Verðmætar kanínur Steingríms J

Í Kastljósþætti gærkvöldsins var Steingrímur J Sigfússon í yfirheyrslu.

Kom þar berlega í ljós hve illa ígrundaðar efnahags- og skattatillögur þeirra eru.

Ætlaði hann fyrst að komast upp með að segja að, hækkun grunnlífeyris, niðurfelling gjaldtöku, upptaka gjaldfrelsis í leikskólum, sem eru á forræði sveitarfélaganna, kostuðu 12 milljarða. Hélt hann svo áfram vaðlinum, um strandsiglingar, sem hann heldur fram að sé búið að leggja niður, sem er ekki rétt, innviðafjárfestingar osfrv.

Þáttastjórnendur stóðu sig vel með að láta honum þetta ekki eftir, heldur spurðu hann út í hvað heildarpakkinn kostaði. Með töngum náðu þau út tölunni 20 milljörðum. Fer betur yfir trúverðugleika þeirrar tölu seinna, en leyfum honum njóta vafans.

Skattatillögurnar voru aftur á móti kostulegar. Skattleysismörkin áttu að fylgja lágmarkslaunum, en áttu að hækka ef launin yrðu hærri! Annað hvort er hann jafn vel að sér og Guðjón Arnar var fyrir síðustu kosningar í skattamálum eða hann getur ekki komið þessu almennilega frá sér!

Skattleysismörk hækka ekkert með hækkuðum launum. Þau hljóta og geta ekki annað en verið föst tala. Skattprósentan getur aftur á móti hækkað, en í dag búum við við óendanlega margar skattprósentur sem hækka með hækkuðum launum. Er það innbyggt í kerfi fastrar prósentutölu og persónuafsláttar. Vill hann hækka persónuafsláttinn eftir því sem launin lækka? Ég skil ekki bofs. Læt hann þó njóta vafans og reikna með að hann hafi átt við að 125 þús kr skattleysismörkin og svo stigvaxandi hlutfallsleg skattbyrði, eins og er í kerfinu í dag hafi verið það sem hann meinti.

Uppgjör skallamála, nei skattamála VG er því eins og upplýsingar mínar liggja fyrir í dag þegar þær verða að fullu komnar til framkvæmda 2010 er því:

  • 36,7 milljarðar í tekjuauki ríkissjóðs

Til minnkunar þessu kemur

  • 29,7 milljarðar í 125 þús kr skattleysi án hækkunar prósentu
  • 6 milljarðar í niðurfellingu stimpilgjalds

Þannig að ef er tekið tillit til veltuskattsaukingar (10%) af þessum völdum, hefur ríkissjóður samkvæmt þessu úr 4,6 milljörðum að spila til þessara verkefna sem hann metur sjálfur að kosti 20 milljarða!

Þetta gengur ekki upp og því verður að spyrja hvað ætla VG að hækka skattprósentuna mikið til að eiga fyrir þessu eða ætla þeir að selja kanínur úr töfrahatti sínum?

Þær hljóta að vera verðmætar, því mér reiknast til (forsendur 2006) að hún verði að fara upp í 58% með útsvari til að halda 15 milljarða tekjuauka og 125 þús kr skattleysismörkum.

Ja hérna...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gaukur Úlfarsson

Hehe.. Þannig að þú ert orðinn sáttur við Helga Seljann aftur??

Gaukur Úlfarsson, 4.5.2007 kl. 16:13

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Góður... Þó hann geri nú eitthvað vel...

Gestur Guðjónsson, 4.5.2007 kl. 17:02

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þú fyrirgefur félagi, en þar sem að ég var að vísa á þig þá er ég bara að prófa hvort þú ert ekki á fótum.

Er að taka tímann á því hversu fljótt þú eyðir þessari athugasemd minni.

S.

Steingrímur Helgason, 5.5.2007 kl. 01:31

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sveinn: Það er nú ekki margt af því sem Framsókn lofaði fyrir síðustu kosningar sem ekki hefur komist til framkvæmda. Það sem er aðallega verið að ræða um núna eru hlutir sem fólki finnst sjálfsagt að fara í núna en hefur ekki verið krafa áður, nefni einbýli á Hjúkrunarheimilum sem dæmi.

Steingrímur: Ég er ekki að skilja þig, hvað áttu við?

Gestur Guðjónsson, 5.5.2007 kl. 01:57

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Mér er ljúft að svara þér Sveinn: Ég býst við að þú sért að vísa til þess að þegar gert var samkomulag við öryrkja fyrir síðustu kosningar var ákveðið að setja ákveðna upphæð á ári til að bæta stöðu þeirra sem verða öryrkjar snemma á lífsleiðinni og átti viðbótin að minnka eftir því sem fólk færi eldra á örorku. Samkomulagið var því miður ekki nógu nákvæmt hvað nákvæma útfærslu varðar, þannig að upp kom misskilningur milli aðila og ÖBÍ ákvað að ganga út frá því að viðbótin ætti að minnka línulega með innkomualdri inn í kerfið, en til þess dugði ekki sú upphæð sem um ræddi. Það sem línulega aðferðin hefði einnig haft í för með sér er að fólk sem kæmi til þess að gera seint inn í kerfið, segjum fertugt, og hefði verið virkt á vinnumarkaði fram að því og væri búið að koma undir sig fótunum, væri að fá viðbót sem er ætluð þeim sem aldrei hafa haft tækifæri til að koma undir sig fótunum vegna örorku sinnar. Þennan skilning hefur hæstiréttur staðfest.

Það hefur ekki allt verið framkvæmt sem við settum á okkar stefnuskrá fyrir síðustu kosningar. Við gengum til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og í þeim málefnapakka sem flokkarnir enduðu með, þurftu báðir að gefa eftir. Þannig er það víst, en okkar megináherslumál komust í gegn og atvinnulífið og þjóðarkakan hefur stækkað, þannig að það er hægt að fara bjartsýnn inn í næsta kjörtímabil með fyrirheit um enn frekari framfarir.

Hvað endurhæfinguna varðar, þá höldum við öflug flokksþing annað hvert ár og þá get ég alveg sagt þér að mikil endurhæfing á sér stað. Þingmennirnir okkar hafa bara eitt atkvæði þar. Þú ert velkominn að ganga í flokkinn og mæta á flokksþing. Þá getur þú séð hvernig skemmtileg og skapandi þjóðmálaumræða á sér stað  .

Gestur Guðjónsson, 5.5.2007 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband