Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Bjarni
10.11.2008 | 23:41
Bjarni, Bjarni, Bjarni, Bjarni
Þetta er heiðarlegt bréf til Valgerðar, hreinskiptin samskipti manna sem eru ósammála henni, ósáttir við hana og koma því á framfæri í trúnaði við hana, með skýrri ósk um viðbrögð frá henni, þá á sama vettvangi.
Þetta trúnaðarbrot gagnvart þessum góðu Framsóknarmönnum, sem ég er reyndar ekki sammála, er af þeim toga að það tekur ekki nokkru tali.
Ætla ekki að skrifa um það brot sem þú hefur framið gagnvart Valgerði og þingflokknum. Það á ekki heima á þessum vettvangi.
...svona gerum við uppsveitamenn ekki.
![]() |
Bréf til Valgerðar fór á alla fjölmiðla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er Sjálfstæðisflokkurinn einn í stjórn?
10.11.2008 | 14:15
Eins og ríkisstjórnin kemur manni fyrir sjónir þessa dagana er eins og Samfylkingin sé ekki lengur í ríkisstjórn, heldur sé komin í stjórnarandstöðu.
Að vísu eru stólarnir of þægilegir til að hún geti komið fram af hreinskilni og standi upp úr þeim, svo hægt væri þá að koma á starfhæfri ríkisstjórn, milli núverandi þingflokka eða hlutum þeirra, eða þá með því að koma á utanþingsstjórn.
Þess í stað er gapað út og suður, án nokkurs samræmis. Össur segir að bretar standi í vegi fyrir IMF afgreiðslunni, þrátt fyrir að Geir hafi haldið öðru fram skömmu áður.
Hvort sem rétt er, verða ráðherrar ríkisstjórnarinnar að koma fram sem einn maður og tala sömu röddu, þeim ber einfaldlega skylda til þess. Annað er þjóðfélaginu allt of dýrt.
Þessi ábyrgðarflótti, eins og þetta tal um nýjan stjórnarsáttmála er, meðan nýr stjórnarsáttmáli liggur í raunnini fyrir í formi IMF viljayfirlýsingarinnar, er til þess ætlaður að færa athyglina frá því sem virkilega skiptir máli, það er að koma fjármálakerfinu aftur í gang og hindra algert hrun efnahagslífsins.
Það er eins og Samfylkingin vilji ekki taka þátt í því starfi, eða hvað?
![]() |
Vilja nýjan stjórnarsáttmála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frábær heimildavinna um framkvæmdastjórnafundadagskrá IMF !
10.11.2008 | 11:23
Vísir.is birtir frétt þess efnis að á heimasíðu IMF sé afgreiðsla á erindi Íslands ekki á dagskrá framkvæmdastjórnarfunda sjóðsins. Eyjan tekur fréttina einnig upp.
Stóra fréttin þeirra er að afgreiðsla erindis Íslands sé ekki á dagskrá þessa vikuna. Það er svosem líklegt, enda virðist ekki búið að safna lánsfé nema að tveimur þriðju, ef lán IMF er tekið með.
En ég held að menn ættu nú að lesa aðeins betur áður en menn slá svona upp.
Á heimasíðu IMF kemur nefnilega fram að dagskrá fundanna var síðast uppfærð 30. október. Það er sem sagt ekkert að marka þessa dagskrá.
Nóg komið af karpi
9.11.2008 | 20:34
Nú þarf að koma rannsókn á íslenska bankakerfinu, aðdraganda hrunsins og aðgerðum í hruninu sjálfu í skynsamlegan farveg.
Það þýðir ekkert að karpa svona hægri vinstri í fjölmiðlum. Heildarmyndina verður að skýra þannig að þeir sem hlusta, lesa og sjá geti áttað sig á samhengi hlutanna.
Stjórnvöld eiga að koma þessu sem allra fyrst í farveg, þannig að umræðan geti farið að snúast um það sem skiptir mestu máli, hvernig efnahagslífinu verði komið í gang á ný og hvernig verði tekið á málum þeirra sem lenda í vandræðum.
![]() |
Icesave upphæðir jukust ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Guðmundur G Þórarinsson sér hlutina í réttu ljósi
8.11.2008 | 21:58
Guðmundur G. Þórarinsson
Vanhæfi Breta og Hollendinga
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var stofnaður sem alþjóðleg stofnun til þess að aðstoða þjóðir sem af einhverjum ástæðum lenda í miklum erfiðleikum í efnahagsmálum sínum. Hann var ekki stofnaður sem innheimtustofnun fyrir aðildarþjóðir.
Þessar þjóðir hæla sér af því að vera lýðræðis- og réttarríki. Þegar fjallað er um mál Íslendinga í stjórn sjóðsins eru Bretar og Hollendingar vanhæfir vegna hagsmuna sinna og krafna á hendur Íslendingum og verða að víkja sæti. Íslendingar hljóta að krefjast þess að þeir víki sæti. Þetta er ekki ólíkt því ef ég sæti á Alþingi og beitti áhrifum mínum gegn lögum um aðstoð við landbúnaðinn nema einhverjir bændur greiddu mér skuld sem ég teldi að ég ætti hjá þeim en þeir neituðu.
Þessi afstaða er fáheyrð meðal þjóða sem telja sig vel siðuð réttarríki.
Höfundur er verkfræðingur.
Ég hef engu við þetta að bæta, nema að orðið nýlendukúgari, Imperialist, er afar viðkvæmt hugtak hjá íbúum þessara þjóða. Við eigum að nýta okkur það.
Fræðið mig ófróðan
8.11.2008 | 20:08
Hafa þessar þjóðir neitunarvald í framkvæmdastjórn IMF?
![]() |
Styðja illa Íslendinga hjá IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ástandið er afleiðing prinsessusvefns
8.11.2008 | 16:52
Ég starfa hjá fyrirtæki sem getur valdið mengun og skapað almannahættu ef illa fer.
Okkur er gert að gera viðbragðsáætlanir sem grípa á til þegar slík atvik verða, greina hætturnar í sífellu og fara í úrbótaverkefni til að minnka líkurnar á því að þau óhöpp og slys sem geta orðið í rekstrinum verða og eins að gera ráðstafanir til að minnka umfang þeirra, eigi þau sér stað og skýrar aðgerðaráætlanir um viðbrögð við óhöppum, hvaða nafni sem þau nefnast.
Á fínu máli heitir þetta áhættustjórnun, og er eðlilegur og sjálfsagður hluti slíkrar starfsemi.
En hví í veröldinni er maður að upplifa það að Seðlabankinn, sem á lögum samkvæmt að tryggja fjármálastöðugleika og Fjármálaeftirlitið sem á að fylgjast með fjármálafyrirtækjum og því að þau hafi virka áhættustýringu, virðast hafa algerlega sofið á þessum verði.
Fjármálaeftirlitið hefur fylgst með styrk fyrirtækjanna gagnvart langtímaskuldbindingum, en ekki skammtímaskuldbindingum. Það er stórskrítið og þarf að fara yfir í framhaldinu.
Hvers vegna í ósköpunum þarf að ráða inn sérstaka efnahagsráðgjafa til að vinna neyðaráætlanir þegar ljóst er að í óefni stefnir?
Það er eins og að fara að ráða slökkviliðsstjóra og slökkvilið þegar kviknað er í.
Það ætti að vera jafn sjálfsagt að gera áætlun um björgun hvers banka og fjármálastofnunnar vegna tiltekinna áfalla eins og það er fyrir mig að gera áætlun um slökkvistarf eða hreinsun í hverri olíubirgðastöð.
Fyrst áhættustjórnun ríkisins er ekki betri en þetta, er í rauninni ekki skrítið að illa hafi farið og það óðagot og þau mistök sem við höfum upplifað og munum borga fyrir um ókomin ár hafi átt sér stað.
Menn hafa einfaldlega sofið prinsessusvefni, þrátt fyrir að baunir áfalla séu undir allri dýnunni. Kannski er það vegna þess að yfirprinsessurnar eru ekki raunverulegar prinsessur, sem hafa farið í rétta prinsessuskóla.
![]() |
Fjölmenni í Iðnó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Er þetta rétt forgangsröðun?
7.11.2008 | 20:19
Er rétt að setja þessar aðgerðir í forgang, að taka við þeim sem missa atvinnuna?
Væri ekki réttara að setja atvinnulífið í forgang, svo sem fæstir missi vinnuna?
Þeir sem hafa vinnu geta frekar staðið við sínar skuldbindingar og geta lagt sitt að mörkum til þjóðarframleiðslunnar.
Að því loknu og auðvitað samtímis, á að taka vel á móti þeim sem detta út af atvinnumarkaðinum og fara í aðgerðir til að koma þeim inn á hann aftur og aðgerðir til að tryggja efnahag heimilanna eins og verið er að leggja til hérna.
En maður heyrir því miður lítið sem ekki neitt af aðgerðum til að bæta greiðslugetu fyrirtækjanna, sem fara í þrot ef það batnar ekki.
Það er röng forgangsröðun.
![]() |
Fjölskyldur landsins settar í forgang |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Trúverðugleiki er gull
7.11.2008 | 12:49
Það er meira hvað okkur Íslendingum ætlar að ganga illa að halda þannig á málum að eitthvað örlítið traust og trúverðugleiki geti byggst upp á okkur. Traust og trúverðugleiki er allt eins og málum er háttað núna.
Seðlabankinn hlýtur að hafa leitað til Pólverjanna sem eru vinir í raun og hafa nærst á íslenskri síld til fjölda ára og það á og verður forsætisráðherra að vita.
Að segjast ekkert vita er líklegast það versta sem hægt er að segja í stöðunni. Það opinberar samskiptaleysið og vantraustið sem ríkir í æðstu stjórn ríksins.
Auðvitað á forsætisráðherra að segjast vita að Seðlabankinn leiti hófanna um öll lönd og ef þessar fréttir séu réttar, væri þetta fagnaðarefni.
Stýrivaxtahækkunin er annað dæmi. Við tilkynningu stýrivaxtahækkunina gefur Seðlabankastjóri í skyn að hækkunin sé honum á móti skapi. Hverns konar vitleysingsgangur er þetta?
Hann skrifaði sjálfur undir beiðnina til IMF. Vissi hann ekki hvað í henni stóð?
Ef hann var ósammála því sem í henni stóð, af hverju skrifaði hann þá undir hana?
VIÐ VERÐUM AÐ GANGA Í TAKT. ÖLL...
Ríkisstjórn, Seðlabanki, Alþingi
Þeir sem ekki geta það eiga annaðhvort að hafa sig hæga eða víkja.
Þá getur atvinnulífið og almenningur fylgt með.
![]() |
Kannast ekki við pólskt lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skýr skilaboð - takk
7.11.2008 | 11:25
Það sem er að eyðileggja íslenskt efnahagslíf og samfélag þessa dagana er óvissa.
Óvissan er kjörlendi Gróusagna sem gegnsýrir nú samfélagið og brýtur það niður innanfrá. Engin uppbygging eða ákvarðanir til framtíðar eru teknar meðan óvissan er alger. Það eina sem menn gera er að pakka í vörn og passa sitt. Það kostar efnahagslífið mikið, framleiðsla minnkar og atvinna um leið.
Þeir sem boðið hafa sig fram til að leiða þessa þjóð þurfa nú að gera það.
Aðalatriðið í því er að segja okkur að það sé til plan, hvaða hluti sé verið að horfa til að gera og meginlínurnar í aðferðafræðinni séu, eins og kostur er.
Planið er jú til, en við megum ekki sjá það. Það er slæmt, en verður samt að vera þannig, en það er alveg ljóst að leiðtogar þjóðarinnar geta alveg komið fram strax og sagt:
- Við ætlum að koma krónunni í gang. Það mun taka einhvern tíma og þess vegna erum við að taka öll þessi lán og þess vegna eru stýrivextirnir eins og þeir eru. Líklegast mun gengið þróast með þessum og þessum hætti en það mun svo jafna sig með tíð og tíma.
- Við ætlum að koma atvinnulífinu í gang. Það ætlum við að gera með ákveðnum aðgerðum. Það þarf ekki að segja nákvæmlega hverjum, en markmið þeirrar bjargar verður að vera skýr. Það verður að tryggja greiðslugetu atvinnurekenda.
- Við ætlum að fara í aðgerðir í húsnæðismálum, til að tryggja að fólk standi ekki á götunni. Hvort það verður gert með skuldbreytingum eða öðrum hætti á eftir að koma í ljós.
- Við ætlum að koma þeim til hjálpar sem misst hafa atvinnuna. Það verður ekki bara með útvegun starfa, heldur einnig endurmenntun og annar stuðningur osfrv osfrv
- Við ætlum að finna lausn á gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar til frambúðar. Það mun gerast með þessum og þessum hætti.
- Við ætlum að koma allri rannsókn á þessu í tiltekið ferli. Það ferli verður að vera traust og gagnsætt.
- Við þurfum að standa saman.
Til að þjóðin geti staðið saman, þarf hún að hafa eitthvað að standa saman um. Það hefur hún ekki í dag.
Það sem við upplifum í dag frá stjórnvöldum eru einhverjar skyndimyndir smáhlutar af mynd sem almenningur og fyrirtækin í landinu geta ekki sett í samhengi, þar sem leiðsögnina vantar. Á meðan geysa galdrabrennur og samfélagið er á barmi almenns siðrofs, hvatt áfram af sumum stjórnmálamönnum.
Sú leiðsögn verður að koma og það strax. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa brugðist algerlega á þeim vettvangi, eins vel og þeir stóðu sig í upphafi kreppunnar.
![]() |
Ræða alvarlega efnahagsstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)