Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Lítið fyrir mikinn kostnað
12.12.2008 | 13:40
Togararall er afar dýr mæling, en örugglega nauðsynleg.
Þess vegna finnst mér afar slæmt, þar sem túlkun niðurstaðna slíkra mælinga byggir að einhverju og talsverðu leiti á mati, að ekki skuli vera í það minnsta tveir aðilar sem framkvæmi slíkt mat.
Það ætti að vera forgangsverkefni að fela Háskóla Íslands eða Háskólanum á Akureyri það verkefni að túlka einnig niðurstöður þessara mælinga.
Nema hvorutveggja sé.
Á þann hátt er líklegra að niðurstaðan verði nær þeirri réttu, en auðvitað verður slík niðurstaða aldrei algerlega rétt, en mikilvægi þessara niðurstaðna ætti að réttlæta þann aukakostnað.
![]() |
Heildarvísitala þorsks aldrei hærri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vertu velkominn Stekkjastaur
12.12.2008 | 12:32
Það er gott að það sé í það minnsta einn jólasveinn meðal vor sem gengst við því að vera jólasveinn.
Hinir ættu að taka hann sér til fyrirmyndar og miða þau störf sem þeir taka að sér við það.
![]() |
Stekkjarstaur kominn til byggða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tími almennra krafna liðinn?
11.12.2008 | 21:47
Nú hlýtur að fara að líða að þeim tíma að umhverfisráðherra þarf að fara að vinna að því að íslenska ákvæðið verði áfram í nýjum samningi, það er ef hún ætlar að vinna að þeim þjóðarhagsmunum yfirhöfuð.
Ég hef ekkert heyrt um það, fylgist þó talsvert með.
Að því sögðu, er virðingarvert að berjast einnig fyrir viðurkenningu endurheimt votlendis sem mótvægisaðgerð.
![]() |
Umhverfisráðherra á þingi SÞ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.12.2008 kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Íslenskir fréttamenn kolfalla fyrir lúxus PR mönnum
10.12.2008 | 18:50
Lúxemborgarar ætla að veita allar upplýsingar svo framarlega sem það samrýmist þarlendum lögum og reglum.
Hljómar vel, ekki satt?
Er hefði nú ekki verið rétt hjá fréttamanninum að spyrjast fyrir um hvaða upplýsingar það séu sem fást, enda er bankaleynd þeirra meiri en í flestum öðrum löndum?
En nei. Það má ekki styggja útlendinginn.
![]() |
Fjármálaeftirlitið í Lúxemborg vill veita upplýsingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttamálaráðherra ræðst að íþróttahreyfingunni
10.12.2008 | 17:04
Ef þessar tillögur ná fram að ganga og kostun verður bönnuð mun íþróttaefni verða mun einhæfara en áður. Hestamenn hafa t.d. sjálfir framleitt sitt efni gegn því að fá að setja kostunaraðila með og fleiri dæmi mætti nefna.
Auglýsingastofur og birtingahús virðast hafa greint sig að þeirri niðurstöðu að einungis fótbolti sé áhugavert sjónvarpsefni og því seljast hefðbundnar auglýsingar ekki af neinu ráði nema í tengslum við fótboltaviðburði og kannski handbolti og karfa á góðum degi. Það hefur áhrif á þá sem velja það íþróttaefni sem sýnt er.
Þetta þýðir að tekjur af sölu á auglýsingum, skiltum og þess háttar á aðra íþróttaviðburði mun dragast verulega saman.
Gerir íþróttamálaráðherra ráð fyrir að bæta íþróttahreyfingunni þann tekjumissi?
![]() |
Gjald vegna RÚV verður 17.900 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ætlum við ekkert að læra?
10.12.2008 | 09:51
Með því að láta sér detta í hug að láta innlendu endurskoðunarfyrirtækin sjá um að endurskoða verk hinna er viðskiptaráðherra í rauninni að opinbera skilningsleysi sitt á aðstæðum í íslensku viðskiptalífi.
Það er alveg á hreinu að þetta eru ekki einu tengslin í þessu ferli. Glitnir virðist bara vera eini bankinn sem fjölmiðlar taka fyrir. Landsbankinn virðist t.d. alveg sleppa af einhverjum ástæðum.
Við erum einfaldlega of fá til að hægt sé fela einu stóru fyrirtæki að hafa eftirlit með störfum annars stórs fyrirtækis þannig að það bíti eitthvað og hafi einhvern trúverðugleika.
Fljótlega kemst á þegjandi samkomulag í golfklúbbnum, hjá rótarífélögunum, á kiwanisfundi, í ræktinni, í heita pottinum og víðar um að vera ekki að klóra augun hver úr öðrum.
Ekkert rekjanlegt, ekkert sem hægt er að sakfella fyrir.
Ósköp mannlegt, en algerlega ómögulegt.
Því fyrr sem erlendum aðila er falið að hafa yfirumsjón með öllu rannsóknarferlinu, því fyrr kemur fram niðurstaða sem einhver möguleiki er á að njóti einhvers trausts sem hægt er að byggja framhaldið á.
![]() |
Björgvin vissi af rannsókn KPMG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þeir sem verja Björgvin...
9.12.2008 | 21:43
...skulu þá um leið hætta að gagnrýna fyrrverandi ráðherra Framsóknar fyrir að hafa ekki vitað um örlítil og langsótt eignatengsl þáverandi formanns Framsóknar við einn af bjóðendum í Búnaðarbankann. Þessi mál eru nefnilega afar lík.
Ég hef enga ástæðu eða forsendur til að rengja Björgvin um að hafa ekki ættartengsl forstjóra einhverra fyrirtækja úti í bæ á hreinu og því tel ég víst að ráðherra hafi verið í góðri trú.
Það er að sjálfsögðu þeirra feðga að upplýsa um tengslin áður en gengið er frá samningi um rannsóknina svo skilanefndin, sem er að kaupa þjónustuna geti metið hvort almennum og eðlilegum hæfisreglum sem fullnægt. Ef skilanefndin er í vafa á hún að leita til Fjármálaeftirlitsins og að lokum til síns ráðherra um úrskurð. Það hefur skilanefndin greinilega ekki gert, ef hún hefur þá haft vitneskju um tengslin.
En mér finnst aftur á móti undarlegt að ráðherra fái ekki betri skýrslur og yfirlit um gang mála að hann viti ekki hvað er að gerast í skilanefndunum. Hvaða verkefni séu í gangi og hvernig þau séu unnin. Auðvitað á ráðherra að kalla eftir slíkum upplýsingum með reglubundnum hætti fái hann þau ekki óumbeðið, enda allt þetta starf á ábyrgð hans, sem ráðherra Fjármálaeftirlitsins.
![]() |
Björgvin vissi ekki um KPMG fyrr en í gær |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aðferð íhaldsins til að slökkva á ESB-málinu
9.12.2008 | 09:31
Á 7 vikum ætla Sjálfstæðismenn að greina kosti og galla Evrópusambandsaðildar og taka afstöðu til þessa viðamikla máls.
Hingað til hefur lítil bakvinna farið fram um Evrópumál í Sjálfstæðisflokknum, mér vitanlega hefur flokkurinn ekki unnið skýrslur um áhrif aðildar á hin einstöku svið samfélagsins, en úr því á núna að bæta á stuttum tíma í 3 nefndum.
Þessar nefndir skila svo af sér skömmu fyrir landsfund, þar sem flokksmenn Sjálfstæðisflokksins eiga að taka afstöðu til þessa flókna máls á grundvelli nokkurra daga undirbúnings.
Auðvitað verður tillaga um aðildarumsókn felld þegar vinnubrögðin eru svona.
Auðvitað þora menn ekki að treysta því að það sé rétt sem unnið er með slíkum hraði.
Auðvitað þora menn ekki að eiga á hættu að framselja fullveldinu bara sí svona án þess að öllum steinum sem velt við áður.
Við í Framsókn höfum verið að vinna að þessu máli í amk 7 ár og hefur mörgum þótt geyst farið, en ætlum að taka afstöðu til þess hvort við teljum æskilegt að fara í aðildarviðræður, til að geta tekið afstöðu til aðildar á grundvelli aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu.
En þessi aðferð Sjálfstæðisflokksins, að þagga málið niður en opna fyrir lokið í 7 vikur er bara til þess fallið að málið verði fellt vegna vanreifunar.
![]() |
Virk umræða um ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Drýpur smjör af hverju strái?
8.12.2008 | 10:16
Meðan skilanefndir gömlu bankanna og bankastjórnir nýju bankanna úthluta, deila og drottna, ógagnsætt, utan ramma stjórnsýslulaga, án persónulegrar ábyrgðar, án settra starfsreglna, undir eftirliti þess Fjármálaeftirlits sem stjórnar þeim, er umræðunni um Davíð, Geir, Ingibjörgu Sólrúnu, Icesave, ESB og Árna Matt haldið áfram.
Þótt aðdragandinn að hruninu þurfi rannsóknar við og atburðarásin í sjálfu hruninu einnig, er ég hræddur um að það verði hjóm eitt í samanburði við þá útdeilingu gæða lánardrottna og íslensku þjóðarinnar sem fram fer þessa stundina.
Til að beina kastljósinu annað fljúga smjörklípurnar nú svo víða að brátt hlýtur smjör að drjúpa af hverju strái.
- eins og þegar gæðum landsins var fyrst skipt milli fárra höfðingja á landnámsöld, en þá voru reglurnar mun gagnsærri og skráningin líklegast betri.
![]() |
Vissi ekki um tilboð Breta vegna Landsbankans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hefjum hvalveiðar
8.12.2008 | 09:24
Við eigum að hefja hvalveiðar og gefa strax út hvalveiðikvóta.
Fór yfir það í gær í þessari færslu að okkur ber siðferðileg skylda til þess.
![]() |
Norðmenn efast um að þeir sendi meira hrefnukjöt til Japans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |