Kosningaloforðaflaumur III

Eftir yfirheyrslur Kastljóssins í kvöld var skattastefna VG eiginlega ekkert skýrari, en 125-140 þúsund á mánuði, eftir því sem efnahagslífið og kjarasamningar leyfa. Ég ætla að skilja þetta þannig að ef núverandi þjóðhagsspá stenst verði skattleysismörkin 125, en þeir ætli að leyfa sér að hækka ef það verður betra. Nota því 125. Hátekjuskattur þeirra mun hrekja í burtu skattstofninn, þannig að það mun ekki auka heildartekjurnar. Vel því að líta fram hjá áhrifum þess hjá honum, nema VG komi með rök um nánari útfærslu.

Hef ekki náð að fara yfir aðra kosningafundi, þannig að ef einhverjar frekari upplýsingar hafa komið fram í dag, ég hafi gleymt einhverju úr kosningastefnuskrá flokkanna eða ef einhver hefur athugasemdir væri gott að fá þær, annaðhvort sem athugasemd hér eða í tölvupósti á gesturgudjonsson@gmail.com

Góðu fréttir dagsins er útkoma vefrits Fjármálaráðuneytisins þar sem áhrifin eru reiknuð út frá raunverulegum tekjum og tekjudreifingu og spá um tekjur ársins 2007. Ég var með tekjur 2006 og varð að reikna útfrá meðaltekjum og get ekki tekið tillit til jaðarskatta eins og tekjutenginga barnabóta osfrv. Nota hana hér eftir. Er einnig búinn að biðja um ítarlegri töflu, sem taki tillit til fleiri skattprósentustiga.

En tafla dagsins er þá svona:

Tekjur-skattar-ofl-03


Ekki virðist Kastljós þekkja vel þau mál sem þeir fjalla um

Þórhallur er kominn í vond mál, sendir frá sér yfirlýsingu sem svar við yfirlýsingu Jónínu Bjartmarz, sem er full af rangfærslum og útúrsnúningi.

Það er gott að vita að Kastljósið er ekki misnotað af neinum, þetta er sem sagt allt saman rekið af þeirra frumkvæði og þeirra eigin hvötum.

"Í Kastljósi var bent á að ung stúlka frá Gvatemala sem búsett er á heimili ráðherra fékk ríkisborgararétt á 10 dögum þegar venjan er að slík afgreiðsla taki fimm til tólf mánuði" Þarna opinbera þeir vanþekkingu eða vilja sinn, þegar þeir bera saman appelsínur og epli. Eins og Dómsmálaráðuneytið segir í yfirlýsingu að þetta sé ekki rétt, afgreiðslufresturinn tengist afgreiðslum ráðuneytisins ekki Alþingis. Þetta hefði Kastljós örugglega getað fengið upplýst ef þeir hefðu unnið sína undirbúningsvinnu og að halda þessu til streitu er til skammar.

"Einnig kom fram að fólki með veigameiri ástæður var hafnað á sama tíma." Þessi fullyrðing er með ólíkindum, því Kastljósmenn setja sig í dómarasæti um hvað sé veigamikið, og ekki kom heldur fram að Alþingi hafi hafnað þeim, þannig að því er ekki svarað hvort það hafi verið Alþingi eða dómsmálaráðuneytið sem afgreiddi málið og á hvaða forsendum, enda ekki hægt vegna friðhelgi einkalífsins, sem Kastljósi er sama um í tilfelli stúlkunnar. Einnig er ósanngjarnt og illa gert af Kastljósi að draga fólk sem þekkir ekki málavöxtu til að dæma í málum sem hefur engar forsendur til að dæma og spyrja það leiðandi spurninga.

"Aldrei var sagt að Jónína hefði beitt sér í málinu heldur vakin athygli á óvenjulegri afgreiðslu málsins. Þegar við bætist að stúlkan býr á heimili umhverfisráðherra er full ástæða fyrir fjölmiðla að spyrja spurninga." Það var ekki sagt berum orðum, en öll framsetning málsins var til þess fallin að vekja tortryggni og fá áhorfendur til að hlaupa að ályktunum.

"Rétt er hjá Jónínu að stúlkan fékk ríkisborgararéttinn á grundvelli „skerts ferðafrelsis" og er þar í hópi 22 annara einstaklinga sem fengu íslenskt ríkisfang á sömu forsendum á þessu kjörtímabili. Hún gleymir hinsvegar að geta þess að 20 þeirra höfðu dvalið lengur en tvö ár í landinu þegar þeir öðluðust sinn ríkisborgararétt.

Jónína bætir svo við að 30 einstaklingar hafi fengið íslenskt ríkisfang á þessu kjörtímabili eftir að hafa dvalið hér skemur en 1 ár. Hún getur þess hinsvegar ekki að enginn þeirra fékk íslenskan ríkisborgararétt vegna skerts ferðafrelsis." og?????? Þetta eru fáir einstaklingar og þegar tekin eru sniðmengi og sammengi í litlu þýði er auðvelt að finna fáa einstaklinga í einhverjum þeirra. Ef öll mál kjördæmisins væru skoðuð væri meira að marka slíkan samanburð.

"Jónína hallar réttu máli þegar hún segir að Kastljós hafi látið að því liggja að aðalega börn fengju ríkisborgararétt með lögum frá alþingi. Kastljós benti hinsvegar á að oft væri um börn að ræða, afreksmenn í íþróttum ogfólk sem sótti um af mannúðarástæðum." Það er rétt að Kastljósmenn sögðu þetta ekki sjálfir, heldur fengu Kolbrúnu Halldórsdóttur og Ragnar Aðalsteinsson, til að fara með þessar fullyrðingar, sem hafa verið hraktar. 

"Jónína kýs hinsvegar að sleppa því að nefna tvö af þessum atriðum sem Kastljós tiltók. Þess má geta að umrædd stúlka frá Gvatemala fékk ekki íslenskan ríkisborgararétt af þeim ástæðum sem eru tilgreindar hér að ofan." Er Kastljós þar með að halda því fram að þetta séu einu réttmætu ástæður veitingar ríkisborgararéttar með þessari leið?

Jónína Bjartmarz spyr í lokin „hvar er trúverðugleikinn"? Því er til að svara að Kastljós stendur við sína umfjöllun um málið." Það var leitt, því þeim væri sæmst að því að hætta þessum dylgjum sínum og "let them deny it" aðferðum sínum í aðdraganda kosninga, sem greinilega eru búnir að stórskaða kosningabaráttuna. Amk bendir tímasetning "uppljóstrunar" þessa máls til þess...


mbl.is Kastljós svarar Jónínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill Samfylkingin hækka skattprósentuna?

Margt merkilegt kom fram í Kastljósi gærkvöldsins, þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sat fyrir svörum. Sérstaklega þóttu mér undanbrögð hennar í efnahags- og skattamálum undarleg og læðist sá grunur að manni að ummæli Guðmundar Ólafssonar hagfræðings eigi meiri stoð í raunveruleikanum en ég hefði viljað trúa, en hann hefur sagt að sá málaflokkur hafi aldrei verið þeirra sterka hlið.

Ingibjörg segir að velferðarpakki þeirra kosti 30 milljarða og allt eigi að vera komið til framkvæmda á síðasta árinu. Gott og vel. Það verður gaman að sjá sundurliðun á því, en skoðum nokkrar tölur.

Hagvöxtur verður 0,9-2,9-2,8 skv þjóðhagsspá og ef við gefum okkur að hann verði 2,8 seinasta árið verður tekjuauki ríkissjóðs miðað við óbreytt skattaumhverfi 36,6 milljarðar árið 2010. Þá eiga allar úrbætur að vera komnar til framkvæmda og engin framþróun í stóriðju, sem annars hefði gefið þeim um 50 imilljarða í viðbót, mv þjóðhagsspá.

Svo eru það skattaloforðin sem verður að draga frá þessari tölu.

  • 10 milljarðar í afnám vörugjalda og tolla
  • 4 milljarðar í lækkaðar tekjur af lífeyrisgreiðsluskattlagningu
  • 7 milljarðar í afnám stimpilgjalds
  • 10,5 milljarðar í hækkun frítekjumarks. (hafa auglýst það og loforð Framsóknar um 100 þús hlýtur að vera lágmarksbreyting, nóg hafa þau hamrað á að Framsókn sé ójafnréttisflokkur)

Þetta þýðir að skatta- og tollapakkinn einn kostar 31,5 milljarða. Samfylkingin ætlar að breyta tollum í sátt við bændur, svo það hlýtur að vera varlega áætlað að helmingur þess tekjutaps sem tollarnir hafa í för með sér komi einnig til útgjalda, þá eru er skatta- og tollapakkinn búinn að eyða öllum tekjuauka ríkissjóðs og heildarpakkinn kominn í 36,5 milljarða, og ef maður tekur tillit til veltuskattaaukningar vegna hærri útborgana, ca 2 milljarðar, er heildarniðurstaðan af þessum liðum eingöngu rúmir 34 milljarðar. Munum að ISG sagði að heildarpakki þeirra kostaði 30 milljarða!

Þá eru eftir öll útgjaldaaukningin vegna loforða þeirra um stóraukin framlög til vegamála, fækkun á biðlistum, bætt menntakerfi og hvað svo sem Samfylkingin hefur lofað í hundruða liða.

Til að ná þessu og halda frítekjumarkinu uppi, er bara ein leið. Það er að hækka skattprósentuna.

Hvert prósent í hækkun tekjuskatts gefur um 5,8 milljarða, þannig að til að ná 30 milljörðum þarf tekjuskattprósentan að hækka í 49% með útsvari ef frítekjumarkið á að haldast í 100 þús! Er þá ekki tekið tillit til veltuskattsminnkunar vegna rýrnunar kaupmáttar

Í lofprísalöndum Samfylkingarinnar, Danmörku og Svíþjóð, sem ISG lítur mikið til, er skattprósentan allt upp í 60%. Bið fólk um að hafa það í huga.


Bloggfærslur 3. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband