Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Keisarinn er nakinn!!!
19.10.2008 | 15:48
Það hafa margir kallað þetta hingað til, en núverandi ríkisstjórn hefur ekkert gert í málinu. Líklegast vegna þess að ríkisstjórnin er ekki síður ber.
Davíð sagðist í Kastljósviðtalinu örlagaríka hafa margvarað við ástandinu.
Ef rétt er að seðlabankastjóri vari við tilteknu ástandi og ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks bregst ekki við, þýðir það tvennt:
- Seðlabankastjóri nýtur ekki trúnaðar og hefði því átt að segja af sér sjálfur, fyrst ekki er hlustað á hann. Það átti við nú en ekki síður fyrir hrun.
- Ríkisstjórnin hefur verið enn meira sofandi á verðinum en mann grunaði. Aðvörunarorð seðlabankastjóra eiga að fá menn til að taka til hendinni. Þar er ábyrgð Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks mikil.
Seðlabankastjóri fór svo langt út fyrir hlutverk sitt í því viðtali og stórskemmdi hagsmuni Íslands með hætti sem lengi verður í minnum haft. En munum samt eitt:
Össur Skarphéðinsson, þá starfandi utanríkisráðherra og iðnaðarráðherra, hafði kveðið jafnvel enn fastar að orði daginn áður.
Hans ábyrgð er ekki síður mikil.
![]() |
Jón Baldvin: Seðlabankastjóri þvælist fyrir á strandstaðnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Við verðum að hafa gjaldmiðil
19.10.2008 | 10:28
Vinur minn lagði til á dögunum að við tækjum upp lató-hagkerfið. Það nyti meira trausts en krónuhagkerfið.
Það er alveg rétt hjá honum. Við verðum að hafa gjaldmiðil. Meðan enginn vill taka við því sem við köllum íslenska krónu í dag með eðlilegum hætti, höfum við ekki gjaldmiðil.
Menn fá ekki eðlileg kjör í viðskiptum og erfitt að sjá hvernig íslenskt atvinnulíf fái yfirhöfuð þrifist án gjaldmiðils.
Við getum einungis endurheimt gjaldmiðil, með því að tengja okkur öðrum gjaldmiðli með gengissamningi, og það fæst enginn til þess nema við semjum við IMF um aðkomu þeirra, sem aftur er grundvöllur aðkomu annarra lánveitenda.
Sú aðkoma er einungis tímabundin, svo á þeim stutta tíma sem slík aðstoð varir, þarf að finna gjaldmiðilsmálum varanlegan farveg. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að eina færa leiðin til frambúðar er að taka upp evru og það þýðir að við verðum að sækja um inngöngu í ESB.
Ef við hlustuðum á heimastjórnarmannahluta stjórnmálaflokkanna og héldum í krónuna lítt sem ekkert breytta og án framtíðarsýnar um sterkan seðlabanka, mun dollara og evruhagkerfi þróast mun víðtækar hér á landi en áður.
Öll fyrirtæki sem hafa gjaldeyristekjur, munu reyna að greiða sín útgjöld í þeim gjaldmiðli, enda mun betri kjör í boði hjá þeim sem bjóða innfluttar vörur, sem gætu jú greitt vörur án gengisáhættu og svo koll af kolli. Þetta er þegar hafið í talsverðum mæli, en mun aukast verulega og munu fyrirtæki vafalaust þróa leiðir fljótt til að minnka áhættu sína.
Launþegar munu einnig vilja fá greitt í erlendum gjaldmiðli eins og kostur er, en meðan íslenska krónan er lögeyrir hér á landi, verður að reikna launin í íslenskum krónu, til að hægt sé að gera upp skatta og skyldur. Sömuleiðis mega opinberir starfsmenn ekki fá greitt í öðru en lögeyri.
En margir á einkamarkaði munu efalaust þrýsta um að fá samt greidd laun í erlendum gjaldmiðli sem aftur mun þróa dollarabúðir eins og við höfum séð í Rússlandi, Kína og víðar. Þeir sem fengju hluta launa sinna í erlendri mynt myndu auk þess geta fjármagnað húsnæði sitt á lægri vöxtum, án gengisáhættu.
Þar með yrði þjóðinni skipt í þá sem hafa möguleika og þá sem ekki hafa þá. Það er óhugsandi í mínum huga.
Hægt er að koma í veg fyrir þessa skiptingu þjóðfélagsins með því að taka upp fasttengingu og í framhaldinu að taka upp nýja mynt.
![]() |
Ákvörðun á allra næstu dögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Utanþingsstjórn?
18.10.2008 | 16:00
Í gegnum hrunið hefur ríkisstjórninni því miður ekki auðnast að koma fram með sannfærandi og samheldnum hætti.
Það er alvarlegt mál og hefur örugglega stórskaðað þjóðarbúið að sumir ráðherrar ríkisstjórnarinnar og þingmenn stjórnarflokkanna skuli að því að manni virðist eytt meginhluta orku sinnar í að gagnrýna eigin ráðherra og embættismenn þjóðarinnar í tilraun til að bjarga eigin skinni og hlaupast undan ábyrgð.
Það er hlutverk stjórnarandstöðu að gagnrýna og reyna að koma með aðra sýn á málin, ríkjandi stjórnvöldum til skerpingar og leiðbeiningar.
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar mega ekki gleyma sér í pólitískri refskák meðan milljarðahundruðin brenna.
Geir H Haarde og Björgvin G Sigurðsson, sem hafa staðið í eldlínunni, eru undantekning á því. Sérstaklega kemur Björgvin þægilega á óvart, meðan Össur, Ingibjörg Sólrún, Jóhanna Sigurðar og Þorgerður Katrín gagnrýna samráðherra sína opinberlega.
Sú umræða á að fara fram á ríkisstjórnarfundum, í trúnaði, en svo verður ríkisstjórnin að koma fram sem einn maður út á við, að tekinni ákvörðun.
Ef þetta heldur áfram með þessum hætti, styttist í að betra væri að skipta um ríkisstjórn.
Það er mitt mat að eina skynsamlega leiðin út úr þeirri stöðu væri að kalla til menn utan þings.
Hverjir það ættu að vera hef ég ekki myndað mér skoðun á, en Ásmundur Stefánsson kemur sterklega til greina.
![]() |
Þeir felldu bankana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Myntsamstarf við Noreg óraunhæft
17.10.2008 | 14:18
Það er skynsamlegt af vinum okkar Norðmönnum að skilyrða hjálp við aðkomu IMF. Með aðkomu IMF, sem geta sett skilyrði, sem örugglega verða skynsamleg og sanngjörn, er gefinn trúverðugleikastimpill, sem gerir öðrum þjóðum kleyft að réttlæta það gagnvart eigin þegnum að lána Íslendingum fé.
Í raun yrði það fé sem IMF kæmi sjálft með inn ekki það verðmætasta, heldur það að þá er næsta víst að aðrir seðlabankar, eins og seðlabanki Evrópu og USA kæmu einnig inn með myndarlegum hætti, enda hagsmunir þeirra að hrun í efnahagslífi Íslands dragi sem minnst niður af þeirra eigin fyrirtækjum.
Menn skulu átta sig á því hvað samningur um norsku krónuna myndi þýða.
Þá værum við í raun að taka upp gamla sáttmála á ný.
Við slíkan samning yrði Ísland efnahagslegur hluti Noregs, sem hefði það í för með sér að fjárlög yrðu að hljóta samþykki norska þjóðþingsins. Annað væri ekki sanngjarnt gagnvart norskum skattborgurum, en gagnvart okkur væri það mun meira valdaframsal en nokkurntíma innganga í ESB.
![]() |
Norðmenn afar vinsamlegir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lúxemborgarar með jarðsamband
17.10.2008 | 10:08
Forsætisráðherra Lúxemborgar áttar sig greinilega á því að það er dagur eftir þennan dag og því að þegar menn ákveði í framtíðinni hvar þeir ætli að stunda sinn rekstur, sérstaklega í fjármálageiranum, verði horft til þess hvernig stjórnvöld komi fram við fyrirtæki sem starfa í landinu.
Það er annað en gordon brown hefur hugsun á.
Ég myndi amk vera hugsi yfir því að leggja í fyrirtækjarekstur á bretlandi eftir þær trakteringar sem við erum að fá þar. Óháð því hvaðan ég kæmi, væri ég ekki breti.
![]() |
Lúxemborg hjálpi Kaupþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það var þá létt !!!
16.10.2008 | 21:45
Einhvernvegin held ég að lífið sé ekki bara svona einfalt.
Gáfu bretar og Hollendingar algerlega eftir sínar kröfur, eða er þetta vitlaust þýtt hjá blaðamanninum?
![]() |
Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
gordon brown heldur áfram stríðinu gegn Íslandi
16.10.2008 | 16:00
Meðan hryðjuverkalögin eru í gildi glatast geysileg verðmæti á hverjum degi.
Geir H Haarde verður að fara til bretlands, hitta gordon brown og fara ekki fyrr en hann er búinn að aflétta þessum fyrirmælum.
Ef það dugar ekki, er komin upp alveg ný staða og alvarlegri í samskiptum þessara ríkja.
![]() |
Hryðjuverkalögin skemma fyrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að fara að lögum og fara að lögum er ekki það sama
16.10.2008 | 12:48
Auðvitað á að fara að lögum í umhverfismálum, eins og öðrum málum. Annað er fráleitt.
En þegar kemur að túlkun og ákvörðunum á álitaefnum, er nauðsynlegt að litið sé til aðstæðna hverju sinni.
Í tilfelli álversins á Bakka, nýtti umhverfisráðherra sér VALKVÆTT ákvæði um að setja hluta framkvæmdarinnar í sameiginlegt umhverfismat.
Ekki alla framkvæmdina, heldur bara hluta hennar, þannig að ef hugmyndin hefur verið að ná heildstæðu mati um alla framkvæmdina, nær ákvörðun umhverfisráðherra ekki því markmiði.
Ég skora því á umhverfisráðherra að taka ákvörðun sína upp og undanskilja í það minnsta tilraunaboranirnar á Þeistareykjum, sem er sá þáttur sem hefur hvað mest áhrif á tímaramma framkvæmdarinnar, undan kvöð um sameiginlegt umhverfismat. Niðurstöður þeirra borana munu svo ekki gera annað en að styrkja umhverfismat annarra þátta, enda er svæðið betur þekkt á eftir og forsendur frekari framkvæmda því sterkari.
Með því yrði einhverri óvissu eytt, en óvissa er einn versti óvinur svona framkvæmda, nóg er nú samt.
![]() |
Ekki framhjá lögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Óábyrgt bull
15.10.2008 | 16:26
Eins og bretar séu ekki þegar búnir að valda okkur nægum skaða.
Ef við slítum stjórnmálasambandi við þá, er allt eins víst að þeir telji sig vera komna með afsökun til að taka herskyldi því sem þeir eiga eftir að taka af íslenskum eignum í bretlandi.
Gullvarasjóðinn, Baug, Alfresca og svo getur maður haldið lengi áfram.
Menn eru ekki með öllum mjalla þegar menn leggja þvílíka vitleysu til.
Við eigum að gæta okkar hagsmuna, mótmæla, höfða mál og beita öllum þeim þrýstingi sem við getum, en ekki fara fram með þessum hætti.
Það hittir okkur sjálf verst fyrir og lengir þann tíma sem mun taka okkur að byggja upp traust á alþjóðavettvangi.
![]() |
Af hverju slitum við ekki stjórnmálasambandi við Breta? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gjaldmiðilskreppa - Seðlabankinn algerlega rúinn trausti
15.10.2008 | 14:23
Frétt um vandræði Ögurvíkur á Vísi.is eru alveg hreint með ólíkindum.
Westminster Bank í Bretlandi tekur ekki mark á reikningi sem fyrirtækið á í Seðlabanka Íslands!!!!!!
Hvað er að gerast?
Það er ekki nóg með að fyrirtækin á Íslandi geti ekki nálgast tekjur sínar erlendis frá, heldur komast þau heldur ekki í sjóði sína á Íslandi.
Það ríkir alger gjaldmiðilskreppa á Íslandi.
![]() |
Mjög róttæk viðbrögð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |