Nýjasti kokkteillinn - Hvergerðingur
30.5.2008 | 23:10
Víða um Hveragerði hafa menn verið að blanda nýjasta kokkteilinn, sem hlotið hefur nafnið Hvergerðingur.
Þú tekur allt vínið í húsinu; sterkt, rautt, hvítt, líkjöra og alles, hendir því í gólfið, hrærir í því með gólftusku og vindur í fötu.
Hægt er að drekka þetta beint úr fötunni, en í lúxusútgáfu eru glerbrotin síuð frá og hellt í glös.
Engum sögum fer reyndar af því hversu vinsæll drykkurinn er, en hann hefur verið blandaður ótrúlega víða að undanförnu.
![]() |
Allt í lamasessi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ábyrgð stjórnar OR
29.5.2008 | 15:02
Það eru nokkur atriði sem stjórn Orkuveitu Reykjavíkur verður að hafa í huga.
- Stjórn OR ber fyrst og fremst skylda til að gæta hagsmuna fyrirtækisins fyrir hönd eigenda þess, þ.e íbúa Reykjavíkur, Borgarness og Akraness.
- Stjórn OR fer ekki með náttúruvernd á svæðinu, það gerir sveitarstjórn Ölfuss.
- Iðnaðarráðherra er fullheimilt að veita öðrum aðilum nýtingarheimild á svæðinu. Ég býst við að HS eða LV séu bæði viljug að taka við keflinu, þannig að ef það er ásetningur stjórnar OR að leika náttúruverndaryfirvald á svæðinu og fremja þannig valdarán gagnvart Ölfusi, er það einfaldlega ekki hægt.
- Undirbúningur Bitruvirkjunar hefur örugglega kostað vel yfir milljarð, líklegast nær tveimur. Hefur stjórn OR heimild til að henda þeim fjármunum út um gluggan án samþykkis eigenda vegna þessarar tilraunar til valdaráns? Ég hélt að slíkt samþykki þyrfti að veita á eigendafundi.
- Getur stjórn OR nú lágmarkað tjón sitt með því að selja rannsóknarniðurstöðurnar til HS eða LV, eða eru rannsóknarniðurstöðurnar almannaeign?
- Hvernig samræmist þessi ákvarðanataka niðurstöðum og lærdómi REI skýrslunnar?
- Ef stjórn OR hefur svona miklar efasemdir um verkefnið, af hverju var það þá ekki stöðvað löngu fyrr?
Nei, þessi virkjun er allt, allt annað en Nesjavallavirkjun eða sérstaklega Hellisheiðarvirkjun, sem er algert slys í útliti og frágangi og þau atriði sem Skipulagsstofnun leggur til grundvallar sínu áliti eru í besta falli skrítin. Auðvitað þarf hús, en ef húsin teljast ljót en þau eru óhönnuð, hefði verið hægt að setja skilyrði um að takmarka sýnileika þeirra, annaðhvort með görðum, niðurgreftri eða öðrum lausnum. Þarna er Skipulagsstofnun í rauninni að ráðast að skipulagsvaldi sveitarfélagsins. Hávaðastig hefði verið hægt að setja skilyrði um í stað þess að ákveða að þau væru of mikil.
Það liggur fyrir að útivistarnýting svæðisins mun breytast, Skipulagsstofnun tekur ekki inn í matið hvort sama ferðaþjónusta geti færst, t.d. á þau svæði sem ekki er raskað. Svæðið hefur minnkað til mikilla muna í ferlinu, sem er einmitt tilgangur umhverfismatsferlisins og ber að fagna, að framkvæmdaraðilar hugsa á allt annan hátt um umhverfisáhrif en áður. Bætt veglagning og þar með aðgengi að þeim svæðum sem eru utan áhrifasvæðis virkjunarinnar eru henni ekki virt. Við skulum hafa í huga að svæðið er þegar raskað með háspennulínum.
Allt í einu er hugsanleg aukin hveravirkni orðið neikvæð!!!
Þetta eru spurningar sem allt þarf að leita svara við. Stjórn OR er ekki aðilinn sem á að svara þeim einn og allra síst á örstuttum fundi án undangengins eigendafundar og umræðu í sveitarstjórnum eigenda sinna. Stjórn OR á að gæta hagsmuna þess fyrirtæki sem henni er treyst fyrir. Skipulags- og náttúruverndaryfirvald og framkvæmdaleyfisgjafi svæðisins, Ölfus, hlýtur að vera sá aðili sem á að veita endanlega svarið við því hvað sé ásættanleg og hvað ekki.
![]() |
Óskar Bergsson vill að ákvörðun um Bitruvirkjun verði endurskoðuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skilaboð úr Hádegismóum?
29.5.2008 | 11:31
Skýra þarf hlutverk sveitarfélaga í íþróttastarfi
29.5.2008 | 10:24
Eins og lagaramminn er í dag, fer menntamálaráðherra með íþróttamál og fær fjárveitingar frá Alþingi til að styðja við íþróttastarf.
Hefur það verið í formi styrkja til ÍSÍ sem fer með ráðstöfun þess fjár til eigin starfsemi og sérsambandanna. Hefur verið gerður samstarfssamningur um meðferð þess fjár og er það til fyrirmyndar, þótt auðvitað þurfi að auka það fjármagn, svo starfsemi ÍSÍ og sérsambandanna snúist meira um íþróttir en minna um fjáröflun.
En grasrótin, íþróttafélögin sjálf, hafa enga beint markaða tekjustofna og fjárveitingavaldið hefur ekki markað þeim neinar tekjur í fjárlögum, né í samningum sínum við sveitarfélögin um tekjustofna þeirra. Þó ber að geta þess að hreyfingin sjálf hefur beint hluta tekna Lottósins niður til grasrótarinnar, en ef hreyfingin ákveður að skipta fénu með öðrum hætti, getur ríkisvaldið ekkert gert í því. Lögformlega amk.
Auðvitað hafa sveitarfélögin og fyrirtæki í heimabyggð styrkt íþróttastarfsemi, með rekstrarstyrkjum og aðstöðusköpun, en þeim ber afar takmörkuð skylda til þess og þeim er ekki markaðar neinar tekjur til þess heldur. Því er þessi stuðningur afar misjafn á milli sveitarfélaga og á mismunandi formi og staða íþróttafélaganna háð duttlungum stjórnmálamannanna á hverjum stað. Það er gott fyrir sum félög, en ekki önnur og það veldur því að í sumum félögum fer megin orka stjórnenda í tekjuöflun meðan aðrir stjórnendur geta verið að sinna íþróttum og æskulýðsstarfi. Í rauninni eru sveitarfélögin í þeirri stöðu að fyrst þetta er ekki lagaskylda er það í raun lögbrot að veita fé til þeirra, ef hægt er að benda á önnur lögbundin verkefni sem þau eru ekki að sinna að fullu.
Við þetta er ekki hægt að búa. Sífellt erfiðara er að fá fólk til að vinna sjálfboðavinnu og ef þær hendur sem bjóðast eru uppteknar við að afla fjár, nýtast þær ekki til að vinna góð störf í íþrótta- og æskulýðsmálum. Þetta verður að skýra, í samningum við sveitarfélögin og með skýrri lagasetningu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ítrekaðir sögufalsanir íhaldsins um Íbúðalánasjóð
28.5.2008 | 16:04
Í krossferð íhaldsins gegn Íbúðalánasjóði hafa þeir ítrekað haldið því fram að það hafi verið Íbúðalánasjóður sem hafi riðið á vaðið með 90% lánin. Þetta er einfaldlega rangt, ÍLS hækkaði sitt lánshlutfall í 90% 6. des 2004, löngu eftir að bankarnir fóru inn á markaðinn, sem gerðist í ágúst og jókst svo stig af stigi, eins og lýst var í peningamálum.
Sem betur fer fylgdi Íbúðalánasjóður bönkunum eftir til að jafna þau kjör sem landbyggðin og höfuðborgin bjó við, en þróun hlutfallsins og hámarkslánanna hefur verið eftirfarandi:
Dagur | Hlutfall | Hámark |
5.6.2004 | 65% | 9,7 |
5.10.2004 | 65% | 11,5 |
6.12.2004 | 90% | 14,9 |
12.4.2005 | 90% | 15,9 |
12.4.2006 | 90% | 18 |
27.6.2006 | 80% | 17 |
28.2.2007 | 90% | 18 |
3.7.2007 | 80% | 18 |
Vonandi hætta Sjálfstæðismenn að fara með þessar rangfærslur, svo umræðan um eggið og hænuna í því hver byrjaði að dæla peningum inn í hagkerfið færist á rétt plan. Einnig skora ég á Jóhönnu að standa keik í sinni baráttu við íhaldið, sem vill græðgisvæða Íbúðalánasjóð.
Mun Umboðsmaður Alþingis skila áliti um Árna Matt fyrir þingfrestun?
27.5.2008 | 12:44
Í lok janúar kvörtuðu umsækjendur um héraðsdómaraembætti Norðurlands eystra til umboðsmanns Alþingis vegna embættisfærslna Árna Mathiesen þegar hann sem settur dómsmálaráðherra gekk gegn mati lögbundinnar matsnefndar og réði mann sem var metinn hæfur, meðan þeir sem kvörtuðu voru metnir mjög vel hæfir af matsnefndinni.
Nú eru liðnir fjórir mánuðir síðan Umboðsmaður tók málið til meðhöndlunar og ætti svarið að liggja fyrir, ef miða má við þau álit sem hann hefur sjálfur gefið um málshraða.
Umboðsmaður Alþingis er sú staða sem sett hefur verið á stofn til að fjalla um svona mál, að hafa óháð eftirlit með framkvæmdavaldinu og vigtar álit hans því á við blý í þessari umræðu og greinilegt er á viðbrögðum Árna við þeim spurningum sem hann var spurður, að hann kvíðir niðurstöðu hans.
Hann getur þó ekki farið að draga hæfi hans í efa, því hann hefur sjálfur kosið hann til starfa.
Ef Umboðsmaður metur embættisfærslu hans á þann veg sem almenningsálitið hefur gert, að hann hafi ekki viðhaft eðlilega stjórnsýslu við ráðningu í dómaraembættið og þar með vanvirt dómsvaldið, eina þriggja grundvallarstoða stjórnskipunar lýðveldisins, verður afar áhugavert að sjá hvort Samfylkingin muni taka ábyrgð á setu hans í ríkisstjórn, með því að verja hann vantrausti. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins getur á hvaða tíma sem er skipt honum út, svo það að hann sitji enn er ótvíræð traustsyfirlýsing þess flokks og kemur ekki á óvart. Ef úrskurðurinn liggur ekki fyrir í þessari viku verður ekki hægt að taka þá mælingu fyrr en í haust. Á meðan situr hann sem fastast og safnar lífeyrisréttindum.
Frjálsíþróttasumarið byrjar með látum
27.5.2008 | 11:35
Það er gaman að sjá hvað frjálsíþróttamenn eru að koma vel undan vetri.
Met Björns Víkings í 400 grind, einni alerfiðustu hlaupagreinni er stórglæsilegt og met Kára Steins Karlssonar í 10.000 m lofa góðu fyrir sumarið. Býst við að Kári eigi eftir að bæta fleiri met í sumar og aldursflokkametin eru þegar farin að hrynja í hrönnum.
Hæst ber náttúrulega Íslandsmet Bergs Inga Péturssonar í sleggjukasti, en hann er búinn að þríbæta það í vor og náði núna síðast ólympíulágmarkinu, með 74,48 m, en lágmarkið var 74 m.
Fyrir var Þórey Edda búin að ná lágmarkinu í stöng í fyrrasumar.
Það skiptir miklu máli að ná lágmörkum í tíma, þannig að nú getur Bergur miðað við að toppa á réttum tíma í stað þess að þurfa að vera á toppnum í allt sumar að rembast við lágmarkið og ná svo kannski ekki sínu besta á leikunum.
Það verður gaman að sjá hvort fleiri bætist í ólympíuhópinn, en það er alveg greinilegt að sumarið er að byrja með látum og alveg þess virði að fylgjast með því, svo ekki sé meira sagt.
Ekki svarar borgarstjórinn
25.5.2008 | 13:20
Ólafur F Magnússon hélt því fram í fjölmiðlum að framsóknarmenn bæru ábyrgð á því hvernig fyrir miðborginni er komið.með því að draga taum og hygla verktökum og peningamönnum sem eru að láta miðborg Reykjavíkur drabbast niður.
Ég óskaði bréflega eftir því við hann að hann útskýrði fyrir mér í hverju ábyrgð mín væri fólgin, svo ég gæti bætt ráð mitt
Ekkert svar hefur enn borist, nú tæpum 2 mánuðum síðar.
Það eru ekki vandaðir stjórnsýsluhættir hjá borgarstjóranum.
Ekki hafa kynnisferðirnar til útlanda tafið fyrir því að hann hafi getað svarað, svo líklegast er þetta enn ein ómerkilega og lúalega árás hans á Framsóknarmenn og sýnir kannski hvaða mann hann hefur að geyma.
Að þessi maður sitji í embætti í skjóli Sjálfstæðismanna.
Þingræðið er vanvirt enn og aftur með stuðningi Samfylkingarinnar
23.5.2008 | 12:08
Það er ómerkilegur málflutningur hjá stjórnmálaflokki sem situr í ríkisstjórn að koma fram tæpri viku fyrir þingfrestun með ályktun um að taka beri álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um kvótakerfið alvarlega. Ísland hafði 180 daga til að bregðast við því og rennur fresturinn út 11. júní. Engin viðbrögð hafa enn verið rædd á Alþingi sem ætti að móta stefnuna í þessum málaflokki eins og öðrum. Er þetta enn ein móðgun ríkisstjórnarinnar við þingræðið og enn ein staðfestingin á að ráðherrar ríkisstjórnarinnar telji sig einræðisherra, hver í sínum málaflokki og telji sig hvorki þurfa að tala við kóng né prest um sína stefnu.
Þessi ályktun er ekkert annað en mótmæli við ríkisstjórnina og ráðherra hennar og undanskot frá þeirri ábyrgð sem flokkurinn axlaði með því að ganga í eina sæng með íhaldinu. Rétt er að benda á formaður þessa nefndar Samfylkingarinnar er varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar og hefði honum verið nær að hafa þrýst fyrr á um viðbrögð og séð til þess að tillögur til breytinga hefðu litið dagsins ljós á yfirstandandi þingi og tryggja að grundvallarstjórnskipun sé virt.
![]() |
Samfylkingin: Nauðsynlegt að taka úrskurð mannréttindanefndar alvarlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dýrustu þenslumúffur Íslandssögunnar
23.5.2008 | 09:24
Mitt í öllu Írafárinu vegna Kárahnjúka voru gerð ein þau afdrifaríkustu mistök sem gerð hafa verið í virkjanamálum Íslendinga á hinum enda landsins. Orkuveitan sparaði við sig í kaupum á þenslumúffum eða smíði U-þenslustykkja og jók um leið svo mjög á sjónræn áhrif Hellisheiðarvirkjunar með því að láta lagnir hennar skikksakka um landslagið í staðin, að almenningsálitið hefur snúist gegn gufuaflsvirkjunum. Fram að því höfðu allir, bæði þeir sem voru almennt fylgjandi og almennt á móti virkjunum, lofað og prísað virkjun gufuaflsins fram yfir virkjun vatnsaflsins.
Nú hefur þessi viðsnúningur almenningsálitsins orðið til þess að hundruð og þúsundir mótmæla öllum frekari gufuaflsvirkjunum og á án nokkurs vafa meginþátt í því að Orkuveitan hefur slegið Bitruvirkjun af. Hef ekki kynnt mér álit Skipulagsstofnunnar svo ég ætla ekki að taka afstöðu til þess hvort það hafi verið réttmætt eður ei, en það er alveg ljóst að fjöldi athugasemda sem barst hefur haft mikil áhrif, beint og óbeint og sá milljarður, sem undirbúningur þeirrar virkjunar hefur kostað, er farinn í súginn og líklegt að erfiðara verði að nýta önnur svæði í framtíðinni.
Dýrar þenslumúffur það...