægt að hafa breytileg, allt eftir þeim áherslum sem stjórnvöld hafa á hverjum tíma og þeim verkefnum sem fyrir liggja. Lög frá Alþingi kvæðu ekki á um hvar innan framkvæmdavaldsins verkefnin væru leyst, heldur væri það á ábyrgð framkvæmdavaldsins. Á þann hátt og með því að ráðherrar gegndu ekki samtímis þingmennsku, væri aðskilnaður löggjafar og framkvæmdavalds betur tryggður.
Í lok skýrslunnar er svo sett upp dæmi um ráðuneyti og skrifstofur eins og við sáum þetta fyrir okkur. Þær hugmyndir eru ekki endanlegar og verða það aldrei, en með því að innleiða skrifstofuhugsunina, er frekar tryggt að stjórnarráðið endurspegli frekar þau verkefni sem það þarf að inna af hendi á skilvirkan hátt.
Hinir flokkarnir hafa allir talað um fækkun ráðuneyta og nefnt eitt eða tvö, en engin þeirra hefur skoðað málið í heild sinni til enda. Það hefur Framsókn gert í anda sinnar hefðar, öfgalaust, frjótt og skynsamlega.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gildi öflugra slökkviliða
18.4.2007 | 15:20
Atburðir eins og þessi ættu að vera öllum til viðvörunar um að tékka á brunavörnum heima hjá sér. Eru slökkvitækin á heimilum ykkar og yfirfarin? Eru reykskynjararnir til staðar og í lagi?
Það að geta kallað út 70 manns án fyrirvara sýnir hversu öflugt og gott skref það var að sameina slökkviliðin á Höfuðborgarsvæðinu undir einn hatt SHS. Vonandi fara menn varlega þarna, því þarna eru steikarpottar og kannski gaskútar, sem breytast í tundurskeyti ef þeir springa.
![]() |
Þök rifin af brennandi húsum - gaskútageymslur í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eftirlaunafrumvarpið - er ISG með slæma samvisku?
17.4.2007 | 22:48
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að það verði hennar fyrsta verk, komist hún í ríkissjórn, að stroka Ísland út af lista hinna viljugu þjóða og afnema eftirlaunafrumvarpið.
Það var og... Ekki eru mörg verkefni aðkallandi, fyrst þessi eru þau sem eru mest aðkallandi. Gangi henni annars vel að finna penna sem hægt er að nota til að stroka út úr fréttatilkynningum Hvíta Hússins, þótt ég geri ekki lítið úr því að okkar land hefði aldrei átt að setja á einhvern svona lista. Nóg um það.
Það sem mér finnst samt furðulegast í hennar málflutningi er þetta með eftirlaunafrumvarpið. Við upphaflegu lagasetninguna sást mönnum yfir að menn gætu tekið tvöföld laun, færu menn til annarra starfa að lokinni þingsetu og ráðherradómi. Halldór Ásgrímsson lýsti því yfir að það væri rangt að hafa þetta svona og lagði til við forsætisnefnd, sem hefur flutt þessi mál, að þessi réttur yrði felldur niður í upphafi forsætisráðherratíðar sinnar.
Sjálfstæðisflokknum var svo sem sama um málið, en stjórnarandstaðan lagðist þvert gegn frumvarpsdrögum Halldórs. Taldi stjórnarandstaðan að fella ætti niður þau réttindi sem menn hefðu áunnið sér. Þau vildu sem sagt ganga lengra en stjórnarskráin heimilaði, og var það seinna staðfest með hæstaréttardómi.
Niðurstaðan: Engin breyting var gerð, enda venja að allir þingflokkar standi að svona málum, eins og raunin var með upphaflega málið.
Nú kemur ISG fram, sakleysið uppmálað og vill breyta, þótt hún hafi sjálf staðið í vegi fyrir því að það væri þegar búið og gert!!!
Ja, það margt er skrítið...
Frábært
17.4.2007 | 21:51
Vonandi gengur þetta vel...
17.4.2007 | 11:32
Eyddi aðventunni, jólunum og janúar úti í skipinu við stjórn olíudælingarinnar. Eitt það mest krefjandi verkefni sem ég hef tekið að mér, á eftir flutningi á olíustöðinni í Laugarnesi út í sjó árið 1998, sem var einnig stórkostlega erfitt, krefjandi og skemmtilegt en leystist vel af góðum hóp manna.
Skipið er ágætlega á sig komið miðað við aðstæður, hefur verið ágætlega við haldið og það eru allar forsendur fyrir því að þetta eigi að ganga vel hjá þeim, ef Guð og veður lofar. Aðalmálið er að missa sig ekki í steypubrjálæði þegar fjörið byrjar og vera viðbúinn því að hætta við ef eitthvað fer ekki samkvæmt áætlun. Botninn þarna er þannig að annaðhvort losnar skipið eða ekki. Það er ekki hægt að draga það á flot eins og þegar Baldvin Þorsteinsson strandaði. Það þarf að fljóta og þá er eftirleikurinn nokkuð auðveldur.
Það eru einhverjar sleikjur af olíu innan í nokkrum tönkunum, sem ekki var hægt að ná, nema með því að fara niður í geymana og skafa, sem var ekki forsvaranlegt að gera, þannig að það gæti komið einhver brák ef skipið sykki eða færi að hallast mikið.
En gangi ykkur vel
![]() |
Wilson Muuga tilbúið fyrir brottför af strandstað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)