Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Krókur á móti bragði breta
6.11.2008 | 20:18
Ef bretar ætla að beita okkur fjárkúgunum, er ekkert annað að gera en að koma með krók á móti því óþverrabragði.
Fyrst þarf að vísitölutryggja laun og setja vísitölutryggingu á alla innistæðureikninga núverandi banka.
Því næst að samþykkja allar þær kröfur sem gerðar eru til tryggingasjóð innistæðueigenda með vísan í jafnræðisreglu EES-samningsins og leysa með því deiluna við breta. IMF lánið gengur í gegn og önnur lán fylgja í kjölfarið. Allt í erlendri mynt.
Kröfurnar í sjóðinn hljóta að miða við þann dag sem bankarnir fóru í þrot og á gengi þess dags, en íslenski innistæðutryggingasjóðurinn er gerður upp í íslenskum krónum.
Því næst förum við að ráðum dóttur minnar, sem fagnaði því að við ættum vélina þegar hún heyrði fyrst af peningavandræðum í fréttum.
"hvaða vél?"
"Jú, peningavélina"
Við prentum einfaldlega íslenskar krónur, leggjum þær inn í tryggingasjóðinn og gerum upp við innistæðueigendur þrotabúabankanna og tökum á okkur nokkura mánaða óðaverðbólgutímabil.
Með vísitölutryggð laun og sátt um stöðugar verðhækkanir ættu hjól atvinnulífsins að geta snúist áfram. Kaupmáttur helst nokkurn vegin og við greiðum okkar kröfur upp í topp.
Allir kátir?!?!?
...nema kannski kúgararnir sem sitja uppi með verðlitlar krónur.
-----------
uppfærsla
Að öllu gamni slepptu á ekki að gefa þeim tommu eftir, en ef við yrðum dæmd til að greiða þetta sem engar líkur eru á, væri hægt að fara í einhverjar svona æfingar..
![]() |
Við hættum frekar við lánið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.11.2008 kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fjárklippurnar á loft !!!
6.11.2008 | 12:02
Var um borð í Ægi og Tý í gær og fyrradag.
Þar horfði ég með aðdáun og stolti á víraklippurnar sem beitt var gegn bretum í þeim þorskastríðum sem unnist hafa hingað til.
Þær eru klárar til brúks.
Í þessu þorskastríði er ekkert annað að gera en að hanna nýjar klippur:
Fjármálaklippur.
Þegar fjárkúgun breta verður gerð opinber, eigum við að mótmæla framferði þeirra út um allar trissur og tranta og spyrja þjóðir og fyrirtæki heims einnar spurningar:
Þorið þið að eiga viðskipti við sjóræningja?
Eða ítarlegri útgáfu af sömu spurningu:
Þorið þið að eiga viðskipti og eiga fjármuni í ríki sem hikar ekki við að misbeita hryðjuverkalögum ef það hentar þeim og þora ekki að fara til dómstóla með kröfur sínar, heldur beita sjóræningjaaðferðum til að reyna að ná fram sínum vilja?
bretar eru ein helsta viðskiptamiðstöð heimsins og ef þjóðir heims klippa á þau tengsl sem þeir geta og flytja þau annað vegna hræðslu við yfirvöld í bretlandi erum við komin með fjárklippur sem geta haft svipuð áhrif og víraklippurnar góðu í varðskipunum.
![]() |
IMF-beiðni frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tveir kostir í stöðunni
6.11.2008 | 10:01
Ef við ætlum að hafa fljótandi gengi sem er forsenda frjáls flæðis fjármagns og þar með þátttöku okkar í eðlilegum alþjóðaviðskiptum, verða stýrivextir að vera jákvæðir. Í verðbólgutíð verða þeir því að vera háir, það háir að ekkert fyrirtæki getur lifað þá af að óbreyttu. Þess vegna verður að fara í mótvægisaðgerðir vegna þessara vaxta, og ekki síst að koma einhverju fjármagni í umferð innanlands, svo fyrirtæki geti starfað áfram. Helst sér maður fyrir sér lækkun á sköttum fyrirtækja og rýmkun heimilda til að færa tap á milli ára, svo og bjargráðalánveitingar til fyrirtækja sem byggðust á almennum skilyrðum t.d. ákveðin upphæð á hvert stöðugildi, sem væru t.d. með veðum í atvinnuleysistryggingasjóði. Verðbólgan mun fara hratt niður, enda engin eftirspurn til að kynda hana, þannig að brátt fengjum við að sjá myndarlega lækkun stýrivaxta.
Ef við endum í áframhaldandi gjaldeyrisskömmtun og verðum áfram undir járnhæl herrans í Svörtuloftum, er ekki lengur um að ræða frjálst flæði fjármagns og því er engin forsenda fyrir háum stýrivöxtum. En um leið yrði frjálst flæði atvinnuafls úr landi og stöðugt flæði fyrirtækja í gjaldþrot, því kjör þeirra á erlendri grund færu fjandans til.
![]() |
Stýrivextir áfram 18% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gjörningaveður geysar án veðurspár
5.11.2008 | 20:54
Ég upplifi að landið sé stjórnlaust.
Það er enginn sem segir við okkur almúgann hvað sé að gerast og hvað standi til.
Á meðan magnast óttinn, reiðin finnur sér engan farveg og brýst út hér og þar, gagnrýni á einstaka gjörninga, hversu vitlausir, ólöglegir og siðlausir sem þeir virðast vera yfirskyggja það sem ætti að vera að ræða:
Hvernig komum við landinu í gang á ný?
Við búum í réttarríki og verðum að treysta því að þeir hlutir sem taka alla umræðuna í dag fari í réttan farveg, hlutir séu rannsakaðir og menn dregnir til ábyrgðar. Það er einfaldlega ekki verkefni dagsins að eyða púðri í það.
Það verður að koma fram fyrir almenning og segja hvað verið sé að gera amk eitthvað af eftirfarandi á næstu vikum:
- Koma gjaldeyrisviðskiptum í gang. Það mun taka tiltekinn tíma og til þess að það geti gerst þarf að gera tiltekna hluti. Ef ekki takist að koma krónunni á flot, að gerður verði samningur við ECB um tímabundinn fastgengissamning, ef það gengi ekki verði fastgengi og gjaldeyrishöft um tiltekinn tíma, líklegast 2-3 ár.
- Tryggja að gjaldeyrir hafi fleiri en eina leið til og frá landinu. Í því sambandi væri freistandi að horfa til þess að Sparisjóðabankinn yrði keyptur af norrænu systurfyrirtæki sínu. Þannig væru margar flugur slegnar í einu höggi.
- Samtímis að koma peningaflæði innanlands í lag, fyrirtæki landsins verða að fá aðgengi að fjármagni til að geta starfað eins eðlilega og kostur er. Það fækkar afturköllun verkefna, fækkar fyrirtækjum sem fara á hausinn sem allt hefur í för með sér fækkun þeirra sem missa vinnuna. Á það hefur skort.
- Setja öllum sveitarfélögum, ráðuneytum og stofnunum ríkisins fyrir að fara yfir sinn rekstur og meta hvaða áhrif hrunið hefur á þau og hvaða aðgerðir þarf að fara í til að bregðast við því, með það að leiðarljósi að grunnþjónusta haldist óskert um leið og allra sé gætt.
- Forgangsraða opinberum verkefnum með það fyrir augu að draga sem mest úr uppsögnum og koma sem mest í veg fyrir atvinnuleysi.
- Lækka skatta á fyrirtæki til að laða fjárfesta til athafna, innlenda sem erlenda.
Vonandi eru þessi atriði og þau sem ég gleymi hluti af IMF áætluninni, sem kynnt verður á föstudaginn ,en það er alveg hægt að segja okkur að það verið sé að hugsa í þessar áttir, þótt ekki sé farið í tiltekin atriði og útfærslur.
Um leið verður að fullvissa alla um að rannsókn muni fara fram og helst verður að setja strax fram feril sem sú rannsókn eða þær rannsóknir munu fylgja. Þá fær fólk strax meiri trú á grunnskipulag samfélagsins.
Að því loknu verður að fara yfir hvernig við tryggjum hagsmuni þjóðarinnar til frambúðar. Umsókn um aðild að ESB er einboðin að mínu mati, þegar björgunaraðgerðum líkur og þjóðarskútan er komin af stað á ný. Við verðum að vita hvað er í þeim pakka.
Á meðan engin leiðsögn eða leiðarvísir er gefinn, grúir óvissan yfir, sem nærir ótta, vanlíðan og reiði sem orsakar það gjörningaveður sem geysar núna og gerir það að verkum að allir halda að sér höndum og atvinnulífið og samfélagið allt fer í stórastopp og hætta á almennu siðrofi eykst. Það sé ég sem raunverulega mikla ógn við okkar samfélag.
Hinir svokölluðu leiðtogar þjóðarinnar verða að leiða þjóð sína og bægja óveðursskýjunum frá, í það minnsta að koma með veðurspá um að veðrinu muni slota.
Það þýðir ekki að hlaupa í felur. Veðrið batnar ekkert við það.
![]() |
Ekki hægt að taka aðra ákvörðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
It's the muppit show
5.11.2008 | 14:25
Ég er algerlega kjaftstopp.
Eins og fréttirnar hrannast upp og eru reyndar dregnar undireins til baka í hinum og þesum "óháðu" fjölmiðlunum, held að það sé rétt að bíða með að skrifa um svona mál þangað til að komin sé niðurstaða rannsóknar á málunum.
Ekki bara þetta heldur einnig hvernig þessar skuldaniðurfellingin gat átt sér stað og hvernig stendur á því að heimilað hafi verið að færa ábyrgðir á lánum frá einstaklingum yfir á einkahlutafélög með takmarkaða ábyrgð.
og svona heldur þetta áfram og áfram
Held að það sé réttast að horfa bara á gamla prúðuleikara á meðan
Það verður í það minnsta nóg að gera fyrir lögfræðinga framtíðarinnar.
![]() |
Skoða meintar milljarðafærslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Drengur góður tekur rétta ákvörðun
4.11.2008 | 22:20
Þessi afstaða Boga Nilssonar er enn ein staðfesting á því að á ferðinni er drengur góður sem er vandur að virðingu sinni og þótt ég sé sammála afstöðu hans, sýnir þessi gjörningur hans í rauninni hversu hæfur hann var til að framkvæma rannsóknina.
En áreiðanleiki þeirra sem framkvæma svona úttekt verður að vera hafinn yfir allan vafa.
![]() |
Bogi Nilsson hættir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Felldi Kaupþing skuld menntamálaráðherra niður?
3.11.2008 | 21:34
Það er alveg ljóst að svör verða að fást við þessum áburði um niðurfellingu skulda lykilstarfsmanna við Kaupþing hið fyrsta, í seinasta lagi á morgun.
Ef fótur er fyrir þessum sögusögnum, hlýtur í leiðinni að þurfa að fást svör við því hvort Kristján Arason, eiginmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, sé meðal þeirra sem fékk niðurfellt lán.
Ef það er tilfellið er erfitt að sjá Þorgerði Katrínu taka að sér frekari trúnaðarstörf fyrir þjóðina.
![]() |
Engar niðurfellingar hjá Landsbanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mun gangsetning krónunnar takast?
3.11.2008 | 18:19
Þetta lán Norðmanna er gott innlegg í undirbúning að endurræsingu krónunnar, en er síður en svo nægt eitt og sér. Mikið meira þarf til. Helst 1.000-1.500 milljarðar alls, ef það er nóg.
Íslensk stjórnvöld hafa hækkað stýrivexti, þannig að þeir eru nú jákvæðir, svo fjármagnseigendur sjá sér hag í að koma með gjaldeyri til landsins og kaupa krónur fyrir, en nú er málið að safna í nægjanlega digra sjóði, þannig að gengið falli ekki niður úr gólfinu þegar það verður gefið frjálst á ný.
Fyrirséð er að einhverjir aðilar, eins og þeir sem hafa átt jöklabréf en ekki framlengt þau, munu selja sínar krónur strax við fyrsta hentugleika og verður að vera til gjaldeyrir til að greiða fyrir þær.
Auk þess, ef sjóðirnir eru ekki nægjanlega digrir, munu spákaupmenn sjá sér hag í að kaupa risastóra afleiðusamninga, gera árás á krónuna og fella gengi hennar til að innheimta hagnað.
Ef gangsetningin heppnast ekki, er ljóst að við munum búa við gjaldeyrishöft og stýrt gengi um einhverra missera skeið.
Í því felast svosem einhver tækifæri, eins og að þá væri hægt að lækka stýrivexti, en það versta væri að Seðlabanki Íslands myndi stýra því hverjir fengju að kaupa gjaldeyri og hverjir ekki. Þannig ættu fyrirtæki landsins ekki bara eiga við viðskiptaráðherra í gegnum FME um hvaða fyrirtæki standa og falla, heldur líka seðlabankastjóra og forsætisráðherra.
Þau embætti eru einfaldlega ekki nægjanlega þau réttu til að ákveða hvaða fyrirtæki standa og hvaða fyrirtæki falla. Það verður markaðurinn að fá að ákveða og það getur hann bara gert með frjálsu fjármagnsflæði.
![]() |
Norðmenn lána Íslendingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samfylkingin vill innleiða þegar innleitt umhverfi
3.11.2008 | 00:55
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Léleg fréttamennska um fréttamiðla
3.11.2008 | 00:19
Í mínum eyrum hljómar þetta eins og kennitöluflótti hjá 365.
Það lítur út fyrir að það sé verið að setja einn og hálfan milljarð inn í það sem verja á og setja restina af fyrirtækinu á hausinn.
Talsmenn stjórnar 365 hafa ekki verið spurðir að því hvort það sé tilfellið.
Það er léleg fréttamennska að ég sitji eftir með þennan grun óskýrðan.
-------------
Leiðrétting: Eyjan.is hefur tekið þennan pól, en rúv gerði það ekki og heldur ekki 365 sjálf.
![]() |
Löngu ákveðin hlutafjáraukning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er hlálegt að heyra Samfylkinguna tala um finnsku aðferðina til að reyna að eigna sér alla nýsköpun og uppbyggingu sem verður nú í kjölfar hrunsins, þegar að allt það lagaumhverfi sem sett var um sprotafyrirtæki og nýsköpun í Finnlandi voru leidd í lög hér á Íslandi í tíð Valgerðar Sverrisdóttur og Jóns Sigurðssonar í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu, m.a. með stofnun nýsköpunarmiðstöðvar og stórauknum framlögum til þróunar og nýsköpunar.
Aukin nýsköpun bíður einfaldlega eftir að komast almennilega af stað. Að það verði pláss fyrir nýsköpun í hagkerfinu.
Það sem vantar er aðgengi að fjármagni og lægri stýrivextir. Þegar forsendur fyrir fyrirtækjarekstri verða góðar á ný munu grösin spretta.