Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Keisarinn er nakinn - Landið er stjórnlaust
4.1.2009 | 19:54
Utanríkisráðherra fordæmir sem betur fer innrás Ísraelsmanna á Gaza - Menntamálaráðherra segir ekki hægt að fordæma hana.
Sjálfstæðisflokkurinn veit ekki hvað hann vill í ESB málum - amk ekki enn og er að undirbúa það undir hótunum Samfylkingarinnar um að ríkisstjórnarsamstarfinu sé sjálfhætt, verði ekki sótt um aðild, jafnvel þótt ríkisstjórnarsáttmálinn sé skýr á ESB sviðinu
Enginn veit hvað ríkisstjórnin ætlar að gera varðandi lögsókn á hendur Breta, jafnvel þótt Alþingi hafi talað afar skýrt.
Enginn veit hvað ríkisstjórnin ætlar sér í efnahagsmálum. Líklegast vegna þess að flokkarnir geta ekki komið sér saman um hvert halda skuli.
Seðlabankastjóri situr, jafnvel þótt Samfylkingin vilji hann burt.
Yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins situr, jafnvel þótt þingmenn Sjálfstæðismanna vilji endurnýjun þar.
Það er eins og barnið sagði, keisarinn er nakinn.
Það er öllum ljóst sem það vilja sjá. Landið er stjórnlaust.
![]() |
Fordæmir innrás á Gasa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað er að gerast?
4.1.2009 | 00:53
Ég á erfitt með að sjá að arabaheimurinn sitji með hendur í skauti ef landheri Ísraelsmanna er kominn inn í Gaza. Það er spurning hvaða þjóðir bregðist til varnar.
Kannski er það tilgangurinn, að storka þjóðum eins og Írönum til að bregðast við og þannig sé George W Bush kominn með tylliástæðu til að ráðast inn í Íran og Sýrland áður en hann lætur af völdin í hendur Obama.
Guð forði okkur frá þeim hildarleik sem af því hlytist
![]() |
Landher Ísraels inn á Gaza |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvað getur réttlætt aðgerðir Ísraelsmanna?
2.1.2009 | 12:15
Sú sorg og þær hörmungar sem Palestínumenn hafa þurft að þola síðan við Íslendingar, ásamt meirihluta ríkja Sameinuðu þjóðanna, samþykktum stofnun Ísraelsríkis eru óendanlegar.
Ekki var staðið við þá samþykkt og stofnuð tvö ríki og enn er því ekki lokið, heldur fá Ísraelsmenn með aðstoð Bandaríkjamanna að murka lífið úr heilli þjóð, þannig á endanum verður kannski engin þjóð til að stofna Palestínuríki.
Ætla menn bara að segja sorrý og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist eftir þessi morð?
Þó ekki eigi að bæta eitt böl með því að benda á annað verra, eru þjáningar írösku þjóðarinnar hjóm eitt á móts við langvarandi þjáningar Palestínumanna. Samt var farið í aðgerðir gegn íröskum valdhöfum, sem við Íslendingar studdum, þótt á röngum forsendum hefði verið.
Það urðu margir reiðir Framsókn að standa að stuðningnum við innrásina í Írak, innanflokks sem utan.
Ekki var staðið að þeirri ákvörðun með þeim hætti sem eðlilegt hefði verið og vonandi munu stjórnmálin læra af því. Framsókn hefur viðurkennt það og hefur lært af þeirri reynslu. Reyndar sýnist manni vinnubrögð núverandi ríkisstjórnar við samningagerð um stærstu efnahagshagsmuni þjóðarinnar frá lýðveldisstofnun vera með jafnvel enn verri hætti í því tilfelli, svo það er greinilegt að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki ósáttur við svona vinnubrögð og gengisfall Borgarnesræða Ingibjargar Sólrúnar er fordæmalaus í þessu ljósi.
En ákvörðunin um stuðning við innrásina í Írak var byggð á ákveðnum forsendum. Forsendum sem ekki stóðust og ekki var staðið við.
Stuðningurinn fólst í því að forsætisráðherra og utanríkisráðherra studdu svokallaða Azoreyjayfirlýsingu: http://www.whitehouse.gov/news/releases/2003/03/20030316-3.html
Azoreyjayfirlýsingin snérist um margt annað en bara nauðsyn þess að steypa níðingnum Saddam Hussein af stóli.
- Hún innihélt yfirlýsingu um að Saddam Hussein byggi yfir gereyðingarvopnum.
- Hún innihélt yfirlýsingu um að Saddam Hussein byggi yfir efnavopnum
- Hún innihélt yfirlýsingu um stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu.
Sú fullyrðing að Saddam Hussein byggi yfir gereyðingarvopnum og efnavopnum reyndist helber lygi í Bandaríkjamönnum. Lygi sem aldrei má gleymast þegar upplýsingar frá leyniþjónustu Bandaríkjanna eru metnar.
Ég gagnrýndi Halldór Ásgrímsson harkalega þegar hann kynnti okkur frambjóðendum í Reykjavík þessa ákvörðun, vildi að slík ákvörðun væri tekin á grundvelli Sameinuðu þjóðanna. Eftir að hann hafði farið yfir málið með okkur og sagt okkur hvað hékk fleira á spýtunni á grundvelli Azoreyjayfirlýsingarinnar, ákvað ég að sýna ákvörðunni skilning og verja hana. Út frá þeim forsendum sem lágu fyrir og í trausti þess að þetta tæki fljótt af var það rétt ákvörðun hjá mér á þeim tíma.
Frakkar og Rússar höfðu slíka hagsmuni að vernda í Írak, Frakkar í formi olíusölusamninga og Rússar í formi tækni- og vinnslusamninga að það var mat þeirra sem stóðu að þessar þjóðir myndu alltaf beita eða misbeita neitunarvaldi sínu gegn innrás í Írak. Viðbrögð þjóða heims við fjármálakreppunni núna ættu að sýna mönnum og sanna hvernig stórþjóðir vinna. Þær beita sér hiklaust til að ná fram sínum hagsmunum. Er enginn bróðir í þeim leik.
Lygin um að Saddam Hussein byggi yfir gereyðingarvopnum gerði það að verkum að það var erfitt að réttlæta það að aðhafast ekkert, þótt það afsaki ekki að aðrir níðingar séu ekki stoppaðir.
Eins og ætti að gera við Ísraelsmenn núna.
og enn er ekki búið að stofna Palestínuríki...
![]() |
Ísraelsher ofmat ógnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Árið 2008 var gott ár
31.12.2008 | 09:50
Ársins 2008 verður í framtíðinni minnst sem eins besta árs í sögu íslensku þjóðarinnar.
- Hey voru mikil og góð
- Lax var mikill og vænn
- Frjósemi var almennt með ágætum
- Framleiðsla sjávar var vel yfir meðallagi
- Íslenskt viðskiptalíf hóf löngu tímabæra ormahreinsun
- Íslenskt efnahagslíf hóf endurskipulagningu sína
- Íslensk þjóð hóf endurskilgreiningu á því hvað henni er mikilvægt
Hvað er hægt að biðja um það betra?
Vandinn er bara hvenær við munum fara að sjá hlutina í þessu ljósi...
![]() |
Níu brennur í borginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fiskveiðiauðlindin er Íslendinga
30.12.2008 | 11:18
Ég fæ ekki séð að Íslendingar þurfi að vera að rífast um það sem þeir eru sammála.
Full yfirráð yfir fiskveiðiauðlindinni sem og öðrum auðlindum þjóðarinnar verða ekki í boði sem gjald fyrir aðgang að ESB. Það myndi ég ekki samþykkja og ég held að íslensk þjóð muni heldur ekki gera það.
Það vita samningamenn ESB og það vita íslenskir þingmenn og því þarf ekkert að ræða það mál.
Það eru fordæmi fyrir því að þjóðir séu ekki undir sameiginlegu fiskveiðistjórn ESB og því er það eðlilegt og sjálfsagt að gera ráð fyrir stjórn fiskveiða verði varanlega undir íslenskri stjórn.
Við eigum frekar að ræða önnur tormerki við mögulega aðild, eins og nýtingu og eignarhald á vatnsafli og jarðhita, sem og hugsanlegrar olíu.
Þar værum við betur stödd ef menn hefðu tuðlast til að samþykkja auðlindaákvæði í stjórnarskránni eins og Framsókn lagði til, en náði því miður ekki í gegn, vegna andstöðu núverandi stjórnarflokka.
![]() |
Varaformaður LÍÚ veltir áherslum ESB fyrir sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jólakveðja
24.12.2008 | 12:55
Ég óska öllum, nær og fjær gleðilegra jóla.
Munum að það sem er dýrmætast fæst ekki keypt og er því ekki hægt að taka af manni, sama hvað á dynur.
Ekki hækka stýrivextina
22.12.2008 | 11:03
Jafnvel þótt núverandi stýrivextir séu neikvæðir miðað við verðbólguhraðann, er ekki þörf á að hækka þá til að halda fjármagni í landi.
Fyrir það fyrsta þá er bannað að fara með fjármagn úr landi, og því í rauninni engin þörf á að hafa stýrivextina svona háa þess vegna og einkaneysla öll á niðurleið, þannig að forsendur þessara stýrivaxta eru tæpar.
Í annan stað eru stýrivextir annarsstaðar í heiminum meira og minna neikvæðir, þannig að þótt fjármagnsflutningar væru gefnir frjálsir, er fjármagninu ekkert betur komið annarsstaðar.
Þess vegna er engin ástæða til að hækka stýrivexti. Frekar þarf að útskýra af hverju ekki er búið að lækka þá verulega, amk meðan að gjaldeyrishöftin eru í gangi.
![]() |
Verðbólgan mælist 18,1% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verið að hlaða verðbólgupúðurskot næstu ára
21.12.2008 | 11:28
Það geysilega fjármagn sem verið er að dæla inn í hagkerfi heimsins núna og á næstu mánuðum getur ekki þýtt nema eitt: Verðbólgu.
Inndæling peninga án tilsvarandi verðmætasköpunar þýðir óhjákvæmilega að verðmæti peninganna rýrnar. Því er í rauninin verið að færa verðmæti á milli vasa, að yfirfylla suma vasa til þess að auka neyslu og fjárfestingu, því í dag eru allir peningar fastir í þeim vösum sem þeir eru í núna.
Það er í sjálfu sér ágætt fyrir okkur. Það ætti að auka líkurnar á því að samkeppnisstaða Íslands og annarra landa jafnist, með því að hinn blauti draumur kratanna rætist: Að allir hafi það jafnskítt.
![]() |
Hvetur til útgjalda til þess að örva hagkerfi heimsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eins gott...
20.12.2008 | 23:56
...að við erum með þessa þingmenn sem koma með þetta þingmannafrumvarp, fyrst ríkisstjórnin getur ekki tuðlast við að hafa frumkvæði að þessu sjálf.
Það er með ólíkindum hversu illa hún virðist hafa haldið á hagsmunum Íslendinga í gegnum bankahrunið.
![]() |
Fé til málshöfðunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hámörkun verðmæta úr sjó
19.12.2008 | 22:05
Hafrannsóknastofnun er sú stofnun sem á að hafa heildaryfirsýn yfir lífríkið í sjónum og veita ráðgjöf um hversu mikið er hægt að veiða af hverri tegund.
Ef ég hef fylgst rétt með byggist sú ráðgjöf reyndar ekki á margstofna líkani, þar sem áhrif veiðiálags á einn stofn á annan stofn eru reiknuð með.
Til dæmis er ljóst að loðnuveiðar hafa bein áhrif á rækjustofninn, þar sem báðar tegundir eru fæða þorsks og annara tegundaí.
Þess vegna verður að fara að taka ákvarðanir um kvóta á grundvelli hámörkunar heildarverðmæta úr sjó. Kannski borgar sig að geyma loðnuna í sjónum sem fæðu fyrir þorskinn, þannig að hann éti minna af rækju og verði kannski feitari sjálfur?
![]() |
Mikil óvissa um loðnuvertíðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)