Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

...og menn ætla að fækka hjá efnahagsbrotadeild!!!

Það eru þau undarlegustu tíðindi sem ég hef heyrt lengi, að fækka eigi hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, eins og til stendur skv fréttum.

Nema það sé vegna þess að þessari rannsókn á Baugsfjölskyldunni sé lokið?

Á samt einhvernvegin erfitt með að trúa því að menn telji að þar með séu öll stórkallaskattalagabrot rannsökuð.

Nema að ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir vilji ekki að aðrir en Baugsfólkið sé rannsakað almennilega?


mbl.is Ákært á ný í Baugsmálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrmætasti flautuleikari landsins

Það er engum blöðum um það að fletta að Jón Gerald Sullenberger hefur náð að hafa afar mikil áhrif á þjóðfélagsumræðuna hér á landi, fyrst sem flautuleikari (e:whistle blower) í Baugsmálinu, svo í gegnum skýringarmyndböndin um FL og Sterling og nú í viðtölum.

Með þetta fjölmiðlaumhverfi, þar sem fréttastjórarsem virðast ekki þora eða hafa á að skipa mannskap til að setja það gríðarlega magn upplýsinga sem yfir okkur flæðir, í skiljanlegt samhengi hefur honum tekist að skýra þá mynd eitthvað - á hlutdrægan hátt auðvitað, en staðreyndirnar hafa ekki verið hraktar.

Hans skýringar snúast eingöngu um Baug og tengd fyrirtæki og , en mér er spurn:

Hvað ætli sé að finna í öðrum hlutum íslenska viðskiptaumhverfisins, þeim sem Jón Gerald hefur ekki áhuga á?

Þyrfti ekki að fjölga í flautusveitinni?


mbl.is Jón Gerald mótmælir í Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk Ólafur Ragnar

Vér Íslendingar þökkum yður hr forseti fyrir að hafa stöðvað fjölmiðlafrumvarpið á sínum tíma. Gjáin var greinilega ekki á milli þings og þjóðar, heldur þings og auðmanna.

Nú er trúverðugleiki: 

  • Hreins Loftssonar: Búinn 
  • Reynis Traustasonar: Búinn
  • Sigurjóns Árnasonar: Búinn
  • Björgólfs Guðmundssonar: Búinn
  • DV: Búinn

Hann var svosem lítill fyrir....

Fjölmiðlalög strax takk fyrir.


mbl.is Íhugar málsókn gegn Kastljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rýtingur í bak bænda

Nú er hinn sanna sýn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins á mikilvægi landbúnaðarins að koma í ljós. Þeim er sléttsama um fæðuöryggi þjóðarinnar og byggðaþróun í landinu. Afkoma bænda er þeim óviðkomandi.

Óvild Samfylkingarinnar í garð landbúnaðarins hefur lengi verið ljós, hana fékk hún í arf frá Alþýðuflokknum, en nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn gefið eftir þrýstingi þeirra og ætlar ekki að standa við gerða samninga gagnvart bændum. Sannfæring íhaldsins var þá ekki meiri eftir allt saman.

Í öllu fátækratalinu held ég að félagsmálaráðherra væri réttar, í stað þess að standa að svona gerningi, að kanna fátækt í sveitum landsins og hverjar framtíðarhorfurnar séu.

Ég held að bændur landsins og þeir sem tengjast íslenskum landbúnaði ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir greiða þessum tveimur flokkum atkvæði sitt.


mbl.is Hætt við vísitölutengingu í búvörusamningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vönduð málefnavinna Sjálfstæðisflokksins?

Daginn eftir að Sjálfstæðisflokkurinn byrjar Evrópuumræðu sína með pompi og prakt, þar sem yfirlýsingin er að velta eigi við hverjum steini á þeim litlu 7 vikum sem til stefnu eru, kemur varaformaður flokksins með yfirlýsingu um að niðurstaðan liggi fyrir. Það beri að sækja um Evrópusambandsaðild.

Ekki að ég sé ósammála niðurstöðunni, en hvers konar sýndarmennska er málefnastarf Sjálfstæðisflokksins, fyrst þetta er með þessum hætti, að niðurstaðan sé gefin fyrirfram?

Við skulum átta okkur á því að varaformaður Sjálfstæðisflokksins stýrir innra starfi flokksins, þám málefnastarfinu.

Í framhaldið af þessu verður maður að spyrja hvers konar misnotkun á almannafé það er að Evrópunefnd Alþingis sé notuð til að sækja umsagnir úr samfélaginu inn í þetta starf?

Tímasetning og form þeirrar beiðnar er í það minnsta afar heppileg fyrir Sjálfstæðisflokkinn svo ekki sé meira sagt.


mbl.is Ekkert annað hægt en sækja um aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er siðferði og vinnubrögð fulltrúa VG?

Það að foreldrar stúlkunnar hafi samþykkt að eitt af þeim fjórum bréfum sem gengið hafa milli borgarinnar og hennar er það samt sem áður trúnaðarbrot af hálfu Þorleifs Gunnlaugssonar gagnvart 32. grein Sveitarstjórnarlaga að senda bréfið til fjölmiðla.

Ef foreldrar stúlkunnar hefðu birt bréfið eru þau einnig að brjóta trúnað gagnvart barninu, sem er ekki sjálfráða, þannig að samþykki þeirra á þessum gjörningi Þorleifs hefur ekkert að segja í mínum augum.

Mér þykir miður að Sóley Tómasdóttir skuli verja þennan gjörning, en fyrir borgarstjórn, sem ég vona að hún setjist sem fyrst í, liggur að samþykkja siðareglur, þar sem segir í 6. gr. um trúnað

"Kjörnir fulltrúar gæta þagnarskyldu um það sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt á að fara vegna einkahagsmuna eða almannahagsmuna samkvæmt lögum eða eðli máls. Trúnaðurinn helst áfram eftir að kjörnir fulltrúar láta af störfum.

Kjörnir fulltrúar virða trúnað um ummæli einstakra fundarmanna á lokuðum fundum í nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar, sem og um innihald skjala eða annarra gagna, sem þeir fá aðgang að vegna starfa sinna og trúnaður skal vera um, enda byggi hann á lögmætum og málefnalegum rökum."

Þorleifur hlýtur að leggjast gegn því að þetta verði samþykkt, sé hann samkvæmur sjálfum sér.


mbl.is Álasa ekki Þorleifi fyrir bréfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Seðlabankinn ekki kröfuhafi í Kaupþingi?

Mér þykir það skrítin lögfræði að íslenska ríkið sé ekki aðili máls gagnvart bretum vegna hruns Kaupþings.

Setur lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings gegn veði í FIH banka, ríkið það ekki einmitt í þá stöðu?

Reyndar er skrítið að skilanefnd Kaupþings hafi ekki burð í sér til að skapa vettvang fyrir þá sem eiga hagsmuna að gæta til að sameinast um kröfugerð og málshöfðun gegn breska ríkinu.

Ef slíkt er ekki hagsmunagæsla veit ég ekki hvað það er.


mbl.is Íslenska ríkið á ekki aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna setur Ingibjörg Sólrún afarkosti núna?

Ef inngöngubeiðni i ESB er þvílíkt forgangsmál að mati Ingibjargar, á þann hátt að stjórnarsamstarfinu sé sjálfhætt, samþykki Sjálfstæðismenn ekki að sótt verði um ESB aðild, hlýtur maður að spyrja sig:

Af hverju var þá hægt að fara í stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn í upphafi á nákvæmlega þeim sömu forsendum?

Var ESB stefnan bara plat þangað til núna?


mbl.is Hótaði formaður Samfylkingar stjórnarslitum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sóley í borgarstjórn

Það að dreifa trúnaðarbréfum skjólstæðings velferðarsviðs til fjölmiðla er alvarlegt trúnaðarbrot hjá Þorleifi Gunnlaugssyni í mínum augum.

Fulltrúar í velferðarráði hljóta að gera sér grein fyrir því að um störf þeirra verður að ríkja alger trúnaður. Mér sem varaformanni umhverfis- og samgönguráðs er eðlilega gert að virða trúnað í mínum störfum, þótt við séum "bara" að fjalla um umhverfis- og samgöngumál, en ekki djúppersónuleg mál eins og þetta sem hér um ræðir.

Hanna Birna og Óskar Bergsson hafa tekið upp ný vinnubrögð í borgarstjórn þegar minnihlutinn er í mun meiri mæli en áður hefur þekkst tekinn með í ákvarðanatöku.

Ef Vinstri hreyfingin - grænt framboð er annt um æru sína og vill áfram fá að hafa áhrif á stjórn borgarinnar í gegnum þessi nýju vinnubrögð verður framboðið að taka hart á þessu máli og í mínum huga er alveg ljóst að Þorleifi er ekki treystandi fyrir trúnaðarupplýsingum og getur meirihlutinn því ekki hleypt honum að ákvarðanatöku á sama hátt og öðrum í minnihlutanum.

Í mínum huga er því ekki spurning að Sóley Tómasdóttir fyrsti varaborgarfulltrúi VG og snillingur á að vera orðinn borgarfulltrúi fyrir jól.


mbl.is Sendi bréf í leyfisleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólagjöf ríkisstjórnar til þjóðar sinnar

Það er gott að heyra að ríkisstjórnin virðist ætla að fara að opna augun fyrir einhverjum af þeim staðreyndum sem blasa við. Það er sú besta jólagjöf sem hún getur gefið þjóðinni.

Reyndar vildi hún ekki hlusta né horfa á þessar sömu staðreyndir í fyrravor, heldur kepptust ráðherrar ríkisstjórnarinnar við að segjast vera að fylgjast með. Ekkert væri að. Það væri engin kreppa í aðsigi.

Í ljós hefur komið að engin viðbragðsáætlun var gerð, hlutirnir ekkert greindir eða reynt að hafa einhver áhrif á þá.

Ráðherrarnir virðast bara hafa fylgst með með því að ýta á F5 takkan á lyklaborðinu og fylgjast með fjölmiðlum.

Nema reyndar Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde, sem sátu ítrekaða fundi með Seðlabankanum, sem virðist hafa varað við, en þær viðvaranir hafa greinilega verið bornar undir bankamennina, sem sögðu allt í himnalagi. Þeim var trúað, en Ingibjörg Sólrúng gat ekki trúað Davíð Oddssyni. Hann hlaut að vera að plotta eitthvað og því ekki hægt að trúa honum.

Einu viðbrögð ríkisstjórnarinnar voru að koma fram með óraunhæf fjárlög með tæplega fimmtungs útgjaldaaukningu. Útgjaldaaukningu sem hefði nú verið betra að eiga inni núna.

Enn og aftur reynir Ingibjörg og Samfylkingin að koma sökinni fyrir bankahruninu frá sér. Hrunið varð á hennar vakt og merki þess og aðdraganda er ekki hægt að rekja nema tæpt eitt og hálft ár aftur í tímann. Á þeim tíma var hún á vaktinni. Ekki Framsókn, sem reyndar varaði við tormerkjunum strax í fyrrasumar, en það var nátúrlega ekki hægt að hlusta á það. Nýjabrumið var of skemmtilegt til að hægt væri að einbeita sér við að stjórna landinu.


mbl.is Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband