Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Drengir góðir
29.10.2008 | 10:06
Ég starfaði um tíma að útgerð skips sem skráð var í Færeyjum. Í gegnum þau samskipti komst ég að því að Færeyingar eru drengir góðir, vilja hafa hlutina á hreinu og standa við það sem þeir segja.
Hugur þeirra til okkar er og mikill og góður.
Það sannast enn og aftur nú, þegar við lendum í þeim sömu vandamálum og þeir lentu í þegar þeirra bankakerfi hrundi.
Hafið mikla þökk fyrir.
Vonandi mun þetta hrun kenna okkur lexíu hvað varðar orðheldni og drengskap í viðskiptum. Þá þarf ekki neinu að kvíða.
![]() |
Mikill drengskapur Færeyinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Össur í spretthlaupi undan ábyrgð
28.10.2008 | 20:43
Dagskipun Samfylkingarinnar er að kenna Davíð Oddssyni um allt það neikvæða við hrunið, að persónugera allt í honum til að henni verði ekki kennt um neitt.
Það gerir Samfylkingin, þótt Icesave-dæmið hafi allt farið fram á valdatíma hennar í viðskiptaráðuneytinu og Samfylkingin hafi ekki lagt fram neinar breytingar á regluverki fjármálalífsins nú þegar kjörtímabilið er að verða hálfnað.
Nú hikar Össur Skarphéðinsson ekki við að ljúga blákalt á Alþingi, nema hann sé gersamlega óvita um þá samninga sem sú ríkisstjórn sem hann situr sjálfur í hefur gert, þegar hann sagði á Alþingi í dag:
"Seðlabankinn tekur þessa ákvörðun."
og í seinna andsvari
"Það er einfaldlega þannig að Seðlabankinn tekur þessa ákvörðun."
Seðlabankinn sagði þvert á móti við kynningu á stýrivaxtahækkuninni:
"Í liðinni viku gerði ríkisstjórnin samkomulag við sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í samkomulaginu, sem lagt verður fyrir framkvæmdastjórn hans til staðfestingar á næstu dögum, felst m.a. að Seðlabankinn skuli þá hafa hækkað stýrivexti í 18% sem nú hefur verið gert."
Þetta staðfesti forsætisráðherra einnig í dag.
Það er lágmarkskrafa að menn segi satt og kannist við eigin ábyrgð. Það verður Samfylkingin að gera. Nú er ekki tími skoðanakannanapólitíkur. Menn verða að láta verkin tala og koma fram af heilindum.
![]() |
Alþingi niðurlægt af ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Stýrivaxtahækkun er tvíbent sverð
28.10.2008 | 19:42
Einhversstaðar las ég að raungengi krónu væri mælikvarði á það verðmæti þess samfélags sem lægi á bakvið. Verðmætið er að megninu til afleiðing af þeirri framleiðslu sem verður til í viðkomandi hagkerfi. Þeim tekjum sem verða til í hagkerfinu.
Í rauninni sama og gengi hlutabréfa fyrirtækja ræðst af því hversu mikils arðs það má vænta af rekstrinum, ekki þeirrar fjárfestingar sem liggur í raun að baki rekstrinum.
Þess vegna er hættulegt að vera með háa stýrivexti, því það dregur úr framleiðslu og lækkar þar með gengið.
Á hinn bóginn verða stýrivextir að vera hærri en verðbólgan, því enginn vill eiga krónur sem rýrna sífellt að verðgildi. Það myndi þar með lækka gengið.
Þess vegna verður að halda stýrivöxtum eins lágum og hægt er, án þess að þeir verði neikvæðir.
Því verður ríkisstjórnin og Seðlabankinn að gefa það út að þeir ætli sér að halda raunstýrivöxtum föstum, t.d. 2-3%.
Þannig væri það hagur þeirra sem ákveða kostnað, fyrirtæki og opinberir aðilar, að verðbólgan verði sem lægst, því það lækkaði stýrivexti og góður spírall myndaðist.
Meðan þessi þróun væri að komast í gang, verður að tryggja greiðsluflæði innanlands, með því að losa um peningamarkaðssjóði og veita fyrirtækjum aðgang að lánsfé, þá líklegast með prentun seðla, en það verður að gera með varúð til að það valdi ekki meiri verðbólgu en ella. Þar reyndi á ábyrgð verðákvarðandi aðila.
Það væri hin nýja þjóðarsátt.
![]() |
Hækkun stýrivaxta mun ekki virka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ábyrgð...
27.10.2008 | 21:26
Mér finnst undarlegt að Björgólfur Thor skuli kenna Seðlabankanum og íslenskum stjórnvöldum um fall Icesave.
Ég hélt að það væru stjórnendur og eigendur fyrirtækja sem bæru fyrst og fremst ábyrgð á þeim og það ætti einnig við um banka.
Í því fólst jú einkavæðingin.
Í Kompásviðtalinu komst hann alveg hjá því að svara því af hverju hann hefði ekki lagt fram það fé sjálfur sem bresk yfirvöld kröfðust. Eins komst hann hjá því að svara því, fyrst þessi veð voru svona góð, af hverju bresk yfirvöld hafi ekki tekið þau góð og gild.
Hvað stjórnvöld gera svo þegar fyrirtækin eru komin í þrot og hversu gáfulega þau hafi hagað sér með þau er svo annað mál.
En ábyrgðin liggur fyrst og fremst hjá eigendum og stjórnendum fyrirtækjanna sjálfra.
![]() |
Misráðin ákvörðun sem endaði með skelfingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Er ríkisstjórnin sprungin?
27.10.2008 | 15:14
Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn. Í því felst að framkvæmdavaldinu ber að framfylgja þeirri stefnu sem löggjafarvaldið, Alþingi, setur henni.
Sú stefna er sett fram í stjórnarsáttmála, sem stjórnmálaflokkar, tveir eða fleiri, gera með sér og þingflokkar og viðkomandi trúnaðarstofnanir innan stjórnmálaflokkana samþykkja.
Sá samningur er bindandi, því ráðherrar sitja í trausti þess að ekki sé samþykkt á þá vantraust og er stuðningur samstarfsflokka gegn vantraustsyfirlýsingu grundvallaður á þeim samningi.
Nú lýsir einn ráðherra í ríkisstjórn Íslands, þar sem hann kemur fram sem ráðherra, að Ísland eigi að sækja um aðild að ESB. Ekki að ég sé ósammála honum, en ráðherra getur talað þannig heima hjá sér og einnig sem þingmaður á Alþingi, með vísan í stjórnarskrá, en þegar ráðherra kemur fram sem ráðherra er hann bundinn af þeim stjórnarsáttmála sem sú ríkisstjórn sem hann situr í er mynduð um.
Það að Björgvin G Sigurðsson tali með þessum hætti er því vantraustsyfirlýsing við þá ríkisstjórn sem hann situr sjálfur í og ber honum þar með að segja af sér ráðherradómi.
Nema ríkisstjórnin sé í raun sprungin, en beðið sé með andlátstilkynninguna, sem ég held reyndar að hafi verið lýðnum ljóst um nokkurn tíma að sé tilfellið, því Samfylkingin notar hvert tækifæri til að hlaupast undan ábyrgð, tala gegn ráðherrum Sjálfstæðisflokksins og öllum þeim stjórnarathöfnum sem hugsanlega geta skapað óvinsældir.
Sá stjórnmálalegi óstöðugleiki sem þessi framkoma Samfylkingarinnar gagnvart samstarfsflokknum og þjóðinni allri skapar er það síðasta sem við þurfum nú.
Girðið ykkur í brók, snúið bökum saman og vinnið ykkur út úr verkefnunum.
Uppgjörið kemur svo seinna.
![]() |
Ísland endurskoði ESB-afstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verðbólgan í raun meiri
27.10.2008 | 09:46
Eins og ég rakti í færslu í gær, á húsnæðisliðurinn ekki heima í neysluverðsvísitölu, enda eru húsnæðiskaup ekki neysla.
Þegar verð á húsnæðismarkaði lækkar, mælist raunverðbólgan lægri en hún í raun er, og því eru áhrif gengishrunsins meiri en þessi mæling segir til um.
Það er gott að það komi hratt fram.
Reyndar væri fróðlegt að sjá hversu mikið hlutfallsleg samsetning vísitölunnar ætti að breytast nú, þegar neysla landsmanna hefur breyst jafn hratt og raun ber vitni á síðustu dögum.
---
Ég ætlaði, þegar mbl myndi fjalla um innkaupaferðir útlendinga hér til lands, að básúnast yfir því að flugfélögin væru að flytja inn útlendinga til að kaupa vörur á gömlu gengi, þannig að höggið verði okkur þyngra en ella. En við nánari umhugsun er þetta bara fínt mál. Það er í rauninni mjög gott að fá útlendinga til að kaupa vörur sem við munum hvort eð er ekki hafa efni á í náinni framtíð, en það eru mest dýrar merkjavörur sem þeir kaupa.
![]() |
Verðbólgan nú 15,9% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er röng verðbólgumæling meginorsök hrunsins á Íslandi?
26.10.2008 | 15:10
Vegna þess að á Íslandi er húsnæðisverð mælt sem hluti af vísitölu neysluverðs lenti Seðlabankinn í tómri vitleysu með peningamálastefnuna.
Húsnæðisverð er ekki neysla, þótt hækkun á húsnæðisverði geti verið góð vísbending um væntanlegan verðbólguþrýsting, þar sem innlausn hagnaðar af íbúðaviðskiptum fer að einhverju leiti til neyslu.
En verðbólguhraðinn hefur verið yfir skilgreindum verðbólgumarkmiðum megnið af þeim tíma sem gengið hefur verið fljótandi, eins og sést á þessari mynd, en áhrif húsnæðsins eru gul á myndinni.
Ef húsnæðisliður vísitölunnar hefði ekki verið hluti af verðbólgumarkmiðum Seðlabankans, hefði verðbólgan ekki mælst yfir verðbólgumarkmiðum nema rétt síðustu mánuði, og þá aðallega vegna hækkana á aðföngum, olíu bílum oþh.
Það er svo ekki fyrr en núna rétt undir restina þegar gengið fer að gefa eftir, að almennur innflutningur fer að telja eitthvað að ráði inn í verðbólguna um leið og innlendur kostnaður eykst einnig, þá aðallega vegna þess að fyrirtækin verða að fjármagna sig meira innanlands á hávöxtum. Þannig verður hávextirnir til þess að verðbólgan eykst enn.
Ef húsnæðisliðurinn hefði ekki verið inni í verðbólgumælingunni hefðu stýrivextir ekki þurft að fara svona hátt, sem hefði minnkað ávinning af vaxamunaviðskiptum, sem aftur hefði minnkað umfang jöklabréfaviðskipta sem aftur hefði tryggt eðlilegra gengi krónunnar, sem hrundi um leið og fjárfestar þorðu ekki lengur að stunda jöklabréfaviðskipti, eins og sést á myndinni hér að neðan, þar sem verðbólgumarkmið Seðlabankans, 2,5% eru teiknuð inn.
Þessi grundvallarmistök bentu framsóknarmenn á í síðustu flokksþingsályktun, en því miður var Seðlabankanum og forsætisráðherra ekki kvikað.
Úr þessu verður að bæta við endurskoðun peningamálastefnunnar.
![]() |
Farið inn í brennandi hús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Boomerang breta er þungt
25.10.2008 | 09:45
Eitt er að bretar hafi ráðist á og fryst Landsbankann og séu nú að selja eigur hans til fyrrverandi eiganda hans, Björgúlfanna, sem getur ekki verið lögleg aðgerð af hendi breta og algerlega siðlaus aðgerð hjá Björgúlfunum og hugsanlega landráð, sem ríkislögreglustjóra ber að rannsaka.
Annað er að þeir ráðast á Kaupþing, banka í fullum skilum, algerlega óskyldur Landsbankanum, og knésetja hann með yfirlýsingum og aðgerðum byggðum á hryðjuverkalöggjöf. Það er klárt lögbrot í mínum huga og getur ekki annað en bakað skaðabótaábyrgð.
Hingað til hefur bara verið talað um lögsókn hluthafa á hendur bretum fyrir aðgerðir sínar og talað um milljarðahundruð í því sambandi.
En framar í röðinni er annar hópur, lánveitendur Kaupþings. Heildarskuldir voru samkvæmt síðasta árshlutauppgjöri um 6.000 milljarðar.
Sex billjónir króna, sem munu ekki verða greiddar nema að litlu leiti vegna aðgerða breta. Þessir aðilar ættu að eiga jafnvel enn sterkari rétt en fyrrverandi hluthafar Kaupþings og hljóta að skoða stöðu sína gagnvart bretum.
Ef sannað verður að aðgerðir bretanna voru ólöglegar og fall bankanna þar með á þeirra ábyrgð, er spurning hvort þeir sem áttu innistæður í Icesave og Kaupþing edge eigi ekki einnig skaðabótakröfur á breska ríkið?
Á endanum munu þetta óþverrabragð breta verða þeim dýrt peningalega, fyrir utan það algera vantraust á bretland sem fjármálamiðstöðvar heimsins sem þessar aðgerðir munu valda.
Það verður þeim líklegast dýrast, en þar erum við bara rétt að sjá byrjunina.
![]() |
Um 150 missa vinnuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Björgvin sagði darling að Landsbankinn færi yfirum
25.10.2008 | 01:54
...ef þeir þyrftu að færa eignir frá aðalútibúinu til nýs dótturfélags í bretlandi.
Þetta kom fram í Kastljósviðtali kvöldsins.
Hvað segir það darling?
Að Landsbankinn standi tæpt?
Það er erfitt að skilja það öðruvísi. Svo koma Össur og Davíð á eftir og segjast ekki ætla að borga. Yfirlýsingar sem Árna tekst ekki að kveða niður með óyggjandi hætti, enda darling greinilega orðinn verulega taugatrekktur.
Það er ekki skrýtið að darling hafi haft áhyggjur, þótt afleikir breta séu stórum verri en okkar og gætu á endanum borgað gillið fyrir okkur með góðri hagsmunagæslu, harðri málafylgju við skaðabótamálin og smá heppni.
- bretar beita hryðjuverkalögum á vestrænt ríki. Ef sannað verður að það hafi verið án lögmætrar ástæðu, hlýtur að vera hægt að krefjast miskabóta á þeim forsendum einum. Um leið stúta bretar orðspori London sem fjármálamiðstöðvar heimsins. Þegar lánið er komið, eiga íslenskir ráðamenn að vara kollega sína við bretum. Þjóðverjar vilja efalaust að Frankfurt taki við hlutverki London, svo þeir gætu hugsanlega hjálpað okkur.
- bretar taka fyrirtæki óskylt Landsbankanum sem er í vandræðum hernámi og keyra þann banka þar með í þrot. Það hlýtur að vera rakið skaðabótamál fyrir fyrrverandi hluthafa.
- breskir ráðamenn ljúga til um ástæður hryðjuverkalagabeitingunni. Ekki skrítið að þeir vilji ekki fara með deiluna dómstólaleiðina. Það hjálpar ekki við vörn bretanna.
- bretar taka fyrirtæki sem þeir hafa ólöglega tekið yfir og selja það, þrátt fyrir að eignarhaldið á því sé skýrt. Óháð öllu, hlýtur það að vera brot gegn íslenska ríkinu.
Þetta á eftir að verða bretum óskaplega dýrt og gæti orðið okkur gott veganesti í átt að nýju Íslandi.
![]() |
Furðulegt að samtalið skyldi leka í fjölmiðla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Til íhugunar fyrir Björgúlfana
24.10.2008 | 13:27
Ef þessi frétt er rétt, að Björgúlfarnir séu gengnir í lið með bretum og farnir að nýta sér hryðjuverkalög breta til að kaupa eignir á brunaútsölu út úr þrotabúi þeirra sjálfra af íslensku þjóðinni er rétt að skoða eftirfarandi ákvæði í stjórnarskrá Íslands:
"66. gr. Engan má svipta íslenskum ríkisborgararétti. Með lögum má þó ákveða að maður missi þann rétt ef hann öðlast með samþykki sínu ríkisfang í öðru ríki."
Eins er rétt að minna á ákvæði Almennra hegningarlaga um landráð:
"X. kafli. Landráð.
...
87. gr. Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, án þess að verknaðurinn varði við 86. gr., þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt. Sé þetta í því skyni gert að koma erlendu ríki til þess að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins á annan hátt, þá varðar það fangelsi allt að 8 árum.
89. gr. Beri íslenskur ríkisborgari í ófriði vopn gegn íslenska ríkinu eða bandamönnum þess, þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem í ófriði, eða þegar ófriður vofir yfir, veitir fjandmönnum íslenska ríkisins liðsinni í orði eða verki eða veikir viðnámsþrótt íslenska ríkisins eða bandamanna þess."
![]() |
Bretar selja eignir Landsbanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |