Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Hvað ætli sé að gerast?
24.10.2008 | 13:12
Þetta verður einn sá áhugaverðasti blaðamannafundur sem maður hefur fylgst með lengi.
Ég er nokkuð sannfærður um að við erum að tala um að IMF sé að koma inn með Noreg sem meginlánveitanda. Hugsanlega einhverjar fleiri þjóðir með minna.
Á þann hátt tryggja Norðmenn eins og hægt er að við sækjum ekki um ESB aðild á undan þeim og ef við sæktum um á undan þeim, værum við í betri samningsstöðu gagnvart ESB og fengjum því betri samning.
Slæmur samningur okkar við ESB myndi stórskaða samningsstöðu þeirra ef við sæktum um á undan, á sama hátt og það myndi skaða samningsstöðu okkar að Norðmenn færu inn á undan okkur með slakan samning.
En hvor þjóðin sem yrði á undan, eru það gagnkvæmir hagsmunir þjóðanna að gengið yrði til samninganna í sem mestum styrk
Þess vegna eru þetta gagnkvæmir hagsmunir þessara þjóða að koma efnahagslífinu á Íslandi í gang á ný.
![]() |
Þingflokkar á fundum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mengunarbótasjóðir fyrirmynd nýs innistæðutryggingakerfis?
24.10.2008 | 10:06
Það fyrirkomulag sem við lýði hefur verið í innistæðutryggingum banka gengur ekki og þarf að endurskoða.
Það er alveg ljóst að þjóðríki geta ekki sinnt þessu hlutverki í alþjóðavæddum heimi. Pólitík má ekki blanda í öryggi fjármálakerfis heimsins og er bankakreppan íslenska og viðbrögð breta við henni gott dæmi um það.
Við því þarf að bregðast.
Fyrirkomulag mengunarbótasjóða olíuskipaeigenda geta verið góð fyrirmynd við þá endurskoðun, en í gegnum það kerfi er hægt að sækja bætur allt að 953.000.000 SDR, eða um 167 milljarða króna fyrir eitt mengunarslys, en það er sérstakt við rekstur olíuflutningaskipa að þau eru skaðabótaskyld fyrir þeim skaða sem þau valda, upp að þessari upphæð, þótt saknæmt hátterni sé ekki orsök tjónsins.
Olíuskipaeigendur tryggja sig í samvinnufélögum, svokölluðum tryggingaklúbbum (e:P&I clubs), sem þeir greiða inn í og greiða klúbbarnir svo iðgjald inn í alþjóðlega sjóði sem taka á sig risatjónin.
Eigandinn greiðir sjálfur einhverja sjálfsábyrgð í hverju tjóni í samræmi við reglur klúbbsins, sem gæti verið áhætta hluthafa í bankatilfellinu, og mætti eigið fé bankans ekki fara yfir þá upphæð.
Klúbburinn greiðir svo tjón allt að 5 milljónir USD, tæpar 600 milljónir króna, sem svo er skuldajafnað árlega milli klúbbmeðlima, þannig að allir klúbbmeðlimir greiða fyrir tjón ársins í hlutfalli við stærð sína. Ef afgangur er af greiddum iðgjöldum fá menn endurgreitt, en ef tjón ársins eru hærri, greiða menn aukaiðgjald til að standa straum af því. Einhverjir klúbbar endurtryggja sig hjá hefðbundnum tryggingafélögum fyrir stórum tjónum, en með því að nýta samtakamátt klúbbfélaga fást þær tryggingar á góðum kjörum.
Fyrir stærri tjón, eru svo tveir sjóðir, sem reknir eru á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem skipaeigendur greiða í gegnum klúbbana. Eru þeir í rauninni heimstryggingafélag fyrir risatjónin.
Á sama hátt væri hægt að gera fyrir bankana. Til að fá bankaleyfi þyrftu þeir að sýna fram á ákveðna endurgreiðslugetu. Þá endurgreiðslugetu gætu þeir fengið í gegnum þátttöku í alþjóðlegum samtryggingarklúbbum, sem virkuðu á svipaðan hátt og innistæðutryggingarsjóðir þjóðríkjanna, en til að draga úr óþarfa sjóðssöfnun, gætu klúbbarnir keypt hefðbundna tryggingu fyrir hluta áhættunnar.
Klúbbarnir geta svo sett skilyrði fyrir þátttöku og ákvarðað iðgjald sem hlutfall af fleiru en innistæðumagni, eins og eiginfjárhlutfalli og öðrum rekstrarþáttum og hefðu eftirlit með því að rétt væri greint frá. Þeir eru ekki bundnir af landamærum á sama hátt og þjóðríkin.
Klúbbarnir greiddu svo í sameiginlegan sjóð, sem hægt væri að hýsa hjá IMF, sem tæki á sig stærri tjón. Sá sjóður þyrfti að vera til í raun og veru, liggjandi sem gull og gjaldeyrir. Þannig væri í rauninni komið á hálfgildings gullfæti fyrir alla gjaldmiðla heimsins.
Á þessu eru efalaust margar hliðar sem ég hef ekki hugsað út í, en einhvernvegin í þessa átt hlýtur þetta mál að verða leyst í framtíðinni.
![]() |
Innistæðueigendur fara í mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stórustu mistök Íslandssögunnar
23.10.2008 | 09:56
Í niðurlagi fréttar um að hollenskt hérað hafi fengið lögtak í eignum Landsbankans, bankanum sem Seðlabanki Íslands var einu sinni deild í, til að tryggja innistæður sínar kemur kjarni málsins í málaferlum og þeirri stöðu sem við erum í gagnvart nágrannaþjóðum okkar:
"Í dómsorði segir meðal annars að sú stefna íslenskra stjórnvalda að tryggja aðeins innistæður Íslendinga í framangreindum bönkum sé brot á jafnræðisreglu EES-samningsins."
Ef Ísland á sem sagt ekki að sökkva í hyldjúpt skuldafen, skulu inneignir okkar Íslendinga í íslenskum bönkum rýrna til jafns við innistæður annara evrópubúa.
Þetta loforð ríkisstjórnarinnar voru þá líklegast stórustu mistök Íslandssögunnar, eða hvað?
![]() |
Gott dæmi um misnotkun laga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skemmtilegur gjörningur
22.10.2008 | 23:23
Fór með dóttur minni í biðröðina sem byrjaði úti á götu og hlykkjaðist hringinn í kringum bílastæðin fyrir aftan Kringluna og inn.
Ég verð að segja hreint eins og er, ég er alveg bit á því hversu hratt þetta gekk fyrir sig og hversu vel þetta var skipulagt hjá þeim. Leikfélagsfólkinu getur ekki hafa grunað að þurfa að taka á móti öllum þessum fjölda.
Eins finnst mér frábært hvað það eru mörg börn sem hafa það sterka og góða sjálfsmynd að þeim finnist þau hafa fullt erindi í að leika á sviði Borgarleikhússins.
Það þarf ekki að kvíða framtíðinni meðan svo er.
![]() |
4000 börn vilja á Stóra sviðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stóra plan Samfylkingarinnar
22.10.2008 | 12:41
Þrátt fyrir að hafa verið næstum hálft kjörtímabil í ríkisstjórn, virðist Samfylkingin ætla sér að reyna að koma sér undan ábyrgð á hruninu í einu stærsta PR stunti síðari tíma
Dagskipunin virðist vera að reyna að kenna fyrri ríkisstjórn um allt sem aflaga hefur farið. Restin sé svo Sjálfstæðisflokknum að kenna.
Það gerir Samfylkingin þrátt fyrir að ekki hafi komið fram eitt einasta lagafrumvarp til að breyta því lagaumhverfi sem gildir um íslenskt fjármálalíf og efnahagslíf sem og flotgengisstefnan og stjórn Seðlabankans.
Það þýður á mannamáli: Samfylkingin var sátt við það lagaumhverfi sem gilti og það ástand sem var.
Svo því sé til haga haldið fékk Fjármálaeftirlitið auknar fjárheimildir. Því ber að hrósa, en það dugði ekki til.
Ábyrgðin á lausatökum á fjármálum ríkisins, að taka ekki það lán sem Alþingi var búið að veita heimild fyrir, árásin á Glitni og síðast en alls ekki síst:
Yfirlýsing starfandi utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, Össurar Skarphéðinssonar sem mátti skilja sem svo að Ísland ætlaði ekki að standa við skuldbindingar íslensku þjóðarinnar, sem seðlabankastjóri endurtók svo daginn gaf ráðþrota breskum stjórnmálamönnum tækifæri til að ráðast á allt það sem íslenskt var, sem kostaði okkur Kaupþing.
Allt eru þetta atriði sem Samfylkingin getur ekki skorast undan ábyrgð á.
![]() |
Íslensk stjórnvöld óskuðu eftir aðstoð Norðmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Davíð í duftið?
22.10.2008 | 10:39
Nú virðist sem loksins hafi tekist að koma böndum á Davíð Oddsson.
Hann er auðvitað fúll yfir lántöku IMF. Hann fær ekki að ráða öllu einn, deila og drottna öllu upp á nýtt með heimastjórnarmönnum landsins, felast víða í flokkakerfinu.
Skilyrði IMF um áframhaldandi háa stýrivexti er í raun lítt dulbúin krafa um að við gerum gengissamning við evrópska seðlabankann, sækjum um ESB og tökum upp evru, þegar við uppfyllum þau skilyrði sem gerð verða á þeim tíma.
Það er alveg ljóst að það verða fá ef nokkur ríki innan ESB sem munu uppfylla Maastricht skilyrðin, enda búið að dæla þvílíku magni af peningum inn í hagkerfi ríkjanna og alveg ljóst að stóru seðlabankarnir munu halda áfram á braut samvinnu, svo líklegast er í vændum ágætis tækifæri fyrir okkur að taka upp evru.
Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott.
![]() |
Sátt um IMF-lán í Seðlabanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er ríkisstjórnin viljandi að heilfrysta atvinnulífið með lausafjárskorti?
22.10.2008 | 00:40
Núna er 22. október. Eftir níu daga eru mánaðarmót.
Meðan fyrirtækin hafa ekkert laust fé, skiptir uppgjör á því hvað Seðlabanki Íslands er að tapa miklu ekki máli.
Enn er ekki búið að losa að neinu leiti um sjóði bankanna, né gefa fyrirheit um hvenær vænta má svara eða hlutasvara. Atvinnurekendur geta þar með ekki metið sína lausafjárstöðu, hvaða verkefnum er hægt að halda áfram í, hvaða verkefni verða að hætta, hversu ábatasöm sem þau eru né hvaða líkur séu á því að hægt sé að greiða reikninga né hægt að meta hvaða reikningar fást greiddir.
Því lengur sem þessi bið varir, því fleiri verkefni verða slegin af. Sum að óþörfu, vegna þess að staða sumra fyrirtækja er ekki eins slæm og hún virðist í dag, en áhætta bannorð í dag og því verða fleiri verkefni slegin af en ella.
Það verður að svara og losa um eitthvað fé, í það minnsta það sem er örugglega ekki glatað. Fyrirtækin verða að geta greitt reikninga og laun.
![]() |
Viðbúið að tjónið verði mikið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimastjórnarmenn ætla að gefa upp á nýtt
21.10.2008 | 09:54
Af hverju í veröldinni býðst SÍ ekki samtímis til að lána þessum fyrirtækjum, svo þau geti haldið áfram starfsemi? Er þrotið ekki orðið nægjanlega stórt?
Heimastjórnarflokkurinn, sem virðast vera þverpólitísk samtök, virðast ætla að nota tækifærið til að gefa algerlega upp á nýtt í íslensku samfélagi.
Þeir sem hafa tapað og eru reiðir stjórnvöldum skulu ekki halda hálft augnablik að það séu góðar fréttir.
Heimastjórnarflokkurinn ætlar að sjálfsögðu að gefa sínum félagsmönnum upp á nýtt á þann hátt sem hann best kann. Til þess þarf ekki hjálp frá IMF og ESB. Svoleiðis pakk er bara fyrir.
Hugmyndir um að þjóðnýta fiskveiðikvótann, innköllun allra bankastofnana, líka þeirra sem eru ekki í greiðsluþroti, eins og þær sem SÍ ætlar að knésetja núna og svo þær hreinsanir í öðrum fyrirtækjarekstri sem þeir sjá fram á að hafa tækifæri til að fara í núna eru mér uggvænlegar, en virðast furðumörgum stjórnmála- og áhrifamönnum síður en svo fráleit hugmynd.
Allt að því stórkostleg.
Það má ekki gerast að slík öfl fái ráðið hér á landi.
![]() |
Fjármálafyrirtækin í vanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Baulaðu nú Ögmundur minn
20.10.2008 | 13:49
Þetta eru mikil gleðitíðindi og mikil eru þau ofurskilyrði sem IMF er að setja á okkur - eða hitt þó heldur.
Ekkert sem ekki hefði þurft að gera hvort eð var, miðað við þessa frétt.
Ég held að Ögmundur Jónasson og félagar hans í VG og aðrir heimastjórnarmenn, virðast einnig hafast við í Sjálfstæðisflokknum, og vildu frekar dæma sjálfa sig í einangrun, fara inn í moldarkofana og skjótast helst út til að týna fjallagrös, þurfi nú að útskýra á hverju þeir hafi byggt sinn málflutning og hví þeir hafi staðið á móti hjálp í þá mánuði sem hún hefur staðið til boða.
Hvað ætli sú gísling sem íhaldshluti Sjálfstæðisflokksins hefur haft eigin flokk og svo í framhaldi af því Samfylkinguna hafi kostað þjóðarbúið?
![]() |
Óska eftir 6 milljörðum dala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Time is money
20.10.2008 | 11:55
Hver dagur, hver klukkutími sem líður án þess að niðurstaða komi í fjármögnun íslenska samfélagsins, eykur þvílíkt á vanda okkar og sá vandi er sífellt að aukast.
Allir sem geta frestað útgjöldum og framkvæmdum gera það og þeir sem sinna þjónustu og framkvæmdum missa þau verkefni sem aftur verður til þess að sífellt stækkar sá hópur sem sagt verður upp um næstu mánaðarmót.
Nú er íslenska samfélagið í greiðslustöðvun og hver klukkutími í því ástandi þýðir lenging þess tíma sem það mun taka að endurvinna glatað traust.
- SEND
- + MORE
- =MONEY
IMF þarf auðvitað að vinna sína heimavinnu, en eins og íslensk stjórnvöld birtast þeim, í það minnsta í fjölmiðlum, er líklegt að þeir vilji vanda sig enn meira. Það tefur jú málið.
Samstöðuleysi ríkisstjórnarinnar er okkur því rándýrt.
Pólitískur keilusláttur á ekki við á ögurstundu og allt tal um stjórnarslit á ekki við núna.
Allt óróatal Samfylkingar, eins og það birtist okkur um helgina er íslensku samfélagi stórskaðlegt og það sama á við um Sjálfstæðisflokkinn.
Ríkisstjórnin á að koma sér saman um stefnu og aðgerðir á lokuðum fundi og koma fram saman með eina stefnu, enda bera ráðherra sameiginlega ábyrgð á því sem ákveðið er á ríkisstjórnarfundum, sbr. 5. grein laga um ráðherraábyrgð:
"5. gr. Sé um að ræða embættisathöfn í ríkisráði eða á ráðherrafundi, sbr. 16. og 17. gr. stjórnarskrárinnar, bera allir viðstaddir ráðherrar, sem með ráðum, fortölum, atkvæði eða á annan hátt hafa stuðlað að þeirri athöfn, ábyrgð á henni."
![]() |
Vanskil af samúræjabréfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |