Kastljósið að girða sig í brók
30.4.2007 | 20:34
Í Kastljósi kvöldsins var sýnd umsókn kærustu sonar Jónínu Bjartmarz um íslenskt ríkisfang. Sagðist Kastljós hafa undir höndum allar 18 umsóknirnar og bar saman ástæður þeirra og hennar, en hún var sú eina í þeim hópi sem var veitt ríkisfang á grundvelli skerts ferðafrelsins. Hafði hún dvalið skemmst af þeim sem sóttu um, en einnig kom fram að 50 af þessum 150 höfðu dvalið skemur en í 2 ár.
Það er greinilegt að Páll Magnússon hefur tekið til sinna ráða og farið fram á vandaðri vinnubrögð.
Bjarni Benediktsson, formaður Allsherjarnefndar, vildi ekki koma í viðtal Kastljóssins en sagði að fleirum hafi verið veitt ríkisfang á grundvelli sömu aðstæðna og stúlkunnar á kjörtímabilinu.
Það sem upp úr stendur er þetta:
- Ekkert hefur komið fram sem styður fullyrðingar um að Jónína hafi haft áhrif á afgreiðslu málsins.
- Einhverjum mér óþekktum fjölda öðrum hefur verið veittur ríkisborgararéttur á grundvelli skerts ferðafrelsis
Það má alltaf ræða það hvort þetta séu réttmætar og eðlilegar ástæður, en ekkert hefur enn komið fram sem styður það að stúlkan hafa hlotið sérmeðferð vegna tengsla sinna við ráðherra og ekkert sem styður að ráðherra hafi beitt sér í málinu.
Ég fagna því að Kastljósið hafi farið fram á samantekt á ástæðum fyrir öllum þeim ríkisfangsveitingum sem Alþingi hefur afgreitt á kjörtímabilinu og verður hún örugglega til þess að þessi mál fái yfirvegaðri umfjöllun
Betur væri ef menn hefðu viðhaft svona vinnubrögð strax við upphaf málsins, en ekki skotið og spurt svo.
Vandi á höndum í Þjórsárverum
30.4.2007 | 17:32
Starfshópur Umhverfisráðherra um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum hefur skilað af sér.
Ekki náðist samstaða í nefndinni um hversu langt ætti að ganga og lagði hópurinn því til að ganga eins langt og samstaða var um, en heimamenn lögðust gegn því að það svæði sem Norðlingaöldu er ætlað yrði friðlýst. Er um stefnubreytingu að ræða af hálfu Skeiða- og Gnúpverjahrepps, en oddviti þeirra Gunnar Örn Marteinsson var fulltrúi hreppsnefndar í hópnum. Fyrri sveitarstjórn lagðist gegn Norðlingaölduveitu, og veittu ekki framkvæmdaleyfi fyrir henni, en í kosningum til þeirrar sveitastjórnar voru Þjórsárverin helsta og í rauninni eina kosningamálið. Lítið sem ekkert var fjallað um Þjórsárverin í aðdraganda síðustu kosninga, svo þessi stefnubreyting er athyglisverð í því ljósi.
Ég sé þrjá kosti í stöðunni fyrir ráðherra:
- Fara að tillögum nefndarinnar. Þar með væri Norðlingaalda í raun fest í sessi, amk er framkvæmd hennar líklegri.
- Friðlýsa Eyvafenin með og ganga þar með gegn vilja heimamanna. Sá kostur er þó einungis gerlegur ef handhafi þjóðlendunnar, Geir H Haarde, forsætisráðherra samþykkir.
- Gera ekki neitt og halda stöðunni opinni. Í ljósi þeirrar réttaróvissu sem er um virkjanaleyfið eftir hæstaréttardóm sem felldi hluta úrskurðar setts umhverfisráðherra, úr gildi, eru forsendur veitunnar breyttar og því eðlilegt að meta hana með öðrum þeim kostum sem falla undir rammaáætlun og stefnt var að að meta í frumvarpi Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra, en stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að yrði að lögum.
Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þessa máls.
Svekktur ...
29.4.2007 | 13:48
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Fréttastofa Sjónvarpsins að missa allan trúverðugleika
28.4.2007 | 19:39
Sjónvarpið er ekki hætt rógsherferð sinni á hendur Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðherra.
Þau rifja upp málið á sama hátt og í gær, hamra á því að mál þessarar stúlku sé einstakt þrátt fyrir að formaður Allsherjarnefndar hafi fullyrt að svo sé ekki. Hann skýrði greinilega frá því að 30% af þeim 150 sem hefðu fengið íslenskt ríkisfang með þessum hætti á síðasta kjörtímabili, hefðu dvalið hér á landi innan við 2 ár, en 15 mánaða dvalartími hennar er það sem Helgi Seljan, fv kosningastjóri Samfylkingarinnar, notar sem aðalrök í sínum málflutningi. Í því ljósi verður að spyrja, Hvað gengur þeim til að halda áfram sinni rógherferð? Af hvaða hvötum eru þau að níðast á þessari stúlku frá Guatemala?
Að sjálfsögðu má Bjarni Benediktsson ekki greina nákvæmlega frá málsatvikum, frekar en að hann mætti ekki greina frá því af hverju þeim palestínsku konum sem dregnar voru inn í fréttatímann var synjað. Reyndar kom ekki fram í fréttinni að þær hefðu sótt um ríkisfang til Alþingis. Bara að Útlendingastofnun hefði hafnað þeim.
Þær eru svo látnar koma með fyrirsögnina, spurðar leiðandi spurningar "eru allir jafnir fyrir lögum?" sem þær svara leiddar neitandi. Hvers konar endemis vinnubrögð eru þetta?
Að leiða einhvern einstakling úti í bæ sem ekkert þekkir til málsins og biðja hann um að meta það hvort stúlkan frá Guatemala hefði átt að fá ríkisfang en ekki hún sjálf, eru svo ótrúleg vinnubrög af hendi Sigríðar Hagalín að það tekur ekki nokkru tali.
Það er afar eðlilegt að fjölmiðlar fjalli um þetta ferli eins og allt annað í samfélaginu, en ættu að forðast að draga mál einstaklinga inn í umræðuna.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Helgi Seljan, Kastljósið og öll fréttastofa sjónvarpsins setur mikið niður og trúverðugleiki þeirra er stórlaskaður og það er greinilegt að Páll Magnússon verður að taka til sinna ráða. Ég hvet alla til að styrkja hann í þeirri óhjákvæmilegu skoðun sinni með því að senda honum áskorun á pall.magnusson@ruv.is um að taka til hendinni á fréttastofunni og í Kastljósinu.
Galdrar í byggðamálum?
28.4.2007 | 17:11
Var að horfa á kjördæmaþátt NV í sjónvarpinu áðan. Það var eins og það væri bara eitt hérað í þessu kjördæmi, Vestfirðir. Verandi kvart-Vestfirðingur ætti ég að vera kátur með það - og þó. Jón Bjarnason, VG, gjammaði eins og Lilli klifurmús ofan í allt og alla, leyfði mönnum ekki komast að, þannig að þáttastjórnendur þurftu að klippa á með því að spila innslag af bandi. Ekki einu sinni lokaorð manna fengu að vera í friði fyrir gjamminu. Þegar svo var ítrekað gengið á hann um hvaða lausnir hann hefði á vanda Vestfirðinga, fór hann bara að skamma núverandi stjórnarmeirihluta, aftur og aftur en engar lausnir. Jú eitthvað um opinber útgjöld og opinber störf. Minntist ekki einu sinni á venjulega galdraorð VG í atvinnumálum, ferðamennsku. Kannski er hann búinn að átta sig á því að það er afar árstíðabundin vinna, með lágum launum og miklum umhverfisáhrifum , bæði vegna átroðnings á náttúruverðmæti og losun gróðurhúsalofttegunda og örugglega hæstu gjaldþrotatíðni af öllum atvinnuvegum? Nei. Held að hann hafi bara gleymt því í orðaflaumnum. Olíuhreinsistöð? Nei, fuss og svei. Eina sem hann minntist á voru samgöngur og jöfnun flutningskostnaðar. Mál sem ég held að allir flokkar séu sammála um. Íslandshreyfingin dinglaði með og bergmálaði það sem VG og Frjálslyndir tölu um á víxl.
En til að það sé hægt að jafna flutningskostnað og til þess að það sé eitthvað að flytja þarf að vera atvinnulíf. Atvinnulíf sem blómstrar og það blómstar helst ef því eru sköpuð almennileg rekstrarskilyrði, einfalt og gagnsætt regluverk, sveigjanlegur vinnumarkaður og öflug nýsköpun og þróun. Ekki bara nýsköpun í litlum fyrirtækjum, heldur í öllum fyrirtækjum, stórum sem smáum. Það vill stundum gleymast og árangurinn er mældur í fjölda lítilla óburðugra fyrirtækja sem því miður fara of oft á hausinn. Þar þarf ekki endilega sértækar aðgerðir fyrir hvert svæði, aðallega að það sé hægt að reka fyrirtækin.
Búið er að gerbylta öllum nýsköpunar- og þróunarstuðningi í íslenskum atvinnuvegum undanfarin ár. Árangur þess hefur ekki að fullu komið í ljós, en þar hefur finnsku leiðinni verið fylgt, sem Ómar vill nú endilega að við förum að fylgja!
Milljarður af símagullinu fór í nýsköpunarsjóð og hálfur milljarður í tækniþróunarsjóð og fyrirheit eru um enn meira. Þetta er það sem ríkið á að standa í, öllum atvinnuvegum til góða, hvar sem þau eru á landinu. Sértæk hjálp letur bara og er ekki sjálfbær til lengdar, þótt tímabundnir vaxtarsamningar við héruðin séu réttlætanlegir. Svo þarf að vinna að því að einfalda regluverkið og það verður fyrst gert af einhverju viti með stofnun atvinnuvegaráðuneytis. Held að allir flokkar hafi það á sinni stefnuskrá, svo ég vona að stólagírugheit við næstu stjórnarmyndun tefji það mál ekki frekar.
Mér fannst Addi Kidda Gau góður. Mér líkar vel við manninn, þótt ég þekki hann ekkert. Virkar heiðarlegur og blátt áfram. Verst hvað hann er í slæmum félagsskap þessa dagana og ég sárvorkenni honum í þessari útlendingaumræðu sem hann hefur greinilega enga sannfæringu fyrir. Er honum reyndar algerlega ósammála í fiskveiðistjórnuninni, hvernig ætlar hann að fjármagna afnám kvótakerfisins, en mig minnir að uþb 80% þeirra heimilda sem eru í kerfinu hafi verið keypt, en ekki "afhent" í upphafi? Það er ekkert í þeirra stefnu um hvaðan þeir peningar eigi að koma. Þeir verða að koma úr Velferðinni, samgöngum eða menntuninni. Það er ekki um mikið annað að ræða, nema þeir vilji hækka skatta. Þeir eru brattir þykir mér.
Samfylkingarmaðurinn er að koma til. Mér finnst alltaf traust þegar menn melda pass í málum sem þeir þekkja ekki. Það er heiðarlegt og ber að virða og Sturla virðist einnig vera að komast í þjálfun.
Finnst hallærislegt að vera að mæra eigin menn um of, en Magnús hefur vaxið mikið síðan hann varð félagsmálaráðherra. Traustur og rökfastur, lætur ekki vaða yfir sig og kynnir góða stefnu Framsóknar þannig að maður skilur hana.
Hafandi sagt þetta á móti sértækum aðgerðum vildi ég koma með þá hugmynd að Þingeyrarflugvöllur verði byggður þannig að hann gæti þjónustað vöruflutninga til beins útflutnings. Það sparar landflutningskostnað og bætir samkeppnisstöðu fiskvinnslunnar á Vestfjörðum og bætir um leið öryggi fjórðungsins.
Mismunandi umfjöllun Stöðvar 2 og RÚV á "Jónínumálinu"
27.4.2007 | 20:36
Umfjöllun Stöðvar 2 og RÚV á málum kærustu sonar Jónínu Bjartmarz er sláandi mismunandi. Stöð 2 fer yfir þann lagaramma og verklag sem viðhaft hefur verið um úthlutun ríkisborgararéttar í heild sinni, fjölda sem fær mál sitt afgreitt hjá Dómsmálaráðuneytinu, um 1.000 og hve mörg mál fara fyrir Alþingi og hvernig þau eru. Þriðjungur þeirra sem fær ríkisborgararétt frá Alþingi hefur dvalist skemur en í 2 ár. Eitthvað var líka misjafn fjöldinn sem fékk jákvæða afgreiðslu, 31 hjá Stöð 2 og 18 hjá RÚV.
RÚV er greinilega í vondum málum og reynir að gera málið áfram tortryggilegt og gerir enga tilraun til að skapa heildarsýn á málið. Fréttastofan blandar saman umfjöllum um þetta tiltekna mál og umfjöllun um hvort þessi aðferð við veitingu ríkisborgararéttar sé almennt heppileg. Ragnar Aðalsteinsson, sem eingöngu hefur reynslu af málum flóttamanna er dreginn inn á sviðið, en aðeins lítill hluti þeirra umsókna sem fara til Dómsmálaráðuneytisins og Alþingis eru frá flóttamönnum og gefur hann umsögn, sem á því ekki við um málaflokkinn almennt. Að sjálfsögðu á og ber að ræða í þaula hvort þetta fyrirkomulag sé heppilegt, en RÚV reynir að slá ryki í augum fólks með því að fjalla í belg og biðu um það og þetta tiltekna mál.
Kolbrún Halldórsdóttir, áheyrnarfulltrúi í allsherjarnefnd, segir að málið vekji upp spurningar um vinnubrögð Jónínu. Hvaða spurningar vekja þau, um hvaða vinnubrögð er hún að tala? Alveg óþarfi að spyrja um það greinilega. Það er kominn stjórnmálamaður sem er til í að tala í þeim tón sem þeim hentar og það notað, þótt hún hafi ekkert komið að afgreiðslu málsins og enga athugasemd gert við afgreiðslu þess. Allir sem um málið fjölluðu hafa lýst því yfir að þeir þekktu ekki til þessara tengsla og því Þetta eru ómerkilegar pólitískar keilur sem hún reynir að slá og verður sjálfri sér til minnkunar fyrir vikið.
Jónína mætti svo í viðtal hjá Helga Seljan fv kosningastjóra Samfylkingarinnar í NA kjördæmi, sem sýndi henni fádæma dónaskap og ruddaskap, greinilega vitandi upp á sig sökina. Hún fór yfir aðalatriði málsins: Hún leiðbeindi stúlkunni, passaði sig á því að koma hvergi nærri afgreiðslunni og stúlkan fékk afgreiðslu eins og fjöldinn allur af einstaklingum sem hefur farið þessa leið á undan henni. Helgi varð, eins og Jónína benti réttilega á, sjálfum sér og RÚV ohf til skammar. Ég er ekki hlutlaus en svona sé ég þetta.
Eftir viðtalið stóð drengurinn upp, strunsaði út og út úr húsinu í bræði og sá ég þrumskýi bregða fyrir þar sem ég sat í stofunni hjá tengdó í Miðleitinu.
Nú verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum Páls Magnússonar við vinnubrögðum undirmanna sinna. Spurning hvort það sé hægt að selj'ann?
Nornaveiðar Helga Seljan
26.4.2007 | 22:29
Einræða Helga Seljan í Kastljósi kvöldsins er með ólíkindum og ber ekki vott um góða blaðamennsku. Mætti halda að hann sé kominn á kaf í pólitík og sé að nota aðstöðu sína sem starfsmanns Kastljóssins til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína.
Helgi heldur sem sagt einræðu um löngu liðið mál og gerir enga tilraun til að upplýsa það til hlítar frá öllum hliðum. Hann hefur greinilega ekki getað fengið neina málsmetandi aðila til að gefa álit og þögn hans um að stúlkan hafi ekki viljað skýra mál sitt ber þess merki að hann hafi ekki reynt að hafa samband við hana til að fá hennar hlið, eins og góðum blaðamanni sæmir. Ég man ekki eftir að einræða hafi verið haldin í Kastljósi áður, án nokkurra innslaga til að styðja málflutninginn.
Guðrún Ögmundsdóttir, sem situr í allsherjarnefnd og hefur verið ólöt við að gagnrýna hvað eina sem henni þykir miður fara, telur málið storm í vatnsglasi og segist ekki hafa vitað af þeim tengslum sem Helga þykja svo áhugaverð.
Hver er fréttin í einræðunni? Sú að stúlkan vill búa á Íslandi eða sú að sonur umhverfisráðherra eigi erlenda unnustu? Mér finnst eðlilegt að Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri skýri hvort svona vinnubrögð sé það sem koma skal í RÚV ohf, því Kastljósið heyrir jú beint undir hann, ekki fréttastofuna.
![]() |
Nefndarmenn hafi tekið fram að þeim hafi verið ókunnugt um tengsl Jónínu og umsækjandans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Af hverju er ekki allur arðurinn greiddur?
26.4.2007 | 16:30
Landsvirkjun samþykkti á aðalfundi sínum að greiða hálfan milljarð í arð til eiganda síns, Ríkisins. Gott mál.
Fyrirtækið hefur, eins og reyndar fleiri fyrirtæki, verið eins og ríki í ríkinu og farið ansi frjálslega með úthlutun á fé, sem er í eigu okkar Íslendinga. Fé sem Alþingi samkvæmt stjórnarskrá á með raun og réttu að úthluta hvað varðar hlut ríkisins og Reykjavík og Akureyri, hvað þeirra hlut áhrærði.
Tek nokkur dæmi
- Úthlutun forrits til að halda grænt bókhald. - Gott mál, sem ég styð, en á réttum vegum, t.d. Umhverfisstofnunar eftir samþykki Alþingis.
- Alþjóðahús og Landsvirkjun gerðu með sér samning um að auka umræðu og fjölga viðburðum sem tengjast fjölmenningu á Íslandi og málefnum innflytjenda. - Gott mál, á vettvangi Félagsmálaráðuneytisins eftir samþykki Alþingis
- Í nóvember samþykkti stjórn Landsvirkjunar beiðni frá Ómari Ragnarssyni, fyrrverandi fréttamanni, um stuðning við kvikmyndagerð af myndun Hálslóns og veitti honum 8 milljóna kr. styrk gegn afnotum af kvikmyndaefni hans. - Það má kannski réttlæta þetta.
Í þessum tilfellum er sem sagt verið að úthluta fé, sem kemur til lækkunar á arðgreiðslu rynni ella til ríkisins, sem Alþingi ætti svo að ráðstafa með lögum.
Þessar ákvarðanir eru þó teknar af fulltrúum stjórnarflokkanna, en þegar fram koma jafn fráleitar hugmyndir eins og hjá Samfylkingunni um að fyrirtækjum verði gert heimilt að draga fjárveitingar til góðgerðarmála frá skatti! Um væri að ræða heimild til handa einhverjum aðilum úti í bæ til að veita sjálfum sér skattaafslátt til einhverra mála. Hvaða jöfnuður er það og hvaða skynsemi er það og hvaða ráðdeild með skattfé borgaranna?
![]() |
Páll Magnússon stjórnarformaður Landsvirkjunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Aftaka stefnu Frjálslyndra í útlendingamálum
26.4.2007 | 15:56
Í fréttum RÚV í gærkvöldi var forsenda stefnu Frjálslyndra tekin og henni pakkað saman og þá stefnunni í leiðinni. Ef Frjálslyndir halda áfram með útlendingaumræðuna er það þá einvörðungu knúið áfram af þeim sömu hvötum og Pia Kærsgaard og fleiri hafa látið stjórna sér á undanförnum árum. Á Norðurlöndum er í einhverjum tilfellum ástæða til að sporna eitthvað við fótum vegna álags á tryggingakerfið og atvinnuleysisbætur. Því er sem betur fer ekki að heilsa hér á landi, svo hér hlýtur að vera um að ræða einfaldan gamaldags heimóttarhátt, sem engu skilar, nema tortryggni í samfélaginu.
Ragnar nokkur Árnason, sem er forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins, sagði í fréttunum að hefting komu vinnuafls frá Evrópu sé allskostar óraunhæf sökum þess að framkvæmdastjórn ESB getur farið í aðgerðir gegn landinu sem, hefti frjálsa för Íslendinga um Evrópu en einnig gegn útflutningsafurðum okkar á erlendum mörkuðum. Íslendingum verði þannig ekki heimilt að dvelja, búa, starfa og stunda nám í Evrópu. Einnig að t.d. íslenskur saltfiskur verði ekki í boði á portúgölskum heimilum, eða á ítölskum veitingahúsum. Ansi gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskan sjávarútveg sem Frjálslyndir telja sig á sama tíma vera að verja.
Það er ótrúlegt að hæstaréttarlögmaðurinn Jón Magnússon skuli ekki vera betur að sér í þessum málum, áður en hann veður áfram með málið á þennan hátt, vel studdur og hvattur áfram af Magnúsi Þór Hafsteinssyni. Ég vorkenni Adda Kidda Gau að vera með þessa menn með sér, því hann virðist vera vænsti kall, sem á fullt erindi á þing.
Spennumælar Moggans eitthvað að klikka vegna stjórnarformennskunnar
26.4.2007 | 13:49
Á síðu 2 í Mogganum í dag er stórfurðuleg frétt af stjórnarformannsmálum Landsvirkjunnar. Fyrirsögnin er að stjórnarformannsskipti munu eiga sér stað, sem mun vera rétt, en í undirfyrirsögn segir að Siv og Guðni séu komin í hár saman. Í fréttinni, sem engin blaðamaður skrifar undir, er svo ekkert fjallað um í hvaða hári þau séu komin saman.
Á heimasíðu Sivjar kemur svo fram að um ekkert slíkt sé að ræða. Það er sem sagt engin spenna í Siv vegna þessa máls og ekki heldur í Guðna, þannig að eitthvað virðist spennumæling Moggans vera að klikka. Stöð 2 reyndi líka að skapa írafár út af þessu máli í gær, þannig að eitthvað virðast menn vera farnir fram úr sjálfum sér í samsæriskenningum.