Ekkert í fréttum
29.6.2007 | 11:33
Hlustaði á 10-fréttir Bylgjunnar áðan. Það var nákvæmlega ekkert í fréttum. Lesið var upp úr dagbók lögreglunnar og búnar til fréttir úr henni, færð á vegum og veðurfréttir.
Ég skal senda viðurkenningarskjal á þá fréttastofu sem fyrst tekur fréttamat sitt alvarlega og segir:
"Það er ekkert í fréttum, höldum áfram okkar dagskrá"
Stéttarfélag að sinna sínum skyldum
25.6.2007 | 21:40
Það er gott að sjá að Rafiðnaðarsambandið stendur í lappirnar gagnvart þessum undirverktaka sem samkvæmt þessari frétt virðist vera að svindla gagnvart verkkaupa, íslenskum lögum og starfsmönnum sínum. Þeir atvinnurekendur sem sinna sínu og standa skil á öllu eiga það skilið að keppa á jafnréttisgrunni við menn og auðvitað á fólk að fá þau laun sem það á rétt á, sama þótt 400 kr á tímann gæti talist gott heima hjá þeim. Í framhaldinu verða samtök launafólks að fara að leiðrétta launatöflurnar til samræmis við raunlaun, svo ekki komi til undirboða á markaðnum, eins og ég skrifaði hér
![]() |
Rafiðnaðarsambandið vill láta rífa verk pólskra starfsmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Snilldardagur í gær
25.6.2007 | 08:44
Við hjónaleysin fórum í göngutúr um Elliðaárdalinn í gær í þvílíkri blíðu.
Þar mættum við mörgum sem voru að hreyfa sig af því að þeir voru eins og þeir voru, en ekki síður mörgum sem voru eins og þeir voru af því að þeir hreyfa sig.
Ég er einhversstaðar þarna í báðum hópum.
Össur ætlar Íslandi í olíuvinnslu?
24.6.2007 | 10:37
Það verður magnað að bera saman yfirlýsingar Össurar þegar hann útskýrir fyrir okkur hvernig hann getur réttlætt vinnslu á olíu við Ísland um leið og hann vill stöðva og hefta sjálfbæra orkuvinnslu á landi.
Þegar netþjónabú, ný tækni við álbræðslu sem býr til súrefni í stað þess að losa koltvísýring og fleiri slík verkefni verða komin í gagnið í stað gömlu álsamninganna, sem eru jú tímabundnir, verður hjákátlegt að fara yfir þau gífuryrði sem þessi fressköttur íslenskra stjórnmála hefur látið út úr sér meðan hann var í stjórnarandstöðu og einnig núna þegar hann reynir að útskýra Fagra Ísland í ljósi þeirra gjörða sem felast í stjórnarsáttmálanum. Eðlilegt er að gera ekki of langa samninga við hefðbundna álvinnslu þangað til, sem verður jú heft af losunarkvótunum, eða ætlar hann að taka kvótana frá fyrir olíuvinnsluna?
Reyndar minnist hann ekkert á þennan þátt í viðtalinu við Morgunblaðið, sem er merkilegt í sjálfu sér, en fram hefur komið í fréttum að bjóða eigi út rannsóknarleyfi, þá sem undirbúning vinnslu á olíu innan skamms.
![]() |
Össur fjallar um stóriðjuna og átökin innan Samfylkingarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er svona miklu verra að fara út á land heldur en í bæinn?
22.6.2007 | 19:56
Í fréttum Sjónvarpsins var "stórfrétt" um að aldrei hafi gengið jafn illa að "sumra" Landspítalann. Er ástandið orðið svo slæmt að það þarf að senda sjúklinga út á land meðan ástandið varir.
Mér er spurn, af hverju er það svona miklu verra að senda höfuðborgarbúa út á land en landsbyggðarmenn til höfuðborgarinnar til að leita sér lækninga eins og skilja mátti af fréttaflutningnum?
Góðar tillögur Össurar
22.6.2007 | 10:23
Þessar tillögur Össurar eru algerlega í samræmi við þær tillögur sem Framsókn hefur lagt til við enduskoðun stjórnarráðsins. Þegar búið er að sameina atvinnuvegaráðuneytin, er eðlilegt að grunnrannsóknir á náttúrunni fari frá þeim yfir í umhverfis- og auðlindaráðuneyti.
Gott mál
![]() |
Össur vill færa Hafró frá sjávarútvegsráðuneytinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Misvísandi vörumerkningar
21.6.2007 | 22:05
Verst að þessi mynd varð ekki nógu góð. Tók hana á símann inni í Hagkaup á mánudaginn var. Gat ekki annað. Hverjum dytti í hug við fyrstu sýn að þetta væri reykt danskt svínakjöt eins og stendur með smáum stöfum á pakkningunni?
Atvinnuöryggi ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar
20.6.2007 | 12:48
Margt gott má lesa úr því sem stendur í stjórnarsáttmálanum, en það sem stendur ekki í honum er þó uggvænlegra, þar stendur ekkert um atvinnuöryggi eða atvinnu fyrir alla.
Í hagstjórnarkaflanum er talað um lækkun verðbólgu, vaxta, jafnvægi í utanríkisviðskiptum og trausta stöðu ríkissjóðs. Þetta þýðir með öðrum orðum að nýja ríkisstjórnin ætlar að taka nágrannaþjóðirnar sem fyrirmynd og nota atvinnustigið sem sitt helsta hagstjórnartæki í stað vaxta eða bindiskyldu.
Í atvinnukaflanum er ekkert minnst á fjölgun starfa, einungis um að fyrirtæki verði samkeppnisfærari í alþjóðasamkeppni. Með öðrum orðum, lækkun launakostnaðar í gegnum lækkað atvinnustig.
Þá er ekki skrýtið að stórum hluta stjórnarsáttmálans er eytt í forvarnir, því að aukið atvinnuleysi leggur miklar byrðar á grunngerð samfélagsins og hættan á að einstaklingar verði mannlegri óáran að bráð eykst stórum með auknu atvinnuleysi.
Þetta er einmitt það sem Framsókn eyddi stórum hluta sinnar kosningabaráttu í að vara við. Enginn veit hvað haft hefur fyrr en misst hefur...
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.5.2007 kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nornaveiðihugur kosningastjóra Samfylkingarinnar staðfestur
19.6.2007 | 16:23
Nú hefur siðanefnd blaðamannafélagsins komist að þeirri niðurstöðu að Helgi Seljan hafi brotið alvarlega af sér í starfi í umfjöllun sinni um "Jónínumálið".
Er það í algeru samræmi við þá pistla sem ég hef skrifað um málið og hljóta þeir sem settust í dómstól götunnar í kjölfar umfjöllunar Helga ættu að sjá sóma sinn og læra af þessu máli.
Það versta er þó að þessi umfjöllun fyrrverandi kosningastjóra Samfylkingarinnar, sem nú hefur verið staðfest að hafi hagað umfjöllun sína með afar óeðlilegum hætti, mun örugglega hafa kostað Framsókn meira en þau 300 atkvæði sem þurfti til að koma Jóni Sigurðssyni á þing.
Það verður fróðlegt að sjá viðbrögð stjórnar RÚV ohf og ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og íhaldsins við þessari niðurstöðu, en hún skipar stjórnina. Páll Magnússon taldi ekkert óeðlilegt við umfjöllunina og varði sína menn og ber auðvitað endanlega ábyrgð á því sem í sjónvarpinu birtist.
![]() |
Siðareglur brotnar í umfjöllun um tengdadóttur Jónínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Breytt landslag í Danmörku
18.6.2007 | 23:42
Var að koma úr góðu viku fríi í Danmörku. Þar hafa hlutirnir aldeilis breyst á síðustu mánuðum.
Undanfarin ár Venstre og Konservative myndað minnihlutastjórn með stuðningi eða hlutleysi Fremskritspartiets, sem stjórnað er af Pia Kærsgaard, flokks, sem hefur alið á andúð gagnvart útlendingum og fengið afar margt fram, og er haft í flimtingum að Anders Fogh Rasmussen tali oftar við hana en Bendt Bendtsen, formann Konservative.
En stóra breytingin er í kringum Radikale Venstre. Flokkurinn var í stjórn með krötum, en eftir að Marianne Jelved, leiðtogi þeirra neitaði samvinnu við V og K og sagðist ekki vilja styðja ríkisstjórn nema vera forsætisráðherra sjálf, skákaði hún sjálfri sér út. Óánægja með það og ýmis önnur mál, varð til þess að Naser Khater sem vakti mikla athygli fyrir framgöngu sína í tengslum við teiknimyndamálið stofnaði Ny Alliance ásamt 2 þingmönnum úr öðrum flokkum. Er flokkurinn nú í 15% fylgi í skoðanakönnunum, án þess að hafa sett fram fullmótaða stefnuskrá, meðan að Radikale Venstre hefur nánast þurrkast út í 4%. Var því eðlilegt að Jelved steig til hliðar og nýr leiðtogi kallaður til, Margrethe Vestager.
Það er áhugavert að hjá þeim er formaður þingflokksins pólitískur leiðtogi flokksins, en formaður flokksins sjálfs stýrir innra starfi hans.
Spurningin er hvort Vestager nái að snúa spilinu við. Hún hefur þegar boðið Anders Fogh stuðningi við góð mál, eins og Ny Alliance hafði áður gert. Gerir þetta það að verkum að VK þurfa ekki að beygja sig undir allt hjá Kærsgaard, heldur geta tekið boði þeirra flokka sem bjóða honum best, sem setur kratana í nánast vonlausa stöðu í sundurtættri stjórnarandstöðu. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvort Guccidrottningin Helle Taarning Schmidt nái að halda haus í því spili.