Nornaveiðar Helga Seljan
26.4.2007 | 22:29
Einræða Helga Seljan í Kastljósi kvöldsins er með ólíkindum og ber ekki vott um góða blaðamennsku. Mætti halda að hann sé kominn á kaf í pólitík og sé að nota aðstöðu sína sem starfsmanns Kastljóssins til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína.
Helgi heldur sem sagt einræðu um löngu liðið mál og gerir enga tilraun til að upplýsa það til hlítar frá öllum hliðum. Hann hefur greinilega ekki getað fengið neina málsmetandi aðila til að gefa álit og þögn hans um að stúlkan hafi ekki viljað skýra mál sitt ber þess merki að hann hafi ekki reynt að hafa samband við hana til að fá hennar hlið, eins og góðum blaðamanni sæmir. Ég man ekki eftir að einræða hafi verið haldin í Kastljósi áður, án nokkurra innslaga til að styðja málflutninginn.
Guðrún Ögmundsdóttir, sem situr í allsherjarnefnd og hefur verið ólöt við að gagnrýna hvað eina sem henni þykir miður fara, telur málið storm í vatnsglasi og segist ekki hafa vitað af þeim tengslum sem Helga þykja svo áhugaverð.
Hver er fréttin í einræðunni? Sú að stúlkan vill búa á Íslandi eða sú að sonur umhverfisráðherra eigi erlenda unnustu? Mér finnst eðlilegt að Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri skýri hvort svona vinnubrögð sé það sem koma skal í RÚV ohf, því Kastljósið heyrir jú beint undir hann, ekki fréttastofuna.
![]() |
Nefndarmenn hafi tekið fram að þeim hafi verið ókunnugt um tengsl Jónínu og umsækjandans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Af hverju er ekki allur arðurinn greiddur?
26.4.2007 | 16:30
Landsvirkjun samþykkti á aðalfundi sínum að greiða hálfan milljarð í arð til eiganda síns, Ríkisins. Gott mál.
Fyrirtækið hefur, eins og reyndar fleiri fyrirtæki, verið eins og ríki í ríkinu og farið ansi frjálslega með úthlutun á fé, sem er í eigu okkar Íslendinga. Fé sem Alþingi samkvæmt stjórnarskrá á með raun og réttu að úthluta hvað varðar hlut ríkisins og Reykjavík og Akureyri, hvað þeirra hlut áhrærði.
Tek nokkur dæmi
- Úthlutun forrits til að halda grænt bókhald. - Gott mál, sem ég styð, en á réttum vegum, t.d. Umhverfisstofnunar eftir samþykki Alþingis.
- Alþjóðahús og Landsvirkjun gerðu með sér samning um að auka umræðu og fjölga viðburðum sem tengjast fjölmenningu á Íslandi og málefnum innflytjenda. - Gott mál, á vettvangi Félagsmálaráðuneytisins eftir samþykki Alþingis
- Í nóvember samþykkti stjórn Landsvirkjunar beiðni frá Ómari Ragnarssyni, fyrrverandi fréttamanni, um stuðning við kvikmyndagerð af myndun Hálslóns og veitti honum 8 milljóna kr. styrk gegn afnotum af kvikmyndaefni hans. - Það má kannski réttlæta þetta.
Í þessum tilfellum er sem sagt verið að úthluta fé, sem kemur til lækkunar á arðgreiðslu rynni ella til ríkisins, sem Alþingi ætti svo að ráðstafa með lögum.
Þessar ákvarðanir eru þó teknar af fulltrúum stjórnarflokkanna, en þegar fram koma jafn fráleitar hugmyndir eins og hjá Samfylkingunni um að fyrirtækjum verði gert heimilt að draga fjárveitingar til góðgerðarmála frá skatti! Um væri að ræða heimild til handa einhverjum aðilum úti í bæ til að veita sjálfum sér skattaafslátt til einhverra mála. Hvaða jöfnuður er það og hvaða skynsemi er það og hvaða ráðdeild með skattfé borgaranna?
![]() |
Páll Magnússon stjórnarformaður Landsvirkjunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Aftaka stefnu Frjálslyndra í útlendingamálum
26.4.2007 | 15:56
Í fréttum RÚV í gærkvöldi var forsenda stefnu Frjálslyndra tekin og henni pakkað saman og þá stefnunni í leiðinni. Ef Frjálslyndir halda áfram með útlendingaumræðuna er það þá einvörðungu knúið áfram af þeim sömu hvötum og Pia Kærsgaard og fleiri hafa látið stjórna sér á undanförnum árum. Á Norðurlöndum er í einhverjum tilfellum ástæða til að sporna eitthvað við fótum vegna álags á tryggingakerfið og atvinnuleysisbætur. Því er sem betur fer ekki að heilsa hér á landi, svo hér hlýtur að vera um að ræða einfaldan gamaldags heimóttarhátt, sem engu skilar, nema tortryggni í samfélaginu.
Ragnar nokkur Árnason, sem er forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins, sagði í fréttunum að hefting komu vinnuafls frá Evrópu sé allskostar óraunhæf sökum þess að framkvæmdastjórn ESB getur farið í aðgerðir gegn landinu sem, hefti frjálsa för Íslendinga um Evrópu en einnig gegn útflutningsafurðum okkar á erlendum mörkuðum. Íslendingum verði þannig ekki heimilt að dvelja, búa, starfa og stunda nám í Evrópu. Einnig að t.d. íslenskur saltfiskur verði ekki í boði á portúgölskum heimilum, eða á ítölskum veitingahúsum. Ansi gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskan sjávarútveg sem Frjálslyndir telja sig á sama tíma vera að verja.
Það er ótrúlegt að hæstaréttarlögmaðurinn Jón Magnússon skuli ekki vera betur að sér í þessum málum, áður en hann veður áfram með málið á þennan hátt, vel studdur og hvattur áfram af Magnúsi Þór Hafsteinssyni. Ég vorkenni Adda Kidda Gau að vera með þessa menn með sér, því hann virðist vera vænsti kall, sem á fullt erindi á þing.
Spennumælar Moggans eitthvað að klikka vegna stjórnarformennskunnar
26.4.2007 | 13:49
Á síðu 2 í Mogganum í dag er stórfurðuleg frétt af stjórnarformannsmálum Landsvirkjunnar. Fyrirsögnin er að stjórnarformannsskipti munu eiga sér stað, sem mun vera rétt, en í undirfyrirsögn segir að Siv og Guðni séu komin í hár saman. Í fréttinni, sem engin blaðamaður skrifar undir, er svo ekkert fjallað um í hvaða hári þau séu komin saman.
Á heimasíðu Sivjar kemur svo fram að um ekkert slíkt sé að ræða. Það er sem sagt engin spenna í Siv vegna þessa máls og ekki heldur í Guðna, þannig að eitthvað virðist spennumæling Moggans vera að klikka. Stöð 2 reyndi líka að skapa írafár út af þessu máli í gær, þannig að eitthvað virðast menn vera farnir fram úr sjálfum sér í samsæriskenningum.
Styrk stoð efnahagslífsins
26.4.2007 | 09:34
Þetta eru fréttirnar sem Ögmundur Jónasson vill útrýma úr íslenskum fjölmiðlum. Þessi fyrirtæki fremja nefnilega þann glæp að borga starfsmönnum sínum góð laun, betri laun en hann hefur getað náð fyrir sitt fólk og auðvitað er honum ógnað.
Sannleikurinn er auðvitað sá að þær skattgreiðslur sem fylgja þessari starfsemi, bæði frá fyrirtækjunum sjálfum og starfsmönnum þeirra gera það að verkum að ríkið getur yfir höfuð aukið velferðina. Tók saman fyrir nokkrum bloggum í hvað sá tekjuauki sem hefur komið í ríkissjóð á síðasta kjörtímabili hefur farið. Það er áhugavert að skoða
![]() |
Hagnaður Kaupþings 20,3 milljarðar fyrstu 3 mánuði ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýr vefur um loftslagsmál
26.4.2007 | 00:04
Í dag, á degi umhverfisins var vefurinn www.co2.is opnaður. Um er að ræða afar góðan og fræðandi vef um loftslagsmál, sem á eftir að verða sífellt umfangsmeiri í allri umræðu á komandi árum. Það eitt að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er farið að taka málið fyrir, er óræk sönnun þess að málið sé alvarlegt.
Rak augun í magnaða staðhæfingu á vefnum:
"Orkufrekur iðnaður á Íslandi nýtur þess að vera knúinn af endurnýjanlegum orkugjöfum og því er útblástur vegna þessa iðnaðar hér miklu mun minni en þar sem jarðefnaeldsneyti er notað. Ætla má að sparnaður á útblæstri, samanborin við kolaorku, muni ná um 10 milljón tonnum af CO2 af álvinnslunni einni saman. Það er hinn alþjóðlegi umhverfisparnaður sem fæst með því að keyra orkufrekan iðnað á endurnýjanlegum orkugjöfum."
Heildarlosun Íslendinga, að flugsamgöngum undanskyldum nemur samkvæmt vefnum 3,7 milljónum tonna árið 2005.
Það mætti því segja að vegna stóriðjunnar ættum við að eiga inni 6,3 milljóna tonna kvóta ónýttan. Athyglisvert