Kosningaloforðaflaumur III

Eftir yfirheyrslur Kastljóssins í kvöld var skattastefna VG eiginlega ekkert skýrari, en 125-140 þúsund á mánuði, eftir því sem efnahagslífið og kjarasamningar leyfa. Ég ætla að skilja þetta þannig að ef núverandi þjóðhagsspá stenst verði skattleysismörkin 125, en þeir ætli að leyfa sér að hækka ef það verður betra. Nota því 125. Hátekjuskattur þeirra mun hrekja í burtu skattstofninn, þannig að það mun ekki auka heildartekjurnar. Vel því að líta fram hjá áhrifum þess hjá honum, nema VG komi með rök um nánari útfærslu.

Hef ekki náð að fara yfir aðra kosningafundi, þannig að ef einhverjar frekari upplýsingar hafa komið fram í dag, ég hafi gleymt einhverju úr kosningastefnuskrá flokkanna eða ef einhver hefur athugasemdir væri gott að fá þær, annaðhvort sem athugasemd hér eða í tölvupósti á gesturgudjonsson@gmail.com

Góðu fréttir dagsins er útkoma vefrits Fjármálaráðuneytisins þar sem áhrifin eru reiknuð út frá raunverulegum tekjum og tekjudreifingu og spá um tekjur ársins 2007. Ég var með tekjur 2006 og varð að reikna útfrá meðaltekjum og get ekki tekið tillit til jaðarskatta eins og tekjutenginga barnabóta osfrv. Nota hana hér eftir. Er einnig búinn að biðja um ítarlegri töflu, sem taki tillit til fleiri skattprósentustiga.

En tafla dagsins er þá svona:

Tekjur-skattar-ofl-03


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sveinn: Held að það væri nær að þú takir þátt í því að útskýra hvernig þú sérð fyrir þér að við ætlum að byggja áfram upp öflugt efnahags- og velferðarkerfi á málefnalegan hátt.

Gestur Guðjónsson, 4.5.2007 kl. 00:12

2 identicon

Heill og sæll, Gestur og aðrir skrifarar !

Mátti til, að blanda mér aðeins í umræðuna. Gestur; þú talar um hagvöxt, láttu þér ekki detta í hug, að áframhaldandi útþenzla kapítalízka skrýmslisins leysi einhvern allsherjar þjóðarvanda. Ég hefi, á undanförnum misserum, hér víða á spjallsíðum, hvatt til aukinnar varkárni, gagnvart óþarfa brölti Íslendinga, víða um heim, og þá ekki bara efnahagslega;; ekki síður, á vettvangi hinna svokölluðu Sameinuðu þjóða; sjáum t.d. Öryggisráðs mont umsóknina, svo og alla sendiráða flóruna, Gestur minn. Til hvers, í ósköpunum, að ýta undir metorðagirnd fólks; eins og Geirs H. Haarde og Valgerðar Sverrisdóttur, ytra ?

Að beztu manna yfirsýn, hygg ég, að nær væri, að styrkja þá, hér heima fyrir, hverjir mesta hafa þörfina, s.s. gamalmenni og öryrkja, í stað afkáralegrar sýndarmennsku, víða um lönd, eða hvað sýnist þér, Gestur minn ?

Því miður, er komið á daginn; að ríkisstjórnarflokkarnir, báðir, eru algjörlega úr tengslum við íslenzkar rætur sínar; því er komið, sem komið er.

Láttu þér ekki bregða, við gremju Sveins Elíasar; einn hinna fjölmörgu, hverjir launa vilja Framsóknarflokknum, sem og að sjálfsögðu Sjálfstæðisflokknum lambið gráa, fyrir lélega frammistöðu, í varðstöðu um almannahag. 

Með beztu kveðjum, í Reykjavíkur skíri / úr Árnesþingi

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 00:56

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Óskar: Þú ert sem sagt á því að við, ein ríkasta þjóð heims, eigum ekki að láta gott af okkur leiða í samfélagi þjóðanna? Til að hægt sé að bæta enn meira í þau mörgu verkefni sem bíða okkar, þarf að auka tekjur. Utanríkisþjónustan er okkur bráðnauðsynleg við hagsmunagæslu, þjónustu við borgarana og stuðning við atvinnulífið. Hér er oft talað um að stjórnin hafi svikið gamla fólkið og vísað til fjölbýlis á hjúkrunarheimilum. Ég spyr, hvar eru svikin? Ég veit ekki til þess að nokkur hafi minnst á þetta fyrir fjórum árum? Þetta er eðlilegt skref að stíga og ber að stefna að, þegar búið er að klára biðlistana, en lausnir á því eru komnar í framkvæmd, en til þess þarf auknar tekjur og þær fást með hagvexti.

Kjósendur hafa í gegnum tíðina sýnt, að þrátt fyrir svör eða svaraleysi í skoðanakönnunum að fjöldi þeirra fær skynsemiskast í kjörklefanum og setur X við B. Sem betur fer fyrir land og þjóð.

Með kveðju úr Reykjavík með öflugar rætur í Árnesþingi.

Gestur Guðjónsson, 4.5.2007 kl. 01:04

4 identicon

Gestur ! Jú, jú....... alveg sjálfsagt, að liðsinna þurfandi ytra, þá búið er að loka hjálparstofnunum, hér heima fyrir, hverjar ekki tíðkuðust, fyrir um 20 - 30 árum, a.m.k. Smánarblettir þeir, sem viðgangast hér víða, minna á ástandið, hjá lægstu stéttum Indlands, heimfært upp á almenn lífskjör Vesturlandabúa, þ.e. súpueldhús, m. a., eiga ekki að þekkjast hér, þá mánaðarlaun ýmissa forstjóra losa um og yfir tigu milljóna kr., svo mín meining sé skýr, Gestur minn.

Með ítrekuðum kveðjum, enn og aftur / Óskar Helgi Helgason    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 01:30

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Gunnar Þór. Nei þetta kemur ekki til álita. Set þetta þarna til að undirstrika að Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur þetta á sinni stefnuskrá. Þú lest nótur greinilega betur en exceltöflur...

Óskar: Eymd manna á sér ýmsar orsakir og erfitt að bregðast við þeim öllum. Samúð manna á Íslandi er sem betur fer enn svo mikil og megi hún aldrei þverra að við teljum það skyldu samfélagsins að bregðast við henni, hvar sem hún er. Ríkisvaldið getur gert sitt, með því að veita öllum tækifæri og styðja við þá sem falla. Það er t.d. ákveðinn hluti aldraðra, þeir sem ekki greiddu eða greiddu lítið í lífeyrsisjóði, tóku ekki lán sem brunnu upp í verðbólgubálinu eiga þar með ekki fasteignir sem hægt væri að endurfjármagna osfrv sem hefur það skítt. Framsókn vill finna þennan hóp og bæta kjör þeirra. Á þann hátt nýtast peningarnir best, því almennt hafa aldraðir það gott, segi ég og skrifa vitandi að meðaltöl segja ekki allt, en með sífellt meiri tekjum sem skapast við áframhaldandi uppbyggingu atvinnulífisins er sífellt hægt að gera meira í velferðinni. Kröfurnar eru alltaf að aukast, sem betur fer, hver heyrði t.d. talað um einbýli á hjúkrunarheimilum fyrir síðustu kosningar? Ætli umræðan núna sé ekki einmitt að blossa upp vegna þess að það er búið að koma uppbyggingu hjúkrunarheimila í þann farveg að biðlistarnir munu tæmast á næstu árum og nú þarf að finna nýjan flöt til að kvarta yfir þar? Ekki að ég sé að tala á móti einbýlavæðingu, en það á að koma nr. 2 þegar búið er að tæma biðlistana. Það kostar 20 milljarða svo það er ekki hægt að segja að engu sé varið í málaflokkinn. Hinir aðilarnir eru meira og minna á ábyrgð sveitarfélaganna. Hef ekki tíma til að fara yfir það allt núna.

Gestur Guðjónsson, 4.5.2007 kl. 08:45

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Gef upp D og D án sölu LV. Það hlýtur því að liggja í hlutarins eðli að D er staðan hjá íhaldinu ef þeirra stefna kemst til framkvæmda, en stefna þeirra er að selja orkufyrirtækin. Varðandi Símann þá sóru menn þar og sárt við lögðu að ekki væri hægt að aðskilja þetta tvennt. Núna er búið að stofna eitthvað sérfyrirtæki um grunnnetið, þannig að þær upplýsingar sem lágu til grundvallar því að Framsókn beygði af sinni leið stóðust ekki. Eins og Denni sagði forðum - Ég var bara plataður - ég verð að segja það.

Held reyndar að koparnetið verði sífellt verðminna og verðminna, þannig að það hafi verið gott að fá pening fyrir það meðan að það var einhvers virði.

Gestur Guðjónsson, 4.5.2007 kl. 10:39

7 identicon

Heill og sæll, Gestur og aðrir skrifarar !

Vil byrja á, að þakka þér skilvís svör, hver grundvallast vitanlega; á þinni sannfæringu. En.......... Gestur, gætum eytt löngum tíma enn, um einkavæðingarbrjálæðið - niðurbrot landsbyggðahéraða (Strandir og Vestur- Skaftafellssýsla, svo dæmi séu tekin) auk fjölmargra annarra atriða.

Við munum víst seint; verða sammála í meginatriðum, en....... virði þig vel, fyrir skilvís svör, við mínum athugasemdum.

Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband