Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Samfylkingarlausn á vandanum: Siðrof

Sigrún Elsa Smáradóttir var rétt í þessu að leggja til að fólk eigi að að lýsa sig gjaldþrota. Það sé réttur þess.

Er þetta efnahagsstefna Samfylkingarinnar?

Á maður að sjá frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur um greiðsluaðlögun og gjaldþrot í því ljósi?

Stendur til að hleypa öllu samfélaginu á hausinn, allir hlaupi frá allri ábyrgð, að fordæmi Samfylkingarinnar?

Hún er í rauninni að leggja til að samfélagið leggi sig niður, siðrof.

Svo toppar hún vitleysuna:

"Því ver sem ríki eru á sig komin þegar þau fara í samninga, því betri sé samningsstaðan?"

 


Er stjórnarkreppa á Íslandi?

Það er ekki nóg með að ríkisstjórnin geti ekki komið sér saman um aðgerðir við yfirstjórn landsins, nú þegar einmitt er mest þörf á því, heldur leka trúnaðargögn nú orðið út af ríkisstjórnarfundum.

Hvernig eiga erlendir aðilar að hafa einhverja trú á ríkisstjórn lands sem hagar sér með þessum hætti, hvað kostar það þjóðarbúið að Samfylkingin skuli halda að nú sé tími kattarþvottar og ábyrgðarleysis.

Ríkisstjórnin verður að girða sig í brók og og koma sér saman um hvernig eigi að stjórna landinu.

Annars verður maður að álykta að það sé stjórnarkreppa á Íslandi...


mbl.is Samfylking afneitar Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherra kallar eftir starfhæfri ríkisstjórn

Það er athyglisvert hvernig ráðherrar í ríkisstjórn Íslands orða árásir sínar hver á annan.

Ingibjörg Sólrún heimtar að Davíð Oddsson Seðlabankastjóri verði rekinn, sem er dæmigerð Gallupppólitík. Það er ekkert annað en bein árás á Geir H Haarde forsætisráðherra, sem hún veit mætavel að er yfirmaður hans og hefur veitingar og brottrekstrarvald yfir honum.

Nú svarar Björn Bjarnason henni fullum hálsi þegar hann segir að ríkisstjórn og seðlabanki eigi að ganga í takt. Ég fæ ekki betur séð en að góður hluti sjálfstæðisráðherrana sé í ágætum takti við seðlabankann. Þetta ákall er því lítt dulbúið ákall Björns eftir því að Þorgerður Katrín og Samfylkingarráðherrarnir fari að ganga í takt við Björgvin G Sigurðsson og Geir H Haarde, sem leitt hafa málið og verið samstíga.

Á svona tímum verða ráðherrar að vera samstíga. Þjóðarhagsmunir krefjast þess. Stundarvinsældir einstakra stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna í kapphlaupi um að fá að skipta þjóðarkökunni skipta engu máli ef sundurleysi ríkisstjórnarinnar verður til þess að kakan verði mylsnan ein.

  • Verkefni dagsins er að tryggja þjóðinni að hún hafi gjaldmiðil sem getur nýst til að koma vörum inn og út úr landinu. Þar verður að leita aðstoðar nágrannaþjóðanna, með gengissamningi við Evrópubankann eða með verulegri styrkingu gjaldeyrisvaraforðans, langt umfram það sem IMF lánið gefur.
  • Samtímis verður að tryggja atvinnulífinu fjármagn til að það geti haldið áfram að skapa verðmæti og greiða laun
  • Næsta verkefni er svo að útvega þeim störf sem missa vinnuna.
  • Að því loknu verður að tryggja þeim sem ekki fá vinnu viðunandi framfærslu meðan á endurmenntun og endurhæfingu fyrir hugsanlegan nýjan starfsvettvang stendur.

Vonandi inniheldur plan IMF og ríkisstjórnarinnar eitthvað í þessa átt og fleira, en tíminn er afar naumur, því hver vika sem líður dregur úr afli atvinnulífsins og það kostar störf og það kostar gjaldþrot og aðrar hörmungar.

Ríkisstjórnin á að einbeita sér að því, en ekki standa í innbyrðis karpi. Við verðum að hafa starfhæfa ríkisstjórn. Því er Björn Bjarnason að kalla eftir.

Þegar bráðaaðgerðum er lokið, getur ríkisstjórnin dregið andann, og farið  í uppgjör mála og kannað hvernig við eigum að haga málum til frambúðar með okkur hinum.


mbl.is Ríkisstjórn og seðlabanki verða að ganga í takt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrg stjórn borgarinnar

Nú stendur borgin og önnur sveitarfélög landsins frammi fyrir gerbreyttu rekstrarumhverfi.

Snarminnkaðar útsvarstekjur, minnkuð lóðasala og skil á lóðum setja stór strik í allar fjárhagsáætlanir um leið og fyrirsjáanlegt er að þörf fyrir velferð snareykst.

Það er því afar gott skref sem Óskar Bergsson og Hanna Birna stigu með sínum borgarstjórnarflokkum þegar þau buðu minnihlutaflokkunum í þá vegferð að fara í gegnum öll svið borgarinnar, veltu við öllum steinum, þannig að hægt sé að bregðast við þessu með stofnun aðgerðarhóps um fjármál borgarinnar.

Varnarlínan er dregin við að ekki eigi að segja upp starfsfólki, ekki eigi að draga úr grunnþjónustu og ekki eigi að hækka gjöld á grunnþjónustu.

Sú vinna er á lokametrunum og verður kynnt innan skamms.

Til hliðar við þá vinnu eru svo stofnframkvæmdir sem munu byggja á aðgengi að lánsfé.

Með því að leggja áherslu á mannaflsfrekar framkvæmdir er borgin því að forgangsraða hárrétt og er að koma fram af ábyrgð í breyttu samfélagi.

Ég er stoltur af því að taka þátt í þessari vinnu og leggja mitt af mörkum til hennar. Mér er til efs að annað meirihlutamynstur í borginni hefði þolað að fara í svona vinnu.


mbl.is Reykjavík íhugar framkvæmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin flýr í árásir á Davíð Oddsson

Aðferð Samfylkingarinnar til að hlaupast undan ábyrgð og fela eigin axarsköft þessa dagana er að ráðast á Davíð Oddsson.

Verið er að innleysa það að öllum sé ljós persónuleg óvild Ingibjargar Sólrúnar og Davíðs. Þessu ímyndarstríði er áfram haldið til að reyna að halda umræðunni frá öðru.

Nú síðast segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir í Markaðnum að reka ætti Davíð Oddsson fyrir að leiðrétta lygar ráðherra ríkisstjórnarinnar. Hún sleppir því algerlega að nefna það að Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra Samfylkingarinnar fór greinilega rangt með í ræðustól á Alþingi.

Skiptir það engu máli?

Það er ódýrt að segja að ráðning Seðlabankastjóra sé á könnu forsætisráðherra og þar með sé það ekki mál Samfylkingarinnar. Samfylkingin er í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og ef Samfylkingin telur að Davíð sé slík orsök vandans og brottvikning hans sé forsenda allra framfara, sem ég ætla ekki að leggja mat á núna hvort sé rétt, ber henni skylda til að hóta stjórnarslitum ef það gerist ekki.

Það á ekki að gerast í fjölmiðlum, heldur við ríkisstjórnarborðið. Í trúnaði.

Allt annað er lýðskrum og það ósamlyndi sem Samfylkingin er að róa að með þessum hætti er þjóðinni stórskaðlegt.

Ríkisstjórnin á að fara að ráðleggingu Jóns Sigurðssonar fv. formanns Framsóknar: Við eigum að standa saman og viðurkenna okkar ábyrgð.


mbl.is Ingibjörg segir Davíð skaða orðsporið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæmt að Alþingismönnum sé ekki treystandi

Ríkisstjórnin er í erfiðri stöðu.

Hún hefur gert samning fyrir sitt leiti sem stjórn IMF á eftir að samþykkja og áður en það er gert má Alþingi ekki fjalla um efni hans né fá að sjá hann.

Þannig mun Alþingi meira og minna standa frammi fyrir orðnum hlut, sem í besta falli á mörkum þess að vera brot á Stjórnarskránni, ef eitthvað í samningnum krefst lagabreytingar eða annarar afgreiðslu Alþingis.

Auðvitað getur Alþingi hafnað samningnum, en það gerir náttúrulega ekki nokkur heilvita maður, sama hversu erfitt væri að kyngja einhverjum hlutum hans.

Ef á Alþingi sæti fólk sem héldi trúnað gætu menn fjallað um samninginn og afgreitt hann af hálfu Alþingis strax, í samræmi við þingsköp Alþingis:

"69. gr. Þingfundir skulu haldnir í heyranda hljóði. Þó getur forseti lagt til eða þingmaður óskað þess að öllum utanþingsmönnum sé vísað á braut og sker þá þingið úr því hvort svo skuli gert og umræður fara fram í heyranda hljóði eða fyrir luktum dyrum, sbr. 57. gr. stjórnarskrárinnar."

Það er sorgleg staðreynd og þungur áfellisdómur yfir þingmönnum okkar þjóðar að mönnum skuli ekki detta í hug að nýta sér þetta ákvæði, til að lögmæti gerningsins væri hafinn yfir allan vafa.


mbl.is Óbarinn seðlabankastjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG, stjórnarskráin og lýðskrum

Ekki að ég hafi neina samúð með þeim sem hafa sett okkur í þá stöðu sem við erum komin í, þeim ber siðferðileg skylda til að koma að enduruppbyggingu landsins.

En í hömlulausu lýðskrumi og vinsældakapphlaupi er eins og þingmenn VG hafi ekki hugmynd um hvað þeir gerðu þegar þeir sóru eið að stjórnarskrá lýðveldisins Íslands:

"72. gr. Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir."

Það er illa farið með almannafé að láta starfsmenn Alþingis eyða sínum tíma í að segja mönnum það sem þeir ættu að vita.

Sérstaklega núna þegar nóg er að gera hjá yfirstjórn ríkisins og gæta þarf fyllsta aðhalds á öllum sviðum.

Það liggur við að maður fari að setja þingmenn VG í flokk með Össuri Skarphéðinssyni sem hélt því fram í ræðustóli í gær að það hefði verið Seðlabanki Íslands sem hefði tekið ákvörðunina um stýrivaxtahækkunina, þótt hið rétta í málinu hefði verið hans eigin ríkisstjórn sem gerði samkomulag við IMF um það.

En ég geri þeim það ekki.


mbl.is Erfitt að kyrrsetja eignir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutina í réttri röð

Það virðist vera að gerast að formaður Samfylkingarinnar sé að átta sig á því að hún situr í ríkisstjórn, en sé ekki í stjórnarandstöðu, eins og maður hefur því miður upplifað undanfarið, í örvæntingarfullri tilraun Samfylkingarinnar til að hlaupast undan ábyrgð.

Hún er á réttum stað að ræða um breytingar á stjórnarsáttmála. Í ræðustól Alþingis. Fyrr en búið er að breyta honum eiga ráðherrar ekki að tala með öðrum hætti, meðan þeir eru að tala sem ráðherrar.

Það er að gera hlutina í réttri röð

Varðandi gengi krónunnar, er vonandi að ríkisstjórnin leiti hófanna við Evrópubankann um að ná samkomulagi um tímabundið fastgengi, eins og við lögðum til þessari grein, sem birtist í Fréttablaðinu.

---

Til að því sé til haga haldið og í ljósi þeirrar umræðu sem er í gangi í samfélaginu núna, hef ég djúpa sannfæringu fyrir því að Geir H Haarde hafi tekið sínar ákvarðanir af fullum heilindum og trúnaði við   hagsmuni íslensku þjóðarinnar, þótt hann hafi brugðist í aðdraganda hrunsins, eins og svo margir. Þar geta Framsóknarmenn ekki skotið sér undan, en heldur ekki Samfylkingin, því hennar gagnrýni á viðskiptaráðherra í síðustu ríkisstjórn var helst í þá átt að sjálfstæði eftirlitsstofnanna væri ekki nægt. Björgvin virðist hins vegar hafa gleymt því öllu þegar hann settist í stól hennar, t.d. með því að hlutast til um málefni FME gagnvart bretum og taka þátt í fundum með þeim.


mbl.is Vill endurskoða ESB og Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótvægisaðgerðir stýrivaxtahækkunar takk

Það er nauðsynlegt að hafa jákvæða raunstýrivexti til að halda peningum í landinu.

Á hinn bóginn gerir það fyrirtækjum innmögulegt að starfa, ef fjármagn fæst ekki á viðunandi kjörum.

Þess vegna verður ríkisstjórnin að fara í mótvægisaðgerðir til að koma til móts við atvinnulífið vegna þessarar stýrivaxtahækkunar.

Atvinnulífið verður að hafa aðgengi að lánsfé á einhverjum skynsamlegum kjörum til að uppsagnir verði ekki enn yfirgengilegri um þessi og næstu mánaðarmót og fjöldagjaldþrotum í kjölfarið.

Hvaða leið er best að fara veit ég ekki, en aðgengi að fjármagni verður að tryggja.

Hugsanlega væri möguleiki að Seðlabankinn, í gegnum viðskiptabankana, biði fyrirtækjum lán að ákveðinni upphæð á hvern starfsmann á hagstæðum kjörum til 3ja til sex mánaða, allt eftir því hvað menn meta að gjaldeyrisstartið taki langan tíma. Það lán kæmi fremst í veðröðina og fengi stöðu launaskuldar ef fyrirtækið færi í þrot. Á þann hátt þyrftu fyrirtækin ekki að leggja fram eins trygg veð en heldur ekki að segja eins mörgum upp og hagkerfið væri fyrr að ná sér.

Aðrar tillögur eru vel þegnar, en þetta gengur ekki svona.


mbl.is Óhjákvæmilegt að hækka stýrivexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur ríkisstjórnin meirihluta á Alþingi?

Eins og Samfylkingin talar á Alþingi og utan þess, lætur hún eins og hún styði ekki og sé á móti meira og minna öllu því sem ráðherrar hennar og Sjálfstæðisflokksins þurfa að taka ákvarðanir um.

Í þingbundnu lýðræðisríki eins og Íslandi, sitja ráðherrar svo lengi sem Alþingi samþykkir ekki vantraust á þá.

Ég skora á stjórnarandstöðuna að lýsa vantrausti á alla ráðherra ríkisstjórnarinnar og kanna hvort eitthvað minnsta innihald sé í belgingi Samfylkingarinnar.

Ef þau meina eitthvað með orðum sínum, t.d. gagnrýni á Davíð Oddsson, sem forsætisráðherra hefur vald til að ráða og reka, hljóta Samfylkingarþingmenn að samþykkja vantraust á þann mann sem heldur verndarhendi yfir honum.

Ef ekki eiga þau að hætta þessum málflutningi og skammast sín.


mbl.is Ekki benda á mig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband