Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Ljósmæður fara fram á leiðréttingu - ekki kauphækkun
3.9.2008 | 17:23
Fjármálaráðherra, Árni Mathiesen á Kirkjuhvoli viðurkenndi í ræðustól í dag að ljósmæður væru að fara fram á leiðréttingu launa sinna, en sagði um leið að ekki væri svigrúm til að hækka laun eins og árferðið væri.
Ljósmæður eru ekki að fara fram á kauphækkun umfram það sem hjúkrunarfræðingar sömdu um, heldur leiðréttingu á því hvernig nám þeirra er metið til launa.
Á því er reginmunur hvort verið sé að fara fram á almenna kauphækkun umfram aðra launþega, eða hvort verið sé að fara fram á leiðréttingu mistaka.
Í því sambandi er rétt að minna á að hjúkrunarfræðingar standa með ljósmæðrum í sinni baráttu og viðurkenna þar með að þeir eigi rétt á því að hækka í samanburði við hjúkrunarfræðinga.
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) tekur undir kröfur Ljósmæðrafélags Íslands um aukið verðmat á háskólanámi. Stjórn Fíh minnir á fyrirheit þau sem sett voru fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um jafnrétti þar sem segir m.a.: Endurmeta ber sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meirihluta. |
![]() |
Lokað og læst á ljósmæður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Semjið við ljósmæður
3.9.2008 | 09:43
Við hjónin erum algerlega á steypinum, sett 10. september.
Miðað við það sem fram hefur komið er alveg ljóst að samninganefnd ríkisins verður einfaldlega að viðurkenna að mistök hafi átt sér stað.
Ljósmæður eiga að fá sérnám sitt metið.
Minni á eftirfarandi úr stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.
"Endurmeta ber sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meirihluta."
Miðað við þetta hafa samningamenn ríkisins ekkert umboð til annars en að leiðrétta þessi mistök og ber Árni Mathiesen fjármálaráðherra að koma þeim skilaboðum til skila.
![]() |
Lýsa yfir áhyggjum af boðuðu verkfalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Busar
2.9.2008 | 23:37
Ég er illa sekur í busavígslumálum. Í gaggó settum við matarolíu í tómt laxerolíuglas og gáfum nokkrum 7. bekkingum. Einhverjir þurftu að fara af eðlilegum ástæðum á klósettið í næsta tíma og voru eðlilega illa hræddir. Man ekki hvort við gerðum eitthvað fleira, held ekki.
Maður skammast sín fyrir svona lagað núna, en þegar ég kom í nemendaráð FSu fundum við betri leið að bjóða nýnema velkomna, en áður höfðu subbulegar vígslur átt sér stað þar, sem við vildum stoppa.
Busarnir voru boðnir upp.
Þeir sem áttu hæsta boð áttu þá í viku og áttu að þjóna eigendum sínum, innan allra velsæmismarka, láta þá bera fyrir sig töskur, fara í sendiferðir oþh. Algert skilyrði var að fíflalætin mættu ekki bitna á náminu og skróppunktar busanna voru settir á eigendurna sem ullu skrópunum.
Á þennan hátt kynntust nýnemarnir eldri nemendum á fljótlegan og skemmtilegan hátt og ég man ekki betur en að þetta hafi verið græskulaust, fyrir utan einstaka skróp.
FL 2 - hver er ábyrgð stjórnarmanna?
1.9.2008 | 10:34
Það er skrítið að fylgjast með skýringum á því hvernig farið hefur verið inn í almenningshlutafélög og þau ryksuguð að innan, ef marka mál þetta myndband, sem einhver hefur tekið saman.
Það sem fær mann til að staldra við er ábyrgð stjórna fyrirtækja gagnvart hluthöfum og lögmæti ákvarðana, þegar ákvarðanir virðast teknar framhjá stjórnum.
Þegar maður kaupir hlutafé í félagi sem er skráð í kauphöll væntir maður þess að það sé varið með ákveðnari og stífari reglum en í óskráðum félögum og eftirlit með starfsemi þess sé meiri en ella.
- Getur virkilega verið að Hannes Smárason hafi ritað fyrirtækið einn?
- Þurfti ekki meirihluta stjórnar til að rita fyrirtækið og samþykkja meiriháttar ákvarðanir?
- Ef fleiri stjórnarmenn rita fyrirtækin, hverjir skrifa upp á gjörningana, en hlaupast svo frá þeirri ábyrgð?
- Ætla hluthafar að láta það yfir sig ganga að stjórn hlaupi einfaldlega frá ábyrgð sinni og láti fyrirtæki og hlutafé eftir í höndum á fólki sem það vantreystir greinilega sbr yfirlýsingar stjórnarmanna og fv forstjóra?
- Hefur Kauphöllin engu hlutverki að gegna?
Ef hluthafar geta ekki varið hendur sínar í gegnum hlutafélagalög og lög um kauphallarviðskipti þarf að fara undir eins í endurskoðun þeirra laga.
- Hér er verðugt verkefni handa viðskiptaráðherra.
Meint samstaða í orkumálum kemur á óvart
31.8.2008 | 10:37
Aðspurður í þættinum í vikulokin á Rás 1 í gær, kom það Bjarna Benediktssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, á óvart að fjármálaráðherra, Árni á Kirkjuhvoli, hafi lýst því yfir að samstaða væri í ríkisstjórn í orkumálum.
Hverju á maður eiginlega að trúa?
Ef trúa mætti Árna Mathiesen, að samstaða sé í ríkisstjórninni er greinilegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins standa ekki að baki ráðherrum sínum. Það eru tíðindi.
Ég hallast að því að trúa Bjarna, að allt sé upp í loft í þessum málaflokki, sem og öðrum og þess vegna komi ríkisstjórnin sér ekki að verki í nokkrum hlut, getur ekki einu sinni boðað aðila efnahagslífsins á fund, þótt það hafi verið boðað í marga mánuði.
Á meðan ríkur verðbólgan af stað og almenningur borgar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.9.2008 kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Frábært framtak Jóhönnu og vinkvenna hennar
30.8.2008 | 22:04
Það var ofsalega gaman að koma á Jemenmarkaðinn í dag.
Jákvæðnin og gleðin skein úr hverju andliti og greinilegt að þær konur sem komu Jóhönnu til aðstoðar við markaðinn voru svo sannarlega að skemmta sér við að láta gott af sér leiða.
Frábært framtak.
![]() |
Skólinn er í höfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pólitísk afskipti ráðherra af eftirlitsstofnunum
29.8.2008 | 19:45
Eitthvað held ég að Bjöggi í Skarði, viðskiptaráðherra, sé að misskilja hlutverk sitt þegar hann sendir tilmæli til fyrirtækja á frjálsum markaði, eitthvað sem ekki er til í íslenskri stjórnsýslu, og sigar svo eftirlitsstofnunum á þau, áður en fyrirtækjunum gefst einu sinni kostur á að svara fyrir sig, eins og í tilfelli olíufélaganna.
Ég skyldi umræðuna síðast þegar lögum var breytt á þá leið að verið væri að tryggja sjálfstæði Samkeppnisstofnunar enn frekar, enda er trúverðugleiki stofnanna afar mikilvægur og ef ég man rétt var helsta gagnrýni þáverandi stjórnarandstöðu, sem núverandi viðskiptaráðherra var í, að ekki væri nægur aðskilnaður. Sama á við um Fjármálaeftirlitið.
Svo kemur ráðherrann og skipar þessum sjálfstæðu eftirlitsstofnunum fyrir hægri vinstri.
Er þá eitthvað að marka niðurstöður þeirra, fyrst aðgerðir þeirra og skoðanir eru meira og minna framkvæmdar að áeggjan stjórnmálamanna?
Hvernig á að skoða gagnrýni þeirra á meinta aðkomu Davíðs Oddssonar að upphafi Baugsmálsins í þessu ljósi?
Það undarlegasta við þessi síðustu tilmæli ráðherra er að Talsmaður neytenda hefur einmitt hafið nákvæmlega sömu rannsókn að eigin frumkvæði.
Fylgjast menn ekkert með í ráðuneyti viðskipta og neytendamála?
Svo því sé til haga haldið er rétt að taka fram að ég er starfsmaður Olíudreifingar, dótturfélags Olís og N1, en hef ekkert að gera með verðlagningu á eldsneyti.
![]() |
Olíuverzlun Íslands gagnrýnir stjórnvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viljalaus viljayfirlýsing Össurar um Bakka
28.8.2008 | 13:22
Kristján Vigfússon skrifaði ágæta færslu um daginn, þar sem hann hvetur til þess að Íslendingar fari að standa sjálfir í stóriðju, þannig að þjóðarbúið haldi eftir sem mestu af þeim verðmætum sem auðlindir okkar skapa.
- orð í tíma töluð.
Þetta hefur Össur Skarphéðinssoni ðnaðarráðherra lesið og verið sammála.
- eðlilega.
En iðnaðarráðherra í ríkisstjórn Íslands, sem nýbúinn er að undirrita viljayfirlýsingu um álver á Bakka, getur undir engum kringumstæðum hvatt til þess að Íslendingar fari að byggja sama álver meðan viljayfirlýsingin er í gildi. Hann er búinn að gefa loforð og við það verður hann að standa. Að gefa út að hann vonist til þess að Alcoa hætti við er alveg hreint með ólíkindum og sýnir að hann hafi engan vilja til að standa við viljayfirlýsingu sína.
- eru engin loforð Samfylkingarinnar pappírsins virði?
Ég var að vonast til að það Samfylkingin léti nægja að svíkja kosningaloforð sín af þeirri ástæðu að nú sé hún komin í ríkisstjórn, eins og Helgi Hjörvar benti á, en nú virðist koma á daginn að vandinn sé víðfeðmari og líklegast krónískur.
- er nema að undra að þjóðarbú sem stýrt á þennan hátt njóti lítils trausts?
![]() |
Kreppa af völdum ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Illa farið með Hafnfirðinga
27.8.2008 | 13:01
Var að koma Reykjanesbrautina í bæinn núna áðan og sá að Hafnarfjarðarbær hafði látið setja borða á göngubrúna við Kaldárselsveginn með árnaðaróskum til handboltalandsliðsins frá handboltabænum.
Flott mál hjá þeim. Gaman.
En svo verður landsliðinu bara flogið til Reykjavíkur!!!
![]() |
Silfurvélin á heimleið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er nú aldeilis gott að Geir hafi ekkert gert... eða þannig
27.8.2008 | 10:08
Sá frábæra tilvitnun í góðan mann: Þegar þú gerir ekkert, gerist ekkert.
Það er kjarni málsins. Það er hárrétt hjá forsætisráðherra að ríkisvaldið eitt og sér stjórni ekki efnahagslífinu algerlega og gersamlega. Sem betur fer. Gildir einu hvaða flokkur væri við stjórn.
En ríkisvaldið á og verður að vera trúverðugur þátttakandi í efnahagslífinu.
- Þá þýðir ekkert að boða endurskoðunarnefnd um peningamálastjórnina, en gera ekkert, ekki einu sinni búið að skipa hana.
- Þá þýðir ekkert að boða styrkingu gjaldeyrisvarasjóðsins, en gera svo lítið úr því að það sé nauðsynlegt í einni andránni, um leið og þó er blessunarlega verið að gera það í hinni.
- Þá þýðir ekkert að tala um aðhald í fjárlögum síðasta árs, þegar þau eru samt að aukast.
- Þá þýðir ekkert að skora á hina og þessa að lækka verð, þegar ekkert frumkvæði eða aðhald fylgir með í formi afléttingu álaga.
- Þá þýðir ekkert að tala um að blása lífi í fasteignamarkaðinn, þegar forsætisráðherra er nýbúinn að hvetja fólk til að halda að sér höndum.
- Þá þýðir ekkert að einn ráðherra tali með atvinnuuppbyggingu meðan hinn talar á móti henni.
Þetta gengur ekki. Ríkisstjórnin verður að fara að tala saman á ríkisstjórnarfundum og komast að samkomulagi um hvernig hún ætlar að stjórna landinu.
Sem ein heild.
![]() |
Verðbólgan 14,5% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |